Innlent

Fatlaðir sýndu vortískuna í Kringlunni

Ungt fólk með fötlun sýndi í dag vortískuna á nýstárlegan hátt. Með tískusýningunni vildu öryrkjar sýna fram á hve ósveigjanlegur veruleiki fatlaðra er.

Sýningin bar yfirskriftina íslenskur veruleiki - samfélag sem mismunar fólki. Á sama tíma kynnti Öryrkjabandalagið stöðu fatlaðra og helstu áherslumál bandalagsins.

Hópurinn dreifði bæklingum til fólks en tískusýningin vakti mikla athygli gesta í Kringlunni. Í bæklingnum er fólk hvatt til að kynna sér aðstöðu fatlaðra en aðeins fjórðungur öryrkja á íslandi stundar vinnu og grunnlífeyrir fatlaðra er tæpar 25 þúsund krónur.

Þá bendir Öryrkjabandalagið á að þúsundir fatlaðra lifi við fátækt en hafa beri í huga að líf og dagleg tilvera fatlaðra sé að mörgu leyti dýrari en ófatlaðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×