Fleiri fréttir Magnús Oddson heiðraður Ferðamálaráð Evrópu heldur í dag aðalfund sinn á Nordica hóteli í dag. Þetta er í annað sinn í 59 ára sögu samtakanna sem aðalfundur þeirra er haldinn hér á landi. Magnúsi Oddsyni, ferðamálastjóra Íslands, var veitt viðurkenning fyrir „úrvalsþjónustu við Ferðamálasamtök Evrópu í yfir 15 ár,”. 26.4.2007 14:42 Tímabært samkomulag þótt herinn hefði verið áfram Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Geir sagðist ánægður með samkomulagið og að það væri í grunninn pólitísk yfirlýsing um samvinnu milli landanna. 26.4.2007 14:39 Mannekla og ófullnægjandi húsakostur hamlar starfsemi Landspítalans Mannekla og og ófullnægjandi húsakostur hefur hamlað starfsemi Landspítalans háskólasjúkrahúss að sögn Birnu Kr. Svavarsdóttur, formanns stjórnarnefndar Landspítalans háskólasjúkrahúss. Þetta kom fram í ræðu hennar á ársfundi spítalans sem haldinn er í dag. Hún segir nauðsynlegt í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu að skoða fleiri möguleika við fjármögnun og framkvæmd heilbrigðisþjónustunnar. 26.4.2007 14:15 Bein útsending frá blaðamannafundi um varnarmál Bein útsending er að hafin frá Stjórnarráðinu þar sem Geir H. Haarde forsætisráðherra fjallar um nýgert samkomulag við Norðmenn í varnarmálum og viljayfirlýsingu sama efnis sem gerð var við Dani. 26.4.2007 13:48 Samkrull borgaralegra og hernaðarlegra þátta varhugavert Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd, gerir alvarlegar athugasemdir við öll vilyrði í nýgerðu samkomulagi Íslendinga við Norðmenn og samstarfsyfirlýsingu við Dani um öryggismál sem gefin eru af hálfu Íslendinga um aukinn kostnað sem fellur á Íslendinga. 26.4.2007 13:31 Malarflutningabíll valt við Þorlákshöfn Malarflutningabíll valt á hliðina við hringtorg í Þorlákshöfn í hádeginu. Eftir því lögregla á Selfossi segir var ökumaður flutningabílsins í belti og tókst honum að komast að sjálfsdáðum út úr bílnum. 26.4.2007 13:24 Slys í Kópavogslaug Fimmtán ára gamall unglingspiltur fannst meðvitundarlaus í Kópavogslaug klukkan tíu í morgun. Drengurinn var í skólasundi þegar atvikið átti sér stað. Þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn höfðu lífgunartilraunir þegar verið hafnar og var hann fluttur í skyndi á bráðamóttöku. 26.4.2007 13:06 Alvarlegustu umferðarslysin á þjóðvegum í dreifbýli Alvarlegustu bílslysin hér á landi eiga sér stað á þjóðvegum í dreifbýli og nær 75% banaslysa í umferðinni eru fyrir utan borgarmörkin. Þjóðvegir landsins eru hættulegir og laga þarf umhverfi þeirra til að draga úr alvarlegum bílslysum vegna útafaksturs segir deildarstjóri hjá Vegagerðinni. 26.4.2007 12:45 Geta fengið borguð laun í evrum Frá og með næstu mánaðamótum gefst starfsmönnum Straums-Burðaráss kostur á að fá borguð laun í evrum. Þetta er fyrsta fyrirtækið hér á landi sem borgar starfsmönnum sínum laun í evrum. Hagnaður bankans á fyrsta ársfjórðungi var rétt rúmir sex milljarðar króna. 26.4.2007 12:30 Út í hött að byggja upp samgöngumiðstöð áður en framtíð flugvallar ræðst Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segir út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Hún gengur þar með gegn stefnumörkun samgönguráðherra og nýsamþykktri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. 26.4.2007 12:20 CANTAT-3 kominn í lag Áhöfn kapalskipsins Pacific Guardian hefur lokið fullnaðarviðgerð á CANTAT-3 sæstrengnum sem bilaði milli Íslands og Kanada 16. desember s.l. Unnið er að því að setja fjarskiptaumferð á strenginn að nýju og er búist við að umferð verði komin í eðlilegt horf fyrir lok vikunnar. 