Fleiri fréttir

Bílvelta á Kringlumýrarbraut

Kringlumýrarbraut var lokað um stund á níunda tímanum í árekstri stórs flutningabíls, fólksbíls og jeppa. Svo harður var áreksturinn að jeppinn valt.

Gert við CANTAT-3 á næstu dögum

Til stendur að gera við CANTAT-3 sæstrenginn á næstu dögum en viðgerðarskipið CS Pacific Guardian lagði af stað frá Bermúda fyrir nokkrum dögum áleiðis á bilunarstað strengsins suðvestur af Íslandi. Strengurinn hefur verið bilaður þar síðan 16. desember.

Bestu páskar í fimm ár í Hlíðarfjalli

Yfir tvö þúsund manns lögðu leið sína á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri á degi hverjum um páskana. Bestu páskar í fimm ár segir forstöðumaður skíðasvæðisins.

Sprenging í notkun á skíðahjálmum

Framkvæmdastjóri Skíðasambandsins segir sprenginu hafa orðið í notkun á skíðahjálmum. En betur má ef duga skal. Börn eiga lögum samkvæmt að nota hjálma á reiðhjóli en hvergi er kveðið á um að þau noti hjálm á skíðum.

Björk heldur tónleika í Höllinni í kvöld

Stórsöngkonan Björk Guðmundsdóttir heldur tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld. Tónleikarnir marka upphaf heimstónleikaferðar til að kynna Volta, nýja breiðskífu Bjarkar. Anthony Hegarthy, söngvari hljómsveitarinnar Anthony and the Johnsons mun meðal annar stíga á svið með Björk.

Mega svipta prest kjól og kalli

Stjórn Prestafélags Íslands er heimilt að svipta prest kjól og kalli brjóti hann alvarlega gegn siðareglum félagsins. Mánuðir munu líða áður en siðnefnd félagsins kveður upp úrskurð í kærumáli átta presta Þjóðkirkjunnar á hendur Hirti Magna Jóhannssyni fríkirkjupresti.

Þung umferð frá Akureyri í dag

Þung umferð myndaðist upp úr hádegi vestur frá Akureyri. Umferðin hefur að mestu gengið vel en tveir voru teknir fyrir hraðaakstur.

Íslendingar stórveldi í jarðhitaheiminum

Útrás íslenskra orkufyrirtækja getur orðið stór þáttur í efnahagslífi landsmanna á næstu árum. Þetta er mat forstjóra Geysis Green Energy sem segir Íslendinga vera stórveldi í jarðhitaheiminum sem heimsbyggðin horfi til.

Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki

Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar útilokar ekki að Íslandshreyfingin starfi með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki eða Frjálslyndum í ríkisstjórn. Hann segir að fyrsti kosturinn sé þó að sjálfsögðu þeir flokkar sem vilji skrúfa fyrir stóriðjuvæðinguna en ýmislegt væri unnið með því að koma í veg fyrir hreina stóriðjustjórn. Þetta kemur fram í þætti fréttastofunnar, Nærmynd af formanni sem er á dagskrá strax að loknum fréttum í kvöld.

Heimilin fjármagna 20% fræðslumála

Um tuttugu prósent útjalda til fræðslumála eru fjármögnuð af heimilunum og hefur sá hlutur farið vaxandi síðustu ár. Þá eru um sautján prósent heilbrigðisútgjalda fjármögnuð beint af heimilum landsins. Þrátt fyrir að þetta sé svipuð útgjaldaskipting á milli hins opinbera og heimilanna og gerist í nágrannaríkjunum, er þetta breyting á því fyrirkomulagi sem verið hefur í íslensku samfélagi í heilbrigðis- og menntamálum.

