Innlent

Rætt um framtíð landbúnaðarins á fjórum fundum

MYND/GVA

Bændasamtök Íslands og frambjóðendur til Alþingis standa á næstu dögum fyrir fjórum fundum um stöðu og framtíð landbúnaðarins. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökunum verða fundir í fjórum kjördæmum og mun heimamaður fara yfir umfang landbúnaðar í kjördæminu, Haraldur Benediksson, formaður Bændasamtakanna, fjallar um landbúnað á landsvísu og fulltrúar frá framboðslistum kynna sínar áherslur.

Fyrsti fundurinn verður haldinn í Félagsgarði í Kjós þriðjudaginn 17. apríl, annar fer fram í Árhúsum á Hellu 23. apríl, sá þriðji í Menntaskólanum á Egilsstöðum 25. apríl og sá síðasti í Staðarflöt í Hrútafirði 30. apríl. Allir fundirnir hefjast kl. 20.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×