Innlent

Erill hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og fram undir morgun þótt málin sem upp hafi komið teljist öll minni háttar. Átta manns voru teknir fyrir ölvunarakstur í eftirliti lögreglu á höfðuborgarsvæðinu.

Á Akureyri var einnig nokkur erill en þar var mannmargt því söngkeppni framhaldsskólanna fór fram í bænum. Málin sem komu upp voru þó öll minni háttar líkt og í höfuðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×