Fleiri fréttir

BSRB með undirskriftaherferð til eflingar almannaþjónustu

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur hafið undirskriftaherferð til eflingar almannaþjónustu . Herferðin er liður í alþjóðlegri undirskriftaherferð evrópskra verkalýðshreyfinga en markmiðið er að safna yfir milljón undirskriftum.

Kaupmáttur jókst um 56 prósent frá 1994-2005

Kaupmáttur á hvern íbúa landsins jókst um 56 prósent frá árinu 1994-2005 samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birtir í dag um ráðstöfunartekjur heimilisgeirans eins og það er nefnt. Ráðstöfunartekjur á mann hækkuðu að meðaltali um 4,2 prósent á tímabilinu.

Skemmdarvargar í Hveragerði

Alls voru 56 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í vikunni sem leið. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og tveir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá braust óprúttinn þjófur inn í bíl í Hveragerði og stal myndavél og um eitt hundrað geisladiskum. Miklar skemmdir voru unnar í gróðrastöðinni Fagrahvammi á fimmtudaginn.

Kvenréttindakonur fagna jöfnu kynjahlutfalli

Fjöldi kvenna í stjórnum íslenskra lífeyrissjóða hefur farið vaxandi á undanförnum árum og í dag eru stjórnir þriggja sjóða með jafnt kynjahlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvenréttindafélagi Íslands. Kvenréttindakonur hafa í tilefni af þessu ákveðið að afhenda sjóðunum þremur blóm á morgun í viðurkenningarskyni.

Þurftu að flýja heimili sín

Nokkrir þurftu að flýja heimili sín á Sauðárkróki í nótt vegna skemmda á íbúðum þeirra. Hreinsun hófst á ný snemma í morgun og miðar vel. Vitað er að neðanjarðar timburstokkur gaf sig með þeim afleiðingum að aurflóðið féll fram af Nöfunum fyrir ofan Sauðárkrók á meðan starfsmenn RARIK unnu að viðgerð á honum.

Hlupu nakin um götur Akureyrar

Gríðarlegt annríki var hjá lögreglu á Akureyri í gær þar sem mikill fjöldi unglinga var í bænum langt fram á morgun. Lögregla segir þó að nóttin hafi gengið vonum framar.

Þurfa að flytja tímabundið vegna aurflóðs

Gríðarlegt eignatjón varð á Sauðárkróki í morgun þegar vatnsstokkur fyrir ofan bæinn sprakk. Mikið mildi þykir að ekki fór fer þegar vatnselgurinn steyptist niður Nafirnar. Hreinsunarstarf tekur nokkurn tíma og því þurfa tvær fjölskyldur að flytjast búferlum á meðan.

Hlutu bæði rússneska kosningu í embætti

Landsfundi Sjálfstæðismanna lauk í dag með kosningum í miðstjórn flokksins og í embætti formanns og varaformanns. Bæði formaður og varaformaður flokksins fengu rússneska kosningu í embættin.

Þrír flokkar vilja græna skatta

Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi.

Skuldayfirlýsing skaðar líklega ekki VSP

Skuldayfirlýsingin sem framkvæmdarstjóri VSP gaf út kemur líklega ekki til með að skaða fyrirtækið. Snarræði starfsmanna þjónustunnar í síðustu viku gerði það að verkum að að hægt var að kalla yfirlýsinguna til baka.

Búfjárrækt stunduð á um þrjú þúsund býlum

Um 4.300 lögbýli eru í ábúð á Íslandi og er búfjárrækt stunduð á þrjú þúsund þeirrra. Þetta kemur fram í nýjum bæklingi Bændasamtaka Íslands sem nefnist Sveit og borg - saman í starfi og hefur að geyma helstu hagstærðir í landbúnaði.

Hvalreki í Þorlákshafnarfjöru

Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um hvalreka í fjörunni austan við Þorlákshöfn um hálftvö í dag. Að sögn lögreglunnar er skepnan um 10-12 metrar á lengd en ekki er vitað um hvaða tegund er að ræða. Hvalurinn er í flæðarmálinu en ekki liggur fyrir hvað varð dýrinu að aldurtila.