26.4.2007 12:11 Fékk enga skýringu á því hvers vegna hann var settur af Jóhannes Geir Sigurgeirsson kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvers vegna hann er látinn hætta sem stjórnarformaður Landsvirkjunar. Jóhannes verður settur af á aðalfundi sem hefst klukkan eitt, gegn vilja sínum. 26.4.2007 12:10 Íslendingar bera kostnað af veru norskra hermanna hér Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, undirrituðu nú fyrir stundu samkomulag um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Samkvæmt því bera Íslendingar kostnað af staðsetningu norskra liðsmanna hér. 26.4.2007 12:00 Danskur ríkisborgari í haldi Bandaríkjamanna í Írak Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur, gagnrýndi í dag bandarísk yfirvöld fyrir að greina dönsku ríkisstjórninni ekki frá því að danskur ríkisborgari af íröksku bergi brotinn hefði verið í haldi Bandaríkjahers í Írak í marga mánuði. 26.4.2007 11:48 Iðjuþjálfun ekki í boði fyrir nýinnritaða á geðdeild Iðjuþjálfun á geðdeild LSH við Hringbraut mun 1.maí n.k. leggja niður alla þjónustu við nýinnritaða sjúklinga móttökudeilda og göngudeildar, segir Sylviane Pétursson-Lecoultre, yfiriðjuþjálfi. Þjónusta iðjuþjálfa mun því skerðast verulega frá og með 1. maí 2007. 26.4.2007 11:38 Gefur ekki upp orkuverð til Norðuráls vegna Helguvíkurálvers Hitaveita Suðurnesja gefur ekki upp opinberlega á hvaða verði hún mun selja raforku til Norðuráls vegna hugsanlegs álvers í Helguvík. 26.4.2007 11:15 „Við erum alveg að komast upp að vegg,“ segir forstjóri Landspítalans Halli á rekstri Landspítalans háskólasjúkrahúss nam 290 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi spítalans sem kynntur var nú í morgun. Á sama tíma og fleiri leita til spítalans eftir þjónustu hefur raunfjárveiting staðið í stað eða minnkað. Forstjóri Landspítalans segir nauðsynlegt að ríkið auki fjárveitingar. 26.4.2007 10:41 Herréttur hafinn í morðmálinu í Keflavíkurstöðinni Réttarhöld yfir meintum morðingja flugliðans Ashley Turner, sem myrt var í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, eru hafin. Verjandi segir að yfirvöld hafi verið of fljót á sér í málinu og að þeim hafi láðst að rannsaka annan mann sem hafði ástæðu til að vinna Turner mein. Íslensk kærasta mannsins neitar að mæta fyrir réttinn. 26.4.2007 10:30 Útsending Stöðvar 2+ liggur niðri Útsending Stöðvar 2+ á Digital Ísland hefur legið niðri frá því í gærkvöld en það má rekja til bilunar í töluvkerfi. Verið er að vinna að viðgerð og er vonast til að útsendingin verði komin í lag síðar í dag. 26.4.2007 10:27 Forsætisráðherra tjáir sig um varnarsamninga Bein útsending verður á Vísi í dag frá blaðamannafundi klukkan 14 í Stjórnarráðinu en þar svarar Geir H. Haarde forsætisráðherra spurningum blaðamanna um samstarf Íslendinga annars vegar og Norðmanna og Dana hins vegar í varnar- og öryggismálum. 26.4.2007 10:07 Verið Vísindagarðar tekur til starfa á Sauðárkróki Fyrirtækið Verið Vísindagarðar ehf. hefur verið stofnað á Sauðárkróki og fyrr í dag var haldinn opinn kynningarfundur um starfssemina. Eitt af markmiðum Versins er að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs, efla rannsóknir og námsframboð og auka verðmætasköpun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu. 26.4.2007 09:48 Landsmenn taki fréttum af mótmælendum með gagnrýnum huga Lögreglan á Seyðisfirði biður landsmenn að taka fréttum á komandi sumri af samskiptum lögreglunnar og mótmælenda með gagnrýnum huga en þeir hafa boðað uppsetningu mótmælendabúða frá og með 6. júlí 2007. 