Innlent

Vinnuslys við brúnarústirnar í miðbæ Reykjavíkur

Af slysstaðnum í dag.
Af slysstaðnum í dag. MYND/EINAR

Karlmaður slasaðist í dag þegar hann féll af vinnupalli við rústir húsanna sem brunnu í eldsvoðanum í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn féll niður þrjá metra.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins átti óhappið sér stað laust eftir klukkan þrjú í dag en maðurinn var við vinnu við hreinsun rústanna þegar hann féll.

Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en ekki liggur fyrir hversu slasaður hann er.

Tildrög slyssins eru óljós og samkvæmt slökkviliðinu liggur ekki fyrir hvort maðurinn hafi fallið eða vinnupallurinn hrunið undan honum. Fulltrúi frá Vinnueftirlitinu er nú þegar mættur á slysstað að skoða aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×