Vilja lækka skatta, hægja á virkjunarmálum og stórauka vegaframkvæmdir

Samkvæmt drögum að ályktunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vill flokkurinn lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, athuga með lækkun áfengisgjalds, leggja áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu, gera stórátak í að jafna launamun kynjanna og hægja á ferðinni í virkjunarmálum. Á sama tíma vill flokkurinn stórauka vegaframkvæmdir og koma þjóðvegakerfi landsins í sómasamlegt horf.

Lögregla lýsir eftir ungri konu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 21 árs gamalli konu, Rakel Ómarsdóttur. Rakel sást síðast laust eftir hádegi 06. apríl sl. við Freyjugötu í Reykjavík. Rakel er grannvaxin, um 1.70 sm. á hæð, með sítt dökkthár sem er tekið í tagl og stór brún augu. Hún er íklædd brúnleitum jakka með loðkraga, stuttar ljósbláar gallabuxur og hvíta strigaskó með röndum á.

Náði öðrum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli

Ingvar Þór Jóhannesson náði öðrum áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli eftir stutt jafntefli við Hjörvar Stein Grétarsson í níundu og síðustu umferð Kaupþingsmóts Hellis og TR, sem nú er í gangi. Fyrri áfanganum náði Ingvar Þór á Ístaksmóti Hróksins sem fram fór árið 2004.

Skortur á hjúkrunarfræðingum alvarlegt vandamál

Skortur á hjúkrunarfræðingum er mjög alvarlegt vandamál hér á landi og fer versnandi samkvæmt nýútkominni skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um manneklu í hjúkrun. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins en þar segir að í skýrslunni komi fram að alls vanti nú 582 hjúkrunarfræðinga til að leysa úr skorti á hjúkrunarfræðingum.

Ráðist á Ísland, ekki Íran

Bandarískur háskólaprófessor birti í dag grein á vefsíðu Princeton háskóla. Í henni leggur hann til að ráðist verði á Ísland í stað Íran og að slík árás geti hagnast öllum, jafnvel Íslendingum.

Páskahelgin sífellt stærri ferðahelgi

Páskahelgin verður sífellt stærri ferðahelgi meðal Íslendinga. Mikill straumur fólks lá á Akureyri um helgina og býst lögreglan þar við mikilli umferð út úr bænum í dag.

Ólafur Ragnar semur kennsluefni

Fyrirlestur sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í Harvard háskóla verður notaður sem kennsluefni í á annað hundrað háskólum víða um heim. Gamli stjórnmálafræðiprófessorinn er því enn að semja kennsluefni.

Líðan mæðginanna eftir atvikum

Líðan mæðginanna sem lentu í vélsleðaslysinu í Grenjaárdal ofan Grenivíkur í gær er eftir atvikum. Bæði beinbrotnuðu en meiðsl þeirra eru þó ekki alvarleg. Mæðginin misstu stjórn á sleðanum sem valt yfir þau.

Allt að verða klárt fyrir kvöldið

Það styttist í lævi blandið loftið í Laugardalshöllinni en þar er allt að verða klárt fyrir tónleika stórsöngkonunnar Bjarkar í kvöld. Þetta verða fyrstu tónleikar listakonunnar á Íslandi í sex ár en þeir marka upphaf tónleikaraðar hennar um heiminn vegna útkomu nýrrar breiðskífu, Volta.

Búast við mikilli umferð úr bænum

Lögreglan á Akureyri býst við mikilli umferð í kringum bæinn í dag enda lagði mikill fjöldi fólks leið sína á Akureyri um páskana. Margir komu til að skella sér á skíði en fjölmennt hefur verið í Hlíðarfjalli síðustu daga.

Reyndist ekki alvarlega slasaður

Ökumaður fjórhjóls, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi í gær, reyndist ekki eins alvarlega slasaður og talið var í fyrstu. Hann var undir eftirliti lækna í nótt en verður útskrifaður af spítalanum í dag.

Stúlkan fundin

Sextán ára stúlka sem lögreglan á höfuðborgarssvæðinu hóf leit að í gær, er komin í leitirnar. Ekkert hafði spurst til stúlkunnar frá því á föstudaginn langa.

