Innlent

Búfjárrækt stunduð á um þrjú þúsund býlum

MYND/Vilhelm

Um 4.300 lögbýli eru í ábúð á Íslandi og er búfjárrækt stunduð á þrjú þúsund þeirrra. Þetta kemur fram í nýjum bæklingi Bændasamtaka Íslands sem nefnist Sveit og borg - saman í starfi og hefur að geyma helstu hagstærðir í landbúnaði.

Tölurnar sýna enn fremur að nærri tvö þúsund sauðfjárbú eru starfandi í landinu og nærri átta hundruð kúabú. Hins vegar hefur svínabúum fækkað ört á síðustu tíu árum, úr 86 í 22. Þá eru 22 minkabú á landinu og eitt refabú og enn fremur eru um 3.500 þátttakendur í hrossaskýrsluhaldi.

200 framleiðendur stunda garðyrkju og þá eruskógarbændur ábúendur á um 700 lögbýlum á öllu landinu og gróðursetja 70-80 prósent af allri nýplöntun á hverju ári. Enn fremur eru 150 ferðaþjónustubæir innan Ferðaþjónustu bænda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×