Innlent

Hvalreki í Þorlákshafnarfjöru

Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um hvalreka í fjörunni austan við Þorlákshöfn um hálftvö í dag. Að sögn lögreglunnar er skepnan um 10-12 metrar á lengd en ekki er vitað um hvaða tegund er að ræða. Hvalurinn er í flæðarmálinu en ekki liggur fyrir hvað varð dýrinu að aldurtila. Búið er að tilkynna rekann til viðeigandi stofnana og senda þær fulltrúa sína að skoða skepnuna á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×