Hálka sunnanlands

Hálkublettir eru á Hellisheiði, Þrengslum og uppsveitum Árnessýslu og sömuleiðis er rétt að hafa gát á vegunum á norðanverðu Snæfellsnesi, svo sem á Vatnaleið og á Fróðárheiði. Þá er hálka á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum gætir hálku á hálsum og heiðum og sömu sögu er að segja af Langadal og Öxnadalsheiði á Norðurlandi.

Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur

Flytja þurfti einn á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjaranna á sjötta tímanum í morgun. Draga þurfti báða bílana af vettvangi. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins.

Gott skíðafæri víða um land

Enn er mjög gott skíðafæri í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar að sögn staðarhaldara og verða allar lyftur opnar þar í dag til klukkan sautján síðdegis. Logn er í Hlíðarfjalli, skýjað og hiti við frostmark. Aðstæður til skíða- og brettaiðkunar hafa verið mjög góðar víða um land um páskana, svo sem á Dalvík, í Tindastóli, á Siglufirði og á Ísafirði. Einna síst hefur ástandið verið suðvestanlands eins og gjarnan áður í vetur.

Lýst eftir sextán ára stúlku

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu leitar að Kristínu Diljá Þorgeirsdóttur 16 ára en ekkert hefur spurst til hennar síðan á föstudaginn langa.

Innbrot á Tangarhöfða

Bíræfnir þjófar stálu rándýru nýju bifhjóli á verkstæði á Tangarhöfða í Reykjavík um helgina og settu það inní sendiferðabíl fyrir utan verkstæðið og námu bæði hjól og bíl á brott. Eigandinn segir tjónið nema um tveimur og hálfri milljón króna en sem betur fer sé hann tryggður fyrir tjóninu. Hvorki bíllinn né bifhjólið hafa komið í leitirnar.

Kjósendur neikvæðastir út í formann Samfylkingar

Kjósendur annarra flokka en Samfylkingarinnar eru neikvæðastir út í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur af leiðtogum stjórnmálaflokkanna og eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins sérstaklega neikvæðir út í hana. Stuðningsmenn flokkanna eru hins vegar flestir jákvæðir til Geirs H. Haarde formanns Sjálfstæðisflokksins.

Fluttur með þyrlu á slysadeild

Jeppabifreið og fjórhjól skullu saman í Skarðsfjöru, rétt fyrir utan Vík í Mýrdal seinnipartinn í dag. Ökumaður fjórhjólsins kvartaði undan eymslum í baki og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á staðinn. Hún lenti við Landspítalann í Fossvogi nú rétt fyrir fréttir. Maðurinn er ekki eins alvarlega slasaður og talið var í fyrstu. Þá valt jeppabifreið skammt frá Selfossi í dag og barn flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur þar sem grunur lék á innvortis meiðslum.

Dorrit heppin að vera á lífi

Dorrit Mussayef, forsetafrú, var heppin að láta ekki lífið, þegar hún rakst nýlega harkalega á málmskilti í skíðabrekku í Aspen í Bandaríkjunum. Forsetafrúin brotnaði illa en er byrjuð í endurhæfingu og vonast læknar til þess að hún nái sér að fullu.

Mæðgin í vélsleðaslysi

Kona á fimmtugsaldri og 11 ára gamall sonur hennar lentu í vélsleðaslysi á Grenjárdal ofan Grenivíkur laust fyrir klukkan tvö í dag. Mæðginin misstu stjórn á sleðanum valt yfir þau. Ræstar voru út Björgunarsveitirnar Ægir á Grenivík og Súlur á Akureyri sem og sjúkraflutningamenn frá Akureyri og lögregla.

Gæti skapað meiri verðmæti en útrás bankanna

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, segir Íslendinga í algerri forystu í heiminum í nýtingu jarðvarma og að þeir hafi allar forsendur til að leiða uppbyggingu meðal þjóða á umhverfisvænni orku. Forsetinn er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann átti fundi með forystumönnum beggja deilda Bandaríkjaþings, vísindamönnum og forráðamönnum fjögurra stærstu háskóla Bandaríkjanna.

