Fleiri fréttir Monu Sahlin vel gætt Monu Sahlin, leiðtoga sænskra jafnaðarmanna, er vel gætt en fjórir lífverðir fylgja henni hvert fótmál í heimsókn hennar hingað til lands. Öryggæsgsæsla ráðherra og stjórnmálaleiðtoga í Svíþjóð var hert verulega eftir morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra árið 2003. 14.4.2007 12:30 Réttlætismál að einstæðar konur komist í tæknifrjóvgun Geir H Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé réttlætismál að einstæðar konur fái að fara í tæknifrjóvgun. Einstæðar konur sem vilja fara í slíka aðgerð þurfa nú að leita út fyrir landsteinana. 14.4.2007 12:15 Samfylkingin ætlar að breyta eftirlaunalögum Samfylkingin ætlar að breyta lögum um eftirlaun ráðamanna komist flokkurinn í ríkisstjórn að loknum kosningum þannig að meira jafnræði komist á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Formaður flokksins sagði í setningarræðu að eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar yrði að taka Ísland af lista hinna viljugu þjóða. 14.4.2007 12:00 Ársreikningar samþykktir með 63 milljóna króna afgangi Ársreikningar Samfylkingarinnar voru samþykktir á landsfundi flokksins í Egilshöll morgun með rúmlega 63 milljóna króna afgangi, sem gerir meira en standa undir afborgunum flokksins af langtímaskuldum að því er segir á heimasíðu flokksins. Sýnt er beint frá fundinum í dag svo og frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.. 14.4.2007 11:15 Erill hjá lögreglunni á Suðurnesjum Nokkur erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt og gistu fimm mennn fangageymslur í nótt. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur en hann mældist á 119 kílómetra hraða þar sem hámarksráði er 90 kílómetrar. 14.4.2007 10:45 Unglingspiltar teknir fyrir innbrot í nótt Þrír piltar brutust inn Bónusvídeó við Laugalæk í Reykjavík í nótt. Öryggisverðir Securitas létu lögreglu vita og þegar hún kom á staðinn voru piltarnir á bak og burt. 14.4.2007 10:30 Efri-Brú verður Ásgarður Guðmundur Týr Þórarinsson, framkvæmdarstjóri Götusmiðjunnar hefur fengið samþykki sveitarstjórnar í Grímsnesi og Grafningi fyrir að breyta nafninu á Efri-Brú. 14.4.2007 10:15 Óveður á Vestfjörðum Vegagerðin varar við óveðri á Vestfjörðum. Hún segir krapa á Steingrímsfjarðarheiði, hálku á Hálfdáni, snjóþekju á Hrafnseyraheiði og Dynjandisheiði en að öðru leyti eru vegir greiðfærir. Í öðrum landshlutum eru vegir víðast hvar auðir. 14.4.2007 10:06 Á 167 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi 17 ára gamall ökumaður var tekinn á 167 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi milli Dalvíkur og Akureyrar um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum og missir þau í lágmark eitt ár. 14.4.2007 10:00 Björguðu erlendum ferðamönnum af Langjökli Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi var kölluð út í gærkvöldi til að ná í fjóra erlenda ferðamenn sem voru á gangi upp á Langjökli. Mennirnir höfðu verið á nokkura daga göngu á jöklinum og voru komir að jökulröndinni hvar ferðaþjónusta ætlaði að sækja þá. 14.4.2007 09:51 Slasaðist á hálsi í Laugardalslaug Karlmaður slasaðist á hálsi eftir að hann rak höfuðið í botn Laugardalslaugar á níunda tímanum í gær. Líklegt er talið að hann hafi stungið sér í grunnan hluta laugarinnar og slasast þannig. Kallað var á sjúkrabíl sem flutti manninn á Landspítalann. 14.4.2007 09:30 Ferðamennirnir bíða enn björgunnar. Björgunnarsveitarmenn voru kallaðir út frá Borgarnesi um klukkan 21:30 í kvöld til þess að ná í fjóra erlenda ferðamenn sem voru á gangi upp á Langjökli. Ferðaþjónustuaðili sem átti að sækja mennina sat fastur og komst því ekki til móts við þá. 13.4.2007 23:43 Sjálfstæðisflokkurinn vill heilbrigðisráðuneytið Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn hafi mikinn áhuga á að fá heilbrigðisráðuneytið í sinn hlut að loknum kosningum og taka þar upp fleiri rekstrarform en nú þekkjast. 