Hreinsunarstarf á Króknum fram á kvöld

Hreinsunarstarf á Sauðárkróki eftir að aurflóð féllu þar á hús og vegi í morgun gengur vel að sögn lögreglu en hún reiknar með að ekki verið lokið við að moka aurnum burt fyrr en í kvöld.

Enn á gjörgæsludeild eftir sundlaugarslys

Maðurinn sem slasaðist á hálsi þegar hann stakk sér í grunnan hluta Laugardalslaugar á föstudagskvöld er enn á gjörgæsludeild en er kominn úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi lækniS er hann á batavegi en verður áfram til eftirlits á gjörgæslu.

Vill áframhaldandi umboð til að stýra ríkisstjórninni

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni við fundarslit á landsfundi flokksins í dag að hann byði sig fram til að stýra ríkisstjórninni áfram og að hann væri sannfærður um að það myndi takast með stuðningi allra sjálfstæðismanna.

Þorgerður endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var í dag endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í Laugardalshöll. Alls greiddu 979 manns atkvæði kjörinu og hlaut Þorgerður Katrín 894 atkvæði eða 91,3 prósent.

Ekki ákveðið hvort frekari hvalveiðikvóti verði gefinn út

Íslensk stjórnvöld hafa ekki ákveðið hvort hvalveiðum verður haldið áfram og það veltur töluvert á því hvort markaður er fyrir hvalaafurðirnar. Þetta segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag.

Brynhildur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin í ár

Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin í ár fyrir bækurnar Njálu, Eglu og Laxdælu sem komu út á árunum 2002-2006. Verðlaunin eru heiðursverðlaun sem samtök norrænna skólasafnakennara standa að.

Ríkisstjórnin heldur velli

Ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Vinstri -grænir tapa fylgi og fara niður fyrir Samfylkingu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir líka við sig. Könnunin var gerð í gær þegar landsfundir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks voru í fullum gangi.

Loftræstikerfi sjúkrahúss lokað vegna sinubruna

Loka þurfti loftræstiskerfi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vegna sinubruna í gærkvöld. Öll vakt slökkviliðsins var kölluð út til að slökkva eldinn og gekk það greiðlega.

Kristinnn í bílveltu á Steingrímsfjarðarheiði

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður velti bíl sínum við Steingrímsfjarðarheiði í gærkvöld. Í samtali við fréttastofu sagðist Kristinn hafa verið á leið frá Ísafirði eftir kosningafund Frjálslynda flokksins í bænum þegar bíll hann rann út af í krapa og bleytu og valt

Ómar og Margrét leiða Íslandshreyfinguna í Reykjavík

Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, og Margrét Sverrisdóttir, varaformaður flokksins, leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Flokkurinn tilkynnti um fimm eftstu sætin í kjördæmunum í dag.

Erill hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og fram undir morgun þótt málin sem upp hafi komið teljist öll minni háttar. Átta manns voru teknir fyrir ölvunarakstur í eftirliti lögreglu á höfðuborgarsvæðinu.

Hálkublettir á Hellisheiði

Vegagerðin varar við hálkublettum á Hellisheiði. Á Vestfjörðum er snjóþekja á Hálfdán en mokstur stendur yfir, snjóþekja er á Eyrarfjalli, þæfingur er á Hrafnseyraheiði og Dynjandisheiði. Að öðru leyti eru vegir víðast hvar auðir um allt land.

Sendi sjálfri sér fíkniefni til Eyja með flugi

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók í gær konu á þrítugsaldri með nokkrar tegundir fíkniefna. Konan hafði sent sjálfri sér efnin með flugi frá Reykjavík og lögregla fengið pata af því og þegar hún sótti efnin á flugvöllinn var hún handtekin.

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýkur í dag

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýkur í dag klukkan tvö með ræðu formannsins. Ályktanir í sex málaflokkum voru afgreiddar í gær þar sem meðal annars kom fram að flokkurinn ætlar á næstu misserum að fella niður stimpilgjöld, lækka skatta einstaklinga og fyrirtækja og einfalda skattkerfið.

