Innlent

Sendi sjálfri sér fíkniefni til Eyja með flugi

MYND/E.Ól

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók í gær konu á þrítugsaldri með nokkrar tegundir fíkniefna. Konan hafði sent sjálfri sér efnin með flugi frá Reykjavík og lögregla fengið pata af því og þegar hún sótti efnin á flugvöllinn var hún handtekin.

Lögregla segir að í sendingunni hafi verið sitt lítið af hverju, hass, amfetamín, marijúana og sýra sem lögregla segist ekki rekast oft á í Eyjum. Konan, sem hefur áður komið við sögu lögreglu, var yfirheyrð í gær og sleppt að því loknu en mál hennar fer hefðbundna leið í kerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×