13.4.2007 21:48 Vaðandi í hundaskít Hundaskítur gerir trillukörlum á Akureyri lífið leitt þessa dagana og stofnar matvælaiðnaði þeirra í voða að sögn trillukarls. Hundaeigendur eru sakaðir um fullkomið virðingarleysi gagnvart sjómönnum. 13.4.2007 21:07 ESSO verður N1 Olíufélagið Esso og Bílanaust heita nú eftir sameininguna N1. Hermann Guðmundsson forstjóri N1, segir nafnið hafa orðið fyrir valinu til að undirstrika þann metnað fyrirtækisins að vera í forystu hvað varðar góða þjónustu við bíleigendur, fólk á ferðinni og fyrirtækin í landinu. 13.4.2007 20:34 VG: Engar frekari stóriðjuákvarðanir Flokksstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs beinir tilmælum til formanna stjórnarflokkanna og um leið iðnaðarráðherra að öllum undirbúningi og hvers kyns aðgerðum er tengjast stórvirkjunum og uppbyggingu frekari stóriðju verði hætt. Krafa stjórnar VG er að ekkert verði frekar aðhafst og engar frekari ákvarðanir teknar á þessu sviði fram yfir kosningar 12. maí nk. og þar til nýr þingmeirihluti og ný ríkisstjórn hefur tekið til starfa. 13.4.2007 19:58 Tveir stórir árekstrar Tveir stórir árekstrar urðu á sama tíma á Miklubraut austan við Grensássveg um klukkan 17 í dag. Í öðrum árekstrinum voru fjórir bílar en í hinum þrír bílar. Í báðum tilvikum er um aftanákeyrslu að ræða. Engin slys urðu á fólki. 13.4.2007 19:37 Ekki vinsælt að gifta sig föstudaginn þrettánda Þrátt fyrir að giftingar séu gjarnan hjá Sýslumanninum í Reykjavík á föstudögum, var engin slík í dag, föstudaginn þrettánda. Prestur sem Stöð 2 ræddi við segir það ekki koma sér á óvart þar sem dagsetning skipti miklu máli þegar stórar ákvarðanir eru teknar. Sumir líta þó á daginn sem áskorun. 13.4.2007 19:14 Vænta mikils af samvinnu við Ingibjörgu Mona Sahlin leiðtogi sænskra jafnaðarmanna og Helle Thorning-Schmidt leiðtogi danskra jafnaðarmanna segja að jafnaðarmenn á Norðurlöndum vænti mikils af samvinnu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ef Samfylkingin kemst til valda á Íslandi. Þær eru sérstakir gestir á landsfundi flokksins. 13.4.2007 19:09 Grjóthrun í Óshlíð Ófært er um Dynjandisheiði og ekki gert ráð fyrir að opna hana fyrr en eftir helgi. Vegfarendur um Óshlíð eru beðnir að sýna varúð vegna grjóthruns. Annars eru vegir víðast hvar auðir á láglendi en lítilsháttar krapi eða hálka er þó á stöku fjallvegum. 13.4.2007 19:03 Prestar í Digraneskirkju biðjast afsökunar Sóknarprestar í Digraneskirkju biðjast afsökunar á því að hafa neitað að ferma stúlku úr Fríkirkjunni. Þeir segjast harma að hafa valdið stúlkunni og fjölskyldu hennar sársauka vegna málsins. 13.4.2007 18:58 Núverandi stjórn heldur velli Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Íslandshreyfing missa fylgi samkvæmt nýjustu könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir RÚV. Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Frjálslyndir juku við sig fylgi. Á meðan fylgi Baráttuhreyfingarinnar stendur í stað með 1% fylgi. Samkvæmt þessu munu stjórnarflokkarnir tveir mælast með 47% fylgi en Kaffibandalagið svokallaða vera með 49% fylgi. 13.4.2007 18:39 Námsmenn fá frítt í strætó Stjórn Stúdentaráðs samþykkti í dag ályktun þar sem nýrri vistvænni áætlun Reykjavíkurborgar er fagnað. Ráðið telur ályktunina mikið framfaraskref og fagnar sérstaklega þeim tíðindum að næsta haust fái reykvískir námsmenn frítt í strætó. Stjórn SHÍ skorar á borgarstjórn að hafa frítt í strætó fyrir námsmenn til frambúðar. Jafnframt skora þeir á hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að taka sér Reykjavíkurborg til fyrirmyndar. 