26.4.2007 09:28 Umhverfisspjöllum vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík mótmælt Samtökin Sól á Suðurnesjum hvetja íbúa í Vogum til að hafna uppbyggingu háspennulína um svæðið ef kemur til að álver rísi í Helguvík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þau telja línurnar muni rýra gildi svæðisins. 26.4.2007 09:25 Varðliðar umhverfisins skipaðir og Kuðungurinn afhentur Um hundrað manns komu saman í Kjarvalsstöðum í hádeginu í dag af tilefni Dags umhverfisins. Varðliðar umhverfisins voru útnefndir og verktaktafyrirtækið Bechtel hlaut umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins. 25.4.2007 23:12 Biskup segir að menn verði að fara sér hægt Biskup íslands telur ekki tímabært að prestar innan þjóðkirkjunnar fái heimild til að gefa saman í hjónaband samkynhneigð pör. Tillaga þess efnis var felld á Prestastefnu á Húsavík í dag. Hópur presta lagði fram tillögu um að þjóðkirkjan fari þess á leit við Alþingi að lögum verði breytt á þann veg að prestar fái að gefa saman samkynhneigð pör. 25.4.2007 19:45 Flest brunaslysin vegna heits vatns á baðherbergjum Nær 75 % brunaslysa vegna heits vatns eiga sér stað inn á baðherbergi. Börnum undir fimm ára aldri er hættast við brunum og hljóta þau alvarlegustu áverkana samkvæmt nýrri rannsókn. Herferð gegn slíkum slysum er nú hafin. 25.4.2007 19:14 VG vill lækka lyfjaverð og komugjöld á spítala Taka þarf á mannekluvandanum á spítölunum og lækka þarf lyfjaverð og komugjöld á heilsugæslustöðvar og spítala hér á landi. Þetta lögðu frambjóðendur Vinstri grænna áherslu á í vinnustaðaheimsókn sinni á Landspítalanum í dag. 25.4.2007 18:57 Alveg eins hægt að stilla upp símastaurum í bæjarstjórn Helsti eðalkrati landsins, sá sem á einkanúmerið "krati", hefur sagt sig úr Samfylkingunni. Árni Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, lýsir andúð á skoðanaleysi bæjarfulltrúa flokksins í álverskosningunni og segir alveg eins hægt að stilla upp símastaurum í bæjarstjórn. 25.4.2007 18:45 Tvö hundruð þúsund tonn af forskautum Tæplega tvöhundruð þúsund tonn af forskautum falla til á hverju ári í álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði. Endingartími hvers forskauts er tuttugu og átta dagar. 25.4.2007 18:30 Tillaga um val presta vísað til biskups og kenningarnefndar Tillaga sem fram kom á fundi prestastefnu um að þeir prestar sem það kjósi verði vígslumenn samkynheigðra var vísað til biskups og kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar. Prestastefna stendur nú yfir á Húsavík 25.4.2007 16:44 Yfir 20 stiga hiti í kortunum Mjög hlýtt loft sækir nú að landinu og eru horfur á að hiti fari um og eftir helgi í yfir 20 stig til landsins á norðanverðu landinu. 25.4.2007 16:37 Framsókn tapar miklu í NA-kjördæmi Fylgi Framsóknarflokksins hrynur í Norðausturkjördæmi en Vinstri - grænir og Sjálfstæðisflokkurinn auka fylgi sitt verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. 25.4.2007 16:34 Peningaverðlaun í boði í Reykjavíkurmaraþoni Hundrað þúsund krónur verða veittar þeim sem sigrar í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis sem fram fer 24. ágúst næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem peningaverðlaun eru í boði í hlaupinu en þau ná til þriggja fyrstu í heilu maraþoni, hálfu maraþoni og 10 kílómetra hlaupi auk brautarmeta í heilu og hálfu maraþoni. 25.4.2007 16:16 Vænir hákarlar á land í Húsavík Þrír myndarlegir hákarlar voru hífðir á land í Húsavíkurhöfn í dag en þeir veiddust á hákarlalínu sem legið hafði út í Skjálfanda síðustu daga. Það var Aðalsteinn Karlsson á bátnum Kalla á höfða sem veiddi hákarlana þrjá en hann er sjómaður og stundar hákarlaveiðar sem aukabúgrein. 