Innlent

List án landamæra hefst á morgun

List án landamæra hefst í Reykjavík á morgun. Á hátíðinni vinna margir ólíkir hópar saman að mismunandi listaverkum. Listahátíðinni er ætlað að gera fólk með fötlun eða þroskaskerðingu meira áberandi í listinni, en eins og aðstandendur hátíðarinnar segja er hæfileikafólk á hverju strái, en skortir oft tækifæri til að koma sér á framfæri.

Landssamtökin Þroskahjálp, Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaðra, Átak, félag fólks með þroskahömlun, Öryrkjabandalagið og Hitt húsið eru samstarfsaðilar í stjórn Listar án landamæra.

Þess má geta að á laugardag er ætlunin að mynda mannlega keðju eða hring í kringum Reykjavíkurtjörn. Stefnt er að því að hátíðin verði árleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×