13.4.2007 17:47 Sömu laun fyrir sömu vinnu Svæðisfélag Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri og nágrenni mótmælir harðlega þeim launamismun sem viðgengst milli hjúkrunarfræðinga sem starfa á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri annars vegar og Landspítala-Háskólasjúkrahúsi í Reykjavík hins vegar. Jafnframt er þess krafist, að gerð verði könnun á því hvort viðgangist launamismunur innan fleiri hópa heilbrigðisgeirans eftir búsetu þeirra. Ríkið ætti að greiða starfsfólki sínu sömu laun fyrir sömu vinnu og ábyrgð óháð því hvar viðkomandi er búsettur á landinu. Allt annað er óþolandi undansláttur frá því markmiði að tryggja öllum landsmönnum jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, segja Vinstri grænir. 13.4.2007 17:36 Ríkisstjórnin hefur sent heimilunum 38 milljarða reikning Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í Egilshöll í dag að ríkisstjórnin hefði sent heimilum landsins 38 milljarða króna reikning vegna verðbólgu og ofurvaxta á þessu ári. 13.4.2007 17:10 Mogginn kaupir allt Blaðið Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur keypt allt hlutafé í Ári og degi, útgáfufélagi Blaðsins. Seljendur eru þeir Karl Garðarsson, Sigurður G. Guðjónsson og Steinn Kári Ragnarsson. Í framhaldi af kaupunum verður starfsemi fyrirtækjanna sameinuð undir merkjum Árvaks. Fyrir kaupin átti Árvakur um helming alls hlutafjár í Ár og degi. 13.4.2007 16:50 Sinfóníutónleikum á Ísafirði frestað vegna veðurs Fyrirhuguðum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fara áttu fram á Ísafirði í kvöld hefur verið aflýst. Flugvélum var snúið til baka þegar sýnt þótti að veðrið væri orðið of slæmt til lendingar á Ísafjarðarflugvelli. 13.4.2007 16:43 Hálfhífaður ökumaður með smábarn í bílnum Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gærkvöldi ökumann vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaðurinn, karlmaður á fimmtugsaldri, reyndist vera rétt undir leyfilegum mörkum en var samt látinn hætta akstri enda með smábarn í bílnum. Alls voru tveir karlmenn teknir fyrir ölvunarakstur í austurborginni í gær og var annar þeirra hátt á áttræðisaldri. 13.4.2007 16:20 Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Bein útsending er á Vísi frá setningu landsfundar Samfylkingarinnar í Egilshöll. Þar mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, flytja ræðu sína og væntanlega fjalla um þau mál sem flokkurinn leggur áherslu á í kosningabaráttunni. 13.4.2007 16:03 Prestar biðjast afsökunar Prestar Digraneskirkju hafa beðist afsökunar á því að hafa neitað að ferma unga stúlku á þeim forsendum að hún væri ekki skráð í Þjóðkirkjuna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem prestarnir sendu frá sér í dag. Þeir harma hafa valdið stúlkunni og fjölskyldu hennar sárindum. 13.4.2007 15:40 Fagna áfangasigri í verndun Jökulsánna í Skagafirði Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði fagnar þeim áfanga sem náðst hefur í verndun þeirra með því að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi dregið til baka tillögur sem gera ráð fyrir Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. 13.4.2007 15:28 Ný þjónustumiðstöð fyrir skemmtiferðaskip í Sundahöfn Ný þjónustumiðstöð með aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa verður tekin í notkun í Sundahöfn í júlí í sumar. Eftir því sem fram kemur í fréttabréfi Ferðamálastofu verður húsið 360 fermetrar. 13.4.2007 15:17 Gólfflötur Leifsstöðvar á við átta knattspyrnuvelli Breytingum og stækkunum á Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 7 milljarða króna sem staðið hafa yfir undanfarin 4 ár er lokið - í bili alla vega - en á morgun fagnar stöðin 20 ára afmæli sínu. 13.4.2007 15:06 Lést þegar hann féll útbyrðis af bát sínum Sjómaðurinn sem fannst látinn í gær eftir að hann féll fyrir borð af báti sínm úti fyrir Vopnafirði hét Guðmundur Ragnarsson. Hann var 65 ára og til heimilis að Hafnarbyggð 23 á Vopnafirði. Guðmundur lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. 