25.4.2007 16:04 Tillaga um vígslu samkynhneigðra í hjónaband felld Fulltrúar á prestastefnu sem fram fer á Húsavík felldu tillögu hóps presta og guðfræðinga á stefnunni um að farið yrði fram á það við Alþingi að breyta lögum þannig að prestar fengju heimild til vígja samkynhneigð pör í hjónaband. 25.4.2007 15:44 Þrjú fíkniefnamál á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur fíkniefnamálum í gær. Kona á þrítugsaldri var handtekin í austurborginni þegar hún framvísaði fölsuðum lyfseðli. Kalmaður á fertugsaldri sem tengdist málinu var síðan færður á lögreglustöð. Í íbúð hans fundust ætluð fíkniefni. 25.4.2007 15:37 Tveir karlmenn í vinnuslysum í Kópavog Tveir karlmenn á þrítugsaldri lentu í vinnuslysum í Kópavogi í gær. Annar var að taka steypumót utan af veggjum þegar hann féll aftur fyrir sig. Fallið var ekki mjög hátt en maðurinn fann fyrir eymslum í baki. 25.4.2007 15:22 Silfur í hópi heitustu staða heims Veitingastaðurinn Silfur á Hótel borg er hópi heitustu veitingastaða heims samkvæmt tímaritinu Condé Nast Traveler. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá eigendum veitingastaðarins sendi blaðið fulltrúa sína til 30 landa til að leita nýrra veitingastaða sem standast ýtrustu gæðakröfur. 25.4.2007 15:16 Friðland í Þjórsárverum verði stækkað strax Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stækka þegar í stað friðlandið í Þjórsárverum í samræmi við tillögu Umhverfisstofnunar við undirbúning Náttúruverndaráætlunar. 25.4.2007 14:34 Skemmdir unnar á skiltum Framsóknar Skemmdir voru unnar á auglýsingaskiltum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi á Egilsstöðum í nótt og eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá flokknum er þetta í annað skiptið á örfáum dögum sem þetta er gert. 25.4.2007 14:21 Sorpbrennslustöð á Húsavík skemmdist í bruna Sorpbrennslustöðin á Húsavík skemmdist töluvert í bruna í gærkvöld og verður ekki hægt að brenna sorp þar á næstunni. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var tilkynnt um eldinn korter í tíu í gærkvöld og var þá allt tiltækt slökkvilið hvatt á vettvang. 25.4.2007 14:09 List án landamæra hefst á morgun List án landamæra hefst í Reykjavík á morgun. Á hátíðinni vinna margir ólíkir hópar saman að mismunandi listaverkum. Listahátíðinni er ætlað að gera fólk með fötlun eða þroskaskerðingu meira áberandi í listinni, en eins og aðstandendur hátíðarinnar segja er hæfileikafólk á hverju strái, en skortir oft tækifæri til að koma sér á framfæri. 25.4.2007 13:45 Ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík suður kynnt í kvöld Fimmti kosningafundur Stöðvar 2 hefst laust fyrir klukkan sjö í kvöld þegar oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavíkurkjördæmi suður takast á um stefnumál sín. 25.4.2007 13:15 Ný ríkisstjórn getur ógilt varnarsamninginn við Noreg án skaða Ný ríkisstjórn getur fallið frá samningi Íslands og Noregs um samstarf í varnar- og öryggismálum án mikils skaða að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Hann hefur boðað harðorða bókun gegn samninginum í utanríkismálanefnd Alþingis. 25.4.2007 13:00 Rannsókn á peningafölsunum langt komin Rannsókn lögreglu á fölsuðu peningaseðlunum sem nú eru í umferð hér á landi er komin vel á veg. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kemst lögregla undantekningarlaust að því hverjir eiga hlut að máli. 25.4.2007 12:45 Sjá næstu 50 fréttir
