Innlent

Varað við mikilli umferð í miðborginni á morgun

Risessan á ferðinni í miðborginni í dag.
Risessan á ferðinni í miðborginni í dag. MYND/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli umferð á morgun, sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur þar sem saman fara kosningar og viðburðir á Listahátíð.

Ráðhúsið hýsir einn af kjörstöðunum í Reykjavíkurkjördæmi norður en á sama tíma og fólk greiðir atkvæði fer risabrúðan Risessa um bæinn. Takmörkuð bílastæði eru í miðborginni auk þess sem það eru þrengingar við Lækjargötu og Kalkofnsveg.

Hvetja bæði lögrega og borgaryfirvöld ökumenn til að fara varlega í bænum eða nýta sér almenningssamgöngur eða nota bílastæði utan miðborgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×