13.4.2007 14:45 Með hjólabrettamenn í eftirdragi Lögreglumenn í Kópavogi þurftu í gær að hafa afskipti af ungum ökumanni sem var með tvo hjólabrettamenn í eftirdragi á bíl sínum. Fram kemur í frétt frá lögreglunni að maðurinn maðurinn hafi verið stöðvaður samstundis og hjólabrettamönnunum gert að sleppa takinu á bílnum. 13.4.2007 14:37 Braut fingur þegar hann kastaði sprengju Slysin gera sjaldan boð á undan sér og stundum eru þau all sérkennileg. Þannig fingurbrotnaði sextán ára drengur í Kópavogi í gær þegar hann datt í sömu mund og hann var að kasta frá sér heimatilbúinni sprengju. Drengurinn var að leik með vini sínum en við nánari eftirgrennslan fann lögreglan umtalsvert magn af sprengjum í fórum félaganna. 13.4.2007 14:36 Gljúfrastofa opnuð í Ásbyrgi á fimmtudag Gestastofa og upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins í Ásbyrgi, sem nefnd hefur verið Gljúfrastofa, verður opnuð á sumardaginn fyrsta. Stofan, sem er um 550 fermetra að flatarmáli, mun meðal annars hýsa sýningu um náttúru og sögu svæðisins. 13.4.2007 13:51 Saka Kópavogsbæ um að standa ekki við gerða samninga Félagsmenn í Hestamannafélaginu Gusti sakar Kópavogsbæ um að standa ekki við gerða samninga við félagið, meðal annars um flutning félagsins á Kjóavelli. 13.4.2007 13:43 Ríkið dæmt skaðabótaskylt vegna galla á útboði Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag rétt Hópbílaleigunnar til að sækja ríkið um skaðabætur vegna galla á framkvæmdum við útboð á skólaakstri. Mögulegt er að ríkið hafi einnig skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart skólanemendum á Suðurnesjum að mati framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Tilboð Hópbílaleigunnar var um 15 milljón krónum lægra en það tilboð sem var samþykkt. 13.4.2007 13:28 Fyrirspurnartími hjá ráðherrum á landsfundi Landsfundur sjálfstæðismanna hélt áfram í morgun með almennum umræðum. Eftir hádegishlé, um klukkan tvö, er svo komið að fyrirspurnartíma ráðherra flokksins en þar munu fimm ráðherrar svara spurningum landsfundargesta. 13.4.2007 13:13 Greiddu rúman milljarð til umhverfismála Orku- og veitufyrirtæki greiddu samtals um 2,3 milljarða króna til landeiganda og veiðirétthafa á árunum 2001 til 2006. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja. Þá settu fyrirtækin á tímabilinu rúman milljarð í verkefni á sviði umhverfismála. 13.4.2007 12:56 Eiga bótakröfu á speglabeyglara ef hann verður sakfelldur Lögreglan handtók í nótt mann sem hafði gengið berserksgang um vesturbæ Reykjavíkur og barið og beyglað spegla á minnst 27 bílum. Ljóst er að ef verknaðurinn sannast á hinn handtekna eiga bíleigendur bótakröfu á hann. 13.4.2007 12:45 Nærri tveir þriðju vilja atkvæðagreiðslu um frekar stóriðju Ríflega sex af hverjum tíu landsmönnum vilja að ákvarðanir um frekari stóriðju verði settar í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt nýrri könnun Gallup. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að 38 prósent svarenda sögðust mjög hlynnt því og 22,8 prósent frekar hlynnt. 13.4.2007 12:31 Eldur kom upp í línubát Eldur kom upp í vélarrúmi línubátsins Rúnars frá Bolungarvík í mynni Ísafjarðardjúps í gærkvöldi. Tveir voru um borð en þeim tókst að slökkva eldinn. Báturinn varð hins vegar aflvana og þurfti að draga hann til hafnar. 13.4.2007 12:30 Hjörleifur hvetur Ómar til að draga framboð til baka Hjörleifur Guttormsson, frambjóðandi Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, hvetur Ómar Ragnarsson og félaga til að draga til baka framboð Íslandshreyfingarinnar. Ómar segist hins vegar halda ótrauður áfram og að Íslandshreyfingin sé valkostur fyrir umhverfissinna sem ekki vilja kjósa til vinstri. 13.4.2007 12:27 Sjá næstu 50 fréttir