Magnús Oddson heiðraður Ferðamálaráð Evrópu heldur í dag aðalfund sinn á Nordica hóteli í dag. Þetta er í annað sinn í 59 ára sögu samtakanna sem aðalfundur þeirra er haldinn hér á landi. Magnúsi Oddsyni, ferðamálastjóra Íslands, var veitt viðurkenning fyrir „úrvalsþjónustu við Ferðamálasamtök Evrópu í yfir 15 ár,”. 26.4.2007 14:42
Tímabært samkomulag þótt herinn hefði verið áfram Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Geir sagðist ánægður með samkomulagið og að það væri í grunninn pólitísk yfirlýsing um samvinnu milli landanna. 26.4.2007 14:39
Mannekla og ófullnægjandi húsakostur hamlar starfsemi Landspítalans Mannekla og og ófullnægjandi húsakostur hefur hamlað starfsemi Landspítalans háskólasjúkrahúss að sögn Birnu Kr. Svavarsdóttur, formanns stjórnarnefndar Landspítalans háskólasjúkrahúss. Þetta kom fram í ræðu hennar á ársfundi spítalans sem haldinn er í dag. Hún segir nauðsynlegt í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu að skoða fleiri möguleika við fjármögnun og framkvæmd heilbrigðisþjónustunnar. 26.4.2007 14:15
Bein útsending frá blaðamannafundi um varnarmál Bein útsending er að hafin frá Stjórnarráðinu þar sem Geir H. Haarde forsætisráðherra fjallar um nýgert samkomulag við Norðmenn í varnarmálum og viljayfirlýsingu sama efnis sem gerð var við Dani. 26.4.2007 13:48
Samkrull borgaralegra og hernaðarlegra þátta varhugavert Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd, gerir alvarlegar athugasemdir við öll vilyrði í nýgerðu samkomulagi Íslendinga við Norðmenn og samstarfsyfirlýsingu við Dani um öryggismál sem gefin eru af hálfu Íslendinga um aukinn kostnað sem fellur á Íslendinga. 26.4.2007 13:31
Malarflutningabíll valt við Þorlákshöfn Malarflutningabíll valt á hliðina við hringtorg í Þorlákshöfn í hádeginu. Eftir því lögregla á Selfossi segir var ökumaður flutningabílsins í belti og tókst honum að komast að sjálfsdáðum út úr bílnum. 26.4.2007 13:24
Slys í Kópavogslaug Fimmtán ára gamall unglingspiltur fannst meðvitundarlaus í Kópavogslaug klukkan tíu í morgun. Drengurinn var í skólasundi þegar atvikið átti sér stað. Þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn höfðu lífgunartilraunir þegar verið hafnar og var hann fluttur í skyndi á bráðamóttöku. 26.4.2007 13:06
Alvarlegustu umferðarslysin á þjóðvegum í dreifbýli Alvarlegustu bílslysin hér á landi eiga sér stað á þjóðvegum í dreifbýli og nær 75% banaslysa í umferðinni eru fyrir utan borgarmörkin. Þjóðvegir landsins eru hættulegir og laga þarf umhverfi þeirra til að draga úr alvarlegum bílslysum vegna útafaksturs segir deildarstjóri hjá Vegagerðinni. 26.4.2007 12:45
Geta fengið borguð laun í evrum Frá og með næstu mánaðamótum gefst starfsmönnum Straums-Burðaráss kostur á að fá borguð laun í evrum. Þetta er fyrsta fyrirtækið hér á landi sem borgar starfsmönnum sínum laun í evrum. Hagnaður bankans á fyrsta ársfjórðungi var rétt rúmir sex milljarðar króna. 26.4.2007 12:30
Út í hött að byggja upp samgöngumiðstöð áður en framtíð flugvallar ræðst Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segir út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Hún gengur þar með gegn stefnumörkun samgönguráðherra og nýsamþykktri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. 26.4.2007 12:20
CANTAT-3 kominn í lag Áhöfn kapalskipsins Pacific Guardian hefur lokið fullnaðarviðgerð á CANTAT-3 sæstrengnum sem bilaði milli Íslands og Kanada 16. desember s.l. Unnið er að því að setja fjarskiptaumferð á strenginn að nýju og er búist við að umferð verði komin í eðlilegt horf fyrir lok vikunnar. 26.4.2007 12:11