Hús í Vestmannaeyjum eyðilagðist í eldi

Stálgrindarhús í Vestmannaeyjum eyðilagðist í bruna í nótt. Húsið var áður kennt við Sæfellsbúið í Vestmannaeyjum en þar var eggjabú þar til fyrir nokkrum árum. Húsið stendur sunnarlega á Heimaey á leiðinni út að Stórhöfða.

Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst

Sjálfstæðisflokkur fengi 29 þingmenn, væri gengið til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi Vinstri grænna dalar verulega frá síðustu könnun og er nú tæp sautján prósent.

Kvartmilljón í dagsektir fyrir að vanrækja tilkynningar

Fyrirtækið Mest efh. þarf að greiða 250 þúsund krónur í dagssektir vegna ófullnægjandi tilkynningaskyldu um samruna þriggja fyrirtækja sem áttu sér stað í fyrra og árið 2005. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir ólíðandi að fyrirtæki vanræki tilkynningar um samruna fyrirtækja.

Óhjákvæmilegt að fella synjunarvald forseta úr stjórnarskrá

Sjálfstæðismenn telja óhjákvæmilegt að fella úr gildi ákvæði um synjunarvald forseta í stjórnarskrá við þá endurskoðun stjórnarskrár sem nú stendur yfir. Þetta kemur fram í ályktun landsfundar flokksins um réttarfars- og stjórnskipunarmál.

Fatlaðir sýndu vortískuna í Kringlunni

Ungt fólk með fötlun sýndi í dag vortískuna á nýstárlegan hátt. Með tískusýningunni vildu öryrkjar sýna fram á hve ósveigjanlegur veruleiki fatlaðra er.

Mikilvægt að sjálfstæðismenn sýni samstöðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að jálfstæðismenn komi einhuga fram í kosningabaráttunni og nái að taka þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir flokkinn ekki leggja til einkavæðingu í heilbrigðismálum, þótt heilbrigðisverkefni yrðu færð til einkaaðila.

Haukastúlkur unnu þrefalt í vetur

Ljóst varð í dag að Haukastúlkur ynnu alla titla sem í boði voru í vetur þegar þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir 88-77 sigur á Keflavík í fjórða leik liðanna í Keflavík. Haukar unnu einvígið því 3-1.

Kallaður heim frá útlöndum til yfirheyrslu

Viggó Þórir Þórisson, framkvæmdarstjóri verðbréfasjóðs Sparisjóðanna hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna meintrar bókhaldsóreiðu. Framkvæmdastjóranum var fyrirvaralaust vikið úr starfi og þótti málið það alvarlegt að hann var kallaður heim frá útlöndum, en hann var á ferðalagi þegar málið kom upp.

Með hassmola í sokknum á lögreglustöðinni

Heldur óvenjulegt fíkniefnamál kom upp í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar á Suðurnesjum í morgun. Fíkniefnahundur frá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli átti leið um afgreiðsluna og hafði hann mikinn áhuga á manni sem þar var staddur.

25 sækjast eftir 11 sætum í miðstjórn

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri eru í hópi 25 manna sem bjóða sig fram til setu í miðstjórn flokksins á landsfundi sem fram hefur farið síðustu daga og lýkur á morgun. Kosið verður í miðstjórnina á morgun en ellefu manns eru kosnir í stjórnina á landsfundi.

Vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum

Samfylkingin vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og hyggst hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun gegn fátækt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnmálaályktun flokksins sem samþykkt var á landsfundi hans í dag.

Rannveig sjálfkjörin formaður framkvæmdastjórnar

Rannveig Guðmundsdóttir, fráfarandi þingmaður, var í dag kjörin formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í Egilshöll. Hún var ein í framboði og því sjálfkjörin.

Tilræði við sparnað að hækka fjármagnstekjuskatt

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggst algjörlega gegn þeim hugmyndum að hækka fjármagnstekjuskatt og segir slíkt tilræði við sparnað í landinu sem myndi án efa leiða til fjármagnsflótta úr landinu.

Sjá næstu 50 fréttir