Monu Sahlin vel gætt Monu Sahlin, leiðtoga sænskra jafnaðarmanna, er vel gætt en fjórir lífverðir fylgja henni hvert fótmál í heimsókn hennar hingað til lands. Öryggæsgsæsla ráðherra og stjórnmálaleiðtoga í Svíþjóð var hert verulega eftir morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra árið 2003. 14.4.2007 12:30
Réttlætismál að einstæðar konur komist í tæknifrjóvgun Geir H Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé réttlætismál að einstæðar konur fái að fara í tæknifrjóvgun. Einstæðar konur sem vilja fara í slíka aðgerð þurfa nú að leita út fyrir landsteinana. 14.4.2007 12:15
Samfylkingin ætlar að breyta eftirlaunalögum Samfylkingin ætlar að breyta lögum um eftirlaun ráðamanna komist flokkurinn í ríkisstjórn að loknum kosningum þannig að meira jafnræði komist á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Formaður flokksins sagði í setningarræðu að eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar yrði að taka Ísland af lista hinna viljugu þjóða. 14.4.2007 12:00
Ársreikningar samþykktir með 63 milljóna króna afgangi Ársreikningar Samfylkingarinnar voru samþykktir á landsfundi flokksins í Egilshöll morgun með rúmlega 63 milljóna króna afgangi, sem gerir meira en standa undir afborgunum flokksins af langtímaskuldum að því er segir á heimasíðu flokksins. Sýnt er beint frá fundinum í dag svo og frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.. 14.4.2007 11:15
Erill hjá lögreglunni á Suðurnesjum Nokkur erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt og gistu fimm mennn fangageymslur í nótt. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur en hann mældist á 119 kílómetra hraða þar sem hámarksráði er 90 kílómetrar. 14.4.2007 10:45
Unglingspiltar teknir fyrir innbrot í nótt Þrír piltar brutust inn Bónusvídeó við Laugalæk í Reykjavík í nótt. Öryggisverðir Securitas létu lögreglu vita og þegar hún kom á staðinn voru piltarnir á bak og burt. 14.4.2007 10:30
Efri-Brú verður Ásgarður Guðmundur Týr Þórarinsson, framkvæmdarstjóri Götusmiðjunnar hefur fengið samþykki sveitarstjórnar í Grímsnesi og Grafningi fyrir að breyta nafninu á Efri-Brú. 14.4.2007 10:15
Óveður á Vestfjörðum Vegagerðin varar við óveðri á Vestfjörðum. Hún segir krapa á Steingrímsfjarðarheiði, hálku á Hálfdáni, snjóþekju á Hrafnseyraheiði og Dynjandisheiði en að öðru leyti eru vegir greiðfærir. Í öðrum landshlutum eru vegir víðast hvar auðir. 14.4.2007 10:06
Á 167 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi 17 ára gamall ökumaður var tekinn á 167 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi milli Dalvíkur og Akureyrar um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum og missir þau í lágmark eitt ár. 14.4.2007 10:00
Björguðu erlendum ferðamönnum af Langjökli Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi var kölluð út í gærkvöldi til að ná í fjóra erlenda ferðamenn sem voru á gangi upp á Langjökli. Mennirnir höfðu verið á nokkura daga göngu á jöklinum og voru komir að jökulröndinni hvar ferðaþjónusta ætlaði að sækja þá. 14.4.2007 09:51
Slasaðist á hálsi í Laugardalslaug Karlmaður slasaðist á hálsi eftir að hann rak höfuðið í botn Laugardalslaugar á níunda tímanum í gær. Líklegt er talið að hann hafi stungið sér í grunnan hluta laugarinnar og slasast þannig. Kallað var á sjúkrabíl sem flutti manninn á Landspítalann. 14.4.2007 09:30
Ferðamennirnir bíða enn björgunnar. Björgunnarsveitarmenn voru kallaðir út frá Borgarnesi um klukkan 21:30 í kvöld til þess að ná í fjóra erlenda ferðamenn sem voru á gangi upp á Langjökli. Ferðaþjónustuaðili sem átti að sækja mennina sat fastur og komst því ekki til móts við þá. 13.4.2007 23:43
Sjálfstæðisflokkurinn vill heilbrigðisráðuneytið Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn hafi mikinn áhuga á að fá heilbrigðisráðuneytið í sinn hlut að loknum kosningum og taka þar upp fleiri rekstrarform en nú þekkjast. 13.4.2007 21:48