Fékk enga skýringu á því hvers vegna hann var settur af Jóhannes Geir Sigurgeirsson kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvers vegna hann er látinn hætta sem stjórnarformaður Landsvirkjunar. Jóhannes verður settur af á aðalfundi sem hefst klukkan eitt, gegn vilja sínum. 26.4.2007 12:10
Íslendingar bera kostnað af veru norskra hermanna hér Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, undirrituðu nú fyrir stundu samkomulag um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Samkvæmt því bera Íslendingar kostnað af staðsetningu norskra liðsmanna hér. 26.4.2007 12:00
Danskur ríkisborgari í haldi Bandaríkjamanna í Írak Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur, gagnrýndi í dag bandarísk yfirvöld fyrir að greina dönsku ríkisstjórninni ekki frá því að danskur ríkisborgari af íröksku bergi brotinn hefði verið í haldi Bandaríkjahers í Írak í marga mánuði. 26.4.2007 11:48
Iðjuþjálfun ekki í boði fyrir nýinnritaða á geðdeild Iðjuþjálfun á geðdeild LSH við Hringbraut mun 1.maí n.k. leggja niður alla þjónustu við nýinnritaða sjúklinga móttökudeilda og göngudeildar, segir Sylviane Pétursson-Lecoultre, yfiriðjuþjálfi. Þjónusta iðjuþjálfa mun því skerðast verulega frá og með 1. maí 2007. 26.4.2007 11:38
Gefur ekki upp orkuverð til Norðuráls vegna Helguvíkurálvers Hitaveita Suðurnesja gefur ekki upp opinberlega á hvaða verði hún mun selja raforku til Norðuráls vegna hugsanlegs álvers í Helguvík. 26.4.2007 11:15
„Við erum alveg að komast upp að vegg,“ segir forstjóri Landspítalans Halli á rekstri Landspítalans háskólasjúkrahúss nam 290 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi spítalans sem kynntur var nú í morgun. Á sama tíma og fleiri leita til spítalans eftir þjónustu hefur raunfjárveiting staðið í stað eða minnkað. Forstjóri Landspítalans segir nauðsynlegt að ríkið auki fjárveitingar. 26.4.2007 10:41
Herréttur hafinn í morðmálinu í Keflavíkurstöðinni Réttarhöld yfir meintum morðingja flugliðans Ashley Turner, sem myrt var í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, eru hafin. Verjandi segir að yfirvöld hafi verið of fljót á sér í málinu og að þeim hafi láðst að rannsaka annan mann sem hafði ástæðu til að vinna Turner mein. Íslensk kærasta mannsins neitar að mæta fyrir réttinn. 26.4.2007 10:30
Útsending Stöðvar 2+ liggur niðri Útsending Stöðvar 2+ á Digital Ísland hefur legið niðri frá því í gærkvöld en það má rekja til bilunar í töluvkerfi. Verið er að vinna að viðgerð og er vonast til að útsendingin verði komin í lag síðar í dag. 26.4.2007 10:27
Forsætisráðherra tjáir sig um varnarsamninga Bein útsending verður á Vísi í dag frá blaðamannafundi klukkan 14 í Stjórnarráðinu en þar svarar Geir H. Haarde forsætisráðherra spurningum blaðamanna um samstarf Íslendinga annars vegar og Norðmanna og Dana hins vegar í varnar- og öryggismálum. 26.4.2007 10:07
Verið Vísindagarðar tekur til starfa á Sauðárkróki Fyrirtækið Verið Vísindagarðar ehf. hefur verið stofnað á Sauðárkróki og fyrr í dag var haldinn opinn kynningarfundur um starfssemina. Eitt af markmiðum Versins er að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs, efla rannsóknir og námsframboð og auka verðmætasköpun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu. 26.4.2007 09:48
Landsmenn taki fréttum af mótmælendum með gagnrýnum huga Lögreglan á Seyðisfirði biður landsmenn að taka fréttum á komandi sumri af samskiptum lögreglunnar og mótmælenda með gagnrýnum huga en þeir hafa boðað uppsetningu mótmælendabúða frá og með 6. júlí 2007. 26.4.2007 09:28
Umhverfisspjöllum vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík mótmælt Samtökin Sól á Suðurnesjum hvetja íbúa í Vogum til að hafna uppbyggingu háspennulína um svæðið ef kemur til að álver rísi í Helguvík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þau telja línurnar muni rýra gildi svæðisins. 26.4.2007 09:25
Varðliðar umhverfisins skipaðir og Kuðungurinn afhentur Um hundrað manns komu saman í Kjarvalsstöðum í hádeginu í dag af tilefni Dags umhverfisins. Varðliðar umhverfisins voru útnefndir og verktaktafyrirtækið Bechtel hlaut umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins. 25.4.2007 23:12
Biskup segir að menn verði að fara sér hægt Biskup íslands telur ekki tímabært að prestar innan þjóðkirkjunnar fái heimild til að gefa saman í hjónaband samkynhneigð pör. Tillaga þess efnis var felld á Prestastefnu á Húsavík í dag. Hópur presta lagði fram tillögu um að þjóðkirkjan fari þess á leit við Alþingi að lögum verði breytt á þann veg að prestar fái að gefa saman samkynhneigð pör. 25.4.2007 19:45
Flest brunaslysin vegna heits vatns á baðherbergjum Nær 75 % brunaslysa vegna heits vatns eiga sér stað inn á baðherbergi. Börnum undir fimm ára aldri er hættast við brunum og hljóta þau alvarlegustu áverkana samkvæmt nýrri rannsókn. Herferð gegn slíkum slysum er nú hafin. 25.4.2007 19:14
VG vill lækka lyfjaverð og komugjöld á spítala Taka þarf á mannekluvandanum á spítölunum og lækka þarf lyfjaverð og komugjöld á heilsugæslustöðvar og spítala hér á landi. Þetta lögðu frambjóðendur Vinstri grænna áherslu á í vinnustaðaheimsókn sinni á Landspítalanum í dag. 25.4.2007 18:57
Alveg eins hægt að stilla upp símastaurum í bæjarstjórn Helsti eðalkrati landsins, sá sem á einkanúmerið "krati", hefur sagt sig úr Samfylkingunni. Árni Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, lýsir andúð á skoðanaleysi bæjarfulltrúa flokksins í álverskosningunni og segir alveg eins hægt að stilla upp símastaurum í bæjarstjórn. 25.4.2007 18:45
Tvö hundruð þúsund tonn af forskautum Tæplega tvöhundruð þúsund tonn af forskautum falla til á hverju ári í álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði. Endingartími hvers forskauts er tuttugu og átta dagar. 25.4.2007 18:30
Tillaga um val presta vísað til biskups og kenningarnefndar Tillaga sem fram kom á fundi prestastefnu um að þeir prestar sem það kjósi verði vígslumenn samkynheigðra var vísað til biskups og kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar. Prestastefna stendur nú yfir á Húsavík 25.4.2007 16:44
Yfir 20 stiga hiti í kortunum Mjög hlýtt loft sækir nú að landinu og eru horfur á að hiti fari um og eftir helgi í yfir 20 stig til landsins á norðanverðu landinu. 25.4.2007 16:37
Framsókn tapar miklu í NA-kjördæmi Fylgi Framsóknarflokksins hrynur í Norðausturkjördæmi en Vinstri - grænir og Sjálfstæðisflokkurinn auka fylgi sitt verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. 25.4.2007 16:34
Peningaverðlaun í boði í Reykjavíkurmaraþoni Hundrað þúsund krónur verða veittar þeim sem sigrar í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis sem fram fer 24. ágúst næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem peningaverðlaun eru í boði í hlaupinu en þau ná til þriggja fyrstu í heilu maraþoni, hálfu maraþoni og 10 kílómetra hlaupi auk brautarmeta í heilu og hálfu maraþoni. 25.4.2007 16:16