Vaðandi í hundaskít Hundaskítur gerir trillukörlum á Akureyri lífið leitt þessa dagana og stofnar matvælaiðnaði þeirra í voða að sögn trillukarls. Hundaeigendur eru sakaðir um fullkomið virðingarleysi gagnvart sjómönnum. 13.4.2007 21:07
ESSO verður N1 Olíufélagið Esso og Bílanaust heita nú eftir sameininguna N1. Hermann Guðmundsson forstjóri N1, segir nafnið hafa orðið fyrir valinu til að undirstrika þann metnað fyrirtækisins að vera í forystu hvað varðar góða þjónustu við bíleigendur, fólk á ferðinni og fyrirtækin í landinu. 13.4.2007 20:34
VG: Engar frekari stóriðjuákvarðanir Flokksstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs beinir tilmælum til formanna stjórnarflokkanna og um leið iðnaðarráðherra að öllum undirbúningi og hvers kyns aðgerðum er tengjast stórvirkjunum og uppbyggingu frekari stóriðju verði hætt. Krafa stjórnar VG er að ekkert verði frekar aðhafst og engar frekari ákvarðanir teknar á þessu sviði fram yfir kosningar 12. maí nk. og þar til nýr þingmeirihluti og ný ríkisstjórn hefur tekið til starfa. 13.4.2007 19:58
Tveir stórir árekstrar Tveir stórir árekstrar urðu á sama tíma á Miklubraut austan við Grensássveg um klukkan 17 í dag. Í öðrum árekstrinum voru fjórir bílar en í hinum þrír bílar. Í báðum tilvikum er um aftanákeyrslu að ræða. Engin slys urðu á fólki. 13.4.2007 19:37
Ekki vinsælt að gifta sig föstudaginn þrettánda Þrátt fyrir að giftingar séu gjarnan hjá Sýslumanninum í Reykjavík á föstudögum, var engin slík í dag, föstudaginn þrettánda. Prestur sem Stöð 2 ræddi við segir það ekki koma sér á óvart þar sem dagsetning skipti miklu máli þegar stórar ákvarðanir eru teknar. Sumir líta þó á daginn sem áskorun. 13.4.2007 19:14
Vænta mikils af samvinnu við Ingibjörgu Mona Sahlin leiðtogi sænskra jafnaðarmanna og Helle Thorning-Schmidt leiðtogi danskra jafnaðarmanna segja að jafnaðarmenn á Norðurlöndum vænti mikils af samvinnu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ef Samfylkingin kemst til valda á Íslandi. Þær eru sérstakir gestir á landsfundi flokksins. 13.4.2007 19:09
Grjóthrun í Óshlíð Ófært er um Dynjandisheiði og ekki gert ráð fyrir að opna hana fyrr en eftir helgi. Vegfarendur um Óshlíð eru beðnir að sýna varúð vegna grjóthruns. Annars eru vegir víðast hvar auðir á láglendi en lítilsháttar krapi eða hálka er þó á stöku fjallvegum. 13.4.2007 19:03
Prestar í Digraneskirkju biðjast afsökunar Sóknarprestar í Digraneskirkju biðjast afsökunar á því að hafa neitað að ferma stúlku úr Fríkirkjunni. Þeir segjast harma að hafa valdið stúlkunni og fjölskyldu hennar sársauka vegna málsins. 13.4.2007 18:58
Núverandi stjórn heldur velli Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Íslandshreyfing missa fylgi samkvæmt nýjustu könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir RÚV. Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Frjálslyndir juku við sig fylgi. Á meðan fylgi Baráttuhreyfingarinnar stendur í stað með 1% fylgi. Samkvæmt þessu munu stjórnarflokkarnir tveir mælast með 47% fylgi en Kaffibandalagið svokallaða vera með 49% fylgi. 13.4.2007 18:39
Námsmenn fá frítt í strætó Stjórn Stúdentaráðs samþykkti í dag ályktun þar sem nýrri vistvænni áætlun Reykjavíkurborgar er fagnað. Ráðið telur ályktunina mikið framfaraskref og fagnar sérstaklega þeim tíðindum að næsta haust fái reykvískir námsmenn frítt í strætó. Stjórn SHÍ skorar á borgarstjórn að hafa frítt í strætó fyrir námsmenn til frambúðar. Jafnframt skora þeir á hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að taka sér Reykjavíkurborg til fyrirmyndar. 13.4.2007 17:47
Sömu laun fyrir sömu vinnu Svæðisfélag Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri og nágrenni mótmælir harðlega þeim launamismun sem viðgengst milli hjúkrunarfræðinga sem starfa á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri annars vegar og Landspítala-Háskólasjúkrahúsi í Reykjavík hins vegar. Jafnframt er þess krafist, að gerð verði könnun á því hvort viðgangist launamismunur innan fleiri hópa heilbrigðisgeirans eftir búsetu þeirra. Ríkið ætti að greiða starfsfólki sínu sömu laun fyrir sömu vinnu og ábyrgð óháð því hvar viðkomandi er búsettur á landinu. Allt annað er óþolandi undansláttur frá því markmiði að tryggja öllum landsmönnum jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, segja Vinstri grænir. 13.4.2007 17:36
Ríkisstjórnin hefur sent heimilunum 38 milljarða reikning Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í Egilshöll í dag að ríkisstjórnin hefði sent heimilum landsins 38 milljarða króna reikning vegna verðbólgu og ofurvaxta á þessu ári. 13.4.2007 17:10
Mogginn kaupir allt Blaðið Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur keypt allt hlutafé í Ári og degi, útgáfufélagi Blaðsins. Seljendur eru þeir Karl Garðarsson, Sigurður G. Guðjónsson og Steinn Kári Ragnarsson. Í framhaldi af kaupunum verður starfsemi fyrirtækjanna sameinuð undir merkjum Árvaks. Fyrir kaupin átti Árvakur um helming alls hlutafjár í Ár og degi. 13.4.2007 16:50
Sinfóníutónleikum á Ísafirði frestað vegna veðurs Fyrirhuguðum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fara áttu fram á Ísafirði í kvöld hefur verið aflýst. Flugvélum var snúið til baka þegar sýnt þótti að veðrið væri orðið of slæmt til lendingar á Ísafjarðarflugvelli. 13.4.2007 16:43
Hálfhífaður ökumaður með smábarn í bílnum Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gærkvöldi ökumann vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaðurinn, karlmaður á fimmtugsaldri, reyndist vera rétt undir leyfilegum mörkum en var samt látinn hætta akstri enda með smábarn í bílnum. Alls voru tveir karlmenn teknir fyrir ölvunarakstur í austurborginni í gær og var annar þeirra hátt á áttræðisaldri. 13.4.2007 16:20
Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Bein útsending er á Vísi frá setningu landsfundar Samfylkingarinnar í Egilshöll. Þar mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, flytja ræðu sína og væntanlega fjalla um þau mál sem flokkurinn leggur áherslu á í kosningabaráttunni. 13.4.2007 16:03
Prestar biðjast afsökunar Prestar Digraneskirkju hafa beðist afsökunar á því að hafa neitað að ferma unga stúlku á þeim forsendum að hún væri ekki skráð í Þjóðkirkjuna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem prestarnir sendu frá sér í dag. Þeir harma hafa valdið stúlkunni og fjölskyldu hennar sárindum. 13.4.2007 15:40
Fagna áfangasigri í verndun Jökulsánna í Skagafirði Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði fagnar þeim áfanga sem náðst hefur í verndun þeirra með því að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi dregið til baka tillögur sem gera ráð fyrir Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. 13.4.2007 15:28
Ný þjónustumiðstöð fyrir skemmtiferðaskip í Sundahöfn Ný þjónustumiðstöð með aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa verður tekin í notkun í Sundahöfn í júlí í sumar. Eftir því sem fram kemur í fréttabréfi Ferðamálastofu verður húsið 360 fermetrar. 13.4.2007 15:17
Gólfflötur Leifsstöðvar á við átta knattspyrnuvelli Breytingum og stækkunum á Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 7 milljarða króna sem staðið hafa yfir undanfarin 4 ár er lokið - í bili alla vega - en á morgun fagnar stöðin 20 ára afmæli sínu. 13.4.2007 15:06
Lést þegar hann féll útbyrðis af bát sínum Sjómaðurinn sem fannst látinn í gær eftir að hann féll fyrir borð af báti sínm úti fyrir Vopnafirði hét Guðmundur Ragnarsson. Hann var 65 ára og til heimilis að Hafnarbyggð 23 á Vopnafirði. Guðmundur lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. 13.4.2007 14:45