Vænir hákarlar á land í Húsavík Þrír myndarlegir hákarlar voru hífðir á land í Húsavíkurhöfn í dag en þeir veiddust á hákarlalínu sem legið hafði út í Skjálfanda síðustu daga. Það var Aðalsteinn Karlsson á bátnum Kalla á höfða sem veiddi hákarlana þrjá en hann er sjómaður og stundar hákarlaveiðar sem aukabúgrein. 25.4.2007 16:04
Tillaga um vígslu samkynhneigðra í hjónaband felld Fulltrúar á prestastefnu sem fram fer á Húsavík felldu tillögu hóps presta og guðfræðinga á stefnunni um að farið yrði fram á það við Alþingi að breyta lögum þannig að prestar fengju heimild til vígja samkynhneigð pör í hjónaband. 25.4.2007 15:44
Þrjú fíkniefnamál á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur fíkniefnamálum í gær. Kona á þrítugsaldri var handtekin í austurborginni þegar hún framvísaði fölsuðum lyfseðli. Kalmaður á fertugsaldri sem tengdist málinu var síðan færður á lögreglustöð. Í íbúð hans fundust ætluð fíkniefni. 25.4.2007 15:37
Tveir karlmenn í vinnuslysum í Kópavog Tveir karlmenn á þrítugsaldri lentu í vinnuslysum í Kópavogi í gær. Annar var að taka steypumót utan af veggjum þegar hann féll aftur fyrir sig. Fallið var ekki mjög hátt en maðurinn fann fyrir eymslum í baki. 25.4.2007 15:22
Silfur í hópi heitustu staða heims Veitingastaðurinn Silfur á Hótel borg er hópi heitustu veitingastaða heims samkvæmt tímaritinu Condé Nast Traveler. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá eigendum veitingastaðarins sendi blaðið fulltrúa sína til 30 landa til að leita nýrra veitingastaða sem standast ýtrustu gæðakröfur. 25.4.2007 15:16
Friðland í Þjórsárverum verði stækkað strax Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stækka þegar í stað friðlandið í Þjórsárverum í samræmi við tillögu Umhverfisstofnunar við undirbúning Náttúruverndaráætlunar. 25.4.2007 14:34
Skemmdir unnar á skiltum Framsóknar Skemmdir voru unnar á auglýsingaskiltum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi á Egilsstöðum í nótt og eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá flokknum er þetta í annað skiptið á örfáum dögum sem þetta er gert. 25.4.2007 14:21
Sorpbrennslustöð á Húsavík skemmdist í bruna Sorpbrennslustöðin á Húsavík skemmdist töluvert í bruna í gærkvöld og verður ekki hægt að brenna sorp þar á næstunni. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var tilkynnt um eldinn korter í tíu í gærkvöld og var þá allt tiltækt slökkvilið hvatt á vettvang. 25.4.2007 14:09
List án landamæra hefst á morgun List án landamæra hefst í Reykjavík á morgun. Á hátíðinni vinna margir ólíkir hópar saman að mismunandi listaverkum. Listahátíðinni er ætlað að gera fólk með fötlun eða þroskaskerðingu meira áberandi í listinni, en eins og aðstandendur hátíðarinnar segja er hæfileikafólk á hverju strái, en skortir oft tækifæri til að koma sér á framfæri. 25.4.2007 13:45
Ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík suður kynnt í kvöld Fimmti kosningafundur Stöðvar 2 hefst laust fyrir klukkan sjö í kvöld þegar oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavíkurkjördæmi suður takast á um stefnumál sín. 25.4.2007 13:15
Ný ríkisstjórn getur ógilt varnarsamninginn við Noreg án skaða Ný ríkisstjórn getur fallið frá samningi Íslands og Noregs um samstarf í varnar- og öryggismálum án mikils skaða að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Hann hefur boðað harðorða bókun gegn samninginum í utanríkismálanefnd Alþingis. 25.4.2007 13:00
Rannsókn á peningafölsunum langt komin Rannsókn lögreglu á fölsuðu peningaseðlunum sem nú eru í umferð hér á landi er komin vel á veg. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kemst lögregla undantekningarlaust að því hverjir eiga hlut að máli. 25.4.2007 12:45