Með hjólabrettamenn í eftirdragi Lögreglumenn í Kópavogi þurftu í gær að hafa afskipti af ungum ökumanni sem var með tvo hjólabrettamenn í eftirdragi á bíl sínum. Fram kemur í frétt frá lögreglunni að maðurinn maðurinn hafi verið stöðvaður samstundis og hjólabrettamönnunum gert að sleppa takinu á bílnum. 13.4.2007 14:37
Braut fingur þegar hann kastaði sprengju Slysin gera sjaldan boð á undan sér og stundum eru þau all sérkennileg. Þannig fingurbrotnaði sextán ára drengur í Kópavogi í gær þegar hann datt í sömu mund og hann var að kasta frá sér heimatilbúinni sprengju. Drengurinn var að leik með vini sínum en við nánari eftirgrennslan fann lögreglan umtalsvert magn af sprengjum í fórum félaganna. 13.4.2007 14:36
Gljúfrastofa opnuð í Ásbyrgi á fimmtudag Gestastofa og upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins í Ásbyrgi, sem nefnd hefur verið Gljúfrastofa, verður opnuð á sumardaginn fyrsta. Stofan, sem er um 550 fermetra að flatarmáli, mun meðal annars hýsa sýningu um náttúru og sögu svæðisins. 13.4.2007 13:51
Saka Kópavogsbæ um að standa ekki við gerða samninga Félagsmenn í Hestamannafélaginu Gusti sakar Kópavogsbæ um að standa ekki við gerða samninga við félagið, meðal annars um flutning félagsins á Kjóavelli. 13.4.2007 13:43
Ríkið dæmt skaðabótaskylt vegna galla á útboði Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag rétt Hópbílaleigunnar til að sækja ríkið um skaðabætur vegna galla á framkvæmdum við útboð á skólaakstri. Mögulegt er að ríkið hafi einnig skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart skólanemendum á Suðurnesjum að mati framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Tilboð Hópbílaleigunnar var um 15 milljón krónum lægra en það tilboð sem var samþykkt. 13.4.2007 13:28
Fyrirspurnartími hjá ráðherrum á landsfundi Landsfundur sjálfstæðismanna hélt áfram í morgun með almennum umræðum. Eftir hádegishlé, um klukkan tvö, er svo komið að fyrirspurnartíma ráðherra flokksins en þar munu fimm ráðherrar svara spurningum landsfundargesta. 13.4.2007 13:13
Greiddu rúman milljarð til umhverfismála Orku- og veitufyrirtæki greiddu samtals um 2,3 milljarða króna til landeiganda og veiðirétthafa á árunum 2001 til 2006. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja. Þá settu fyrirtækin á tímabilinu rúman milljarð í verkefni á sviði umhverfismála. 13.4.2007 12:56
Eiga bótakröfu á speglabeyglara ef hann verður sakfelldur Lögreglan handtók í nótt mann sem hafði gengið berserksgang um vesturbæ Reykjavíkur og barið og beyglað spegla á minnst 27 bílum. Ljóst er að ef verknaðurinn sannast á hinn handtekna eiga bíleigendur bótakröfu á hann. 13.4.2007 12:45
Nærri tveir þriðju vilja atkvæðagreiðslu um frekar stóriðju Ríflega sex af hverjum tíu landsmönnum vilja að ákvarðanir um frekari stóriðju verði settar í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt nýrri könnun Gallup. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að 38 prósent svarenda sögðust mjög hlynnt því og 22,8 prósent frekar hlynnt. 13.4.2007 12:31
Eldur kom upp í línubát Eldur kom upp í vélarrúmi línubátsins Rúnars frá Bolungarvík í mynni Ísafjarðardjúps í gærkvöldi. Tveir voru um borð en þeim tókst að slökkva eldinn. Báturinn varð hins vegar aflvana og þurfti að draga hann til hafnar. 13.4.2007 12:30
Hjörleifur hvetur Ómar til að draga framboð til baka Hjörleifur Guttormsson, frambjóðandi Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, hvetur Ómar Ragnarsson og félaga til að draga til baka framboð Íslandshreyfingarinnar. Ómar segist hins vegar halda ótrauður áfram og að Íslandshreyfingin sé valkostur fyrir umhverfissinna sem ekki vilja kjósa til vinstri. 13.4.2007 12:27