Bandarísk sendinefnd um orkumál væntanleg til landsins

Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að senda sendinefnd til Íslands í sumar, til að kynna sér nýtingu Íslendinga á jarðvarma til orkuframleiðslu. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands greindi frá þessu í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.

Tvö umferðarslys á stuttum tíma

Tvö umferðarslys hafa orðið í norðan verðum Hólmahálsi. Það fyrra aðfaranótt laugardags þegar bíll fór út af veginum og stöðvaðist um 30 metrum utan við veginn. Kallað var út sjúkralið, læknir og tækjabíll frá slökkviliði Fjarðabyggðar. Þrennt var í bílnum og voru farþegarnir fluttir með sjúkrabíl á fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað til frekari aðhlynningar. Ökumaðurinn hlaut handleggsbrot en hinir reyndust minna slasaðir en haldið var í fyrstu.

Óþolandi hegðun fólks

Rúmlega tvöfalt fleiri hafa verið teknir fyrir ölvunaakstur í umdæmi lögeglunnar á Eskifirði það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þessari þróun mála í umdæminu en það sem af er ári hafa 18 verið teknir fyrir ölvunarakstur og fjórir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Á heimasíðu lögreglunnar segir hún það með öllu óþolandi að einstaklingar skuli leyfa sér að lítilsvirða samborgarar sína með þessu háttarlagi.

Biskup segir mannkynið ganga freklega á lífríki jarðar

Biskup Íslands sagði mannkynið ganga freklega gegn lífríki jarðar með græðgi, yfirgangi og rányrkju í páskapredikun sinni í morgun. Messur voru vel sóttar í morgun en í dag minnast kristnir menn upprisu Jésú Krists.

Fullt á tónleikum hátíðarinnar Aldrei fór ég suður

Tónleikar á rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði stóðu yfir í átta klukkustundir á föstudag og í ellefu klukkustundir í gærkvöld. Mugison, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir tónleikaskemmuna sem tekur allt að átta hundrað manns hafa verið yfirfulla nær allan tímann

Frambjóðendur börðust í brekkunum

Það var margt um manninn í Hlíðarfjalli í gær í góðu veðri. Þá fór einnigfram skíðakeppni frambjóðenda til alþingiskosningana í vor. Meðal keppandavoru fulltrúar Framskóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Íslandshreyfingarinnar.

Skíði og messur

Það er opið í dag frá kl. 9-17 í Hlíðarfjalli. Allar lyftur verða opnar og skíðafærið er troðinn þurr snjór. Það snjóaði 10 cm. jafnföllnum snjó í nótt er því skíðfærið með besta móti. Skíðstaðatrimm Flugfélags Íslands hefst kl. 14 við gönguhúsið í Hlíðarfjalli.

Tveir handteknir fyrir innbrot á Ísafirði

Tveir karlmenn um tvítugt voru handteknir á Ísafirði fyrir að hafa brotist inn í heimahús í nótt. Að sögn lögreglu ætluðu þeir að gera upp mál við einn íbúa hússins.

Hálka og hálkublettir á vegum

Á Suðurlandi og á Vesturlandi eru vegir víðast hvar greiðfærir, þó er hálka á Holtavörðuheið og hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum og á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja.

Ánægður með athygli Páls Óskars

Jógvan Hanson kom sá og sigraði með yfirburðum í lokaumferð X-Factors í gærkvöldi. Hann bar sigurorð af Hara-systrum frá Hveragerði, þrátt fyrir að þær hafi að margra mati átt atriði kvöldsins. Jógvan er þar með fyrsti sigurvegari Íslands í X-Factor en hann sigraði með ríflega 70 prósent atkvæða. Hara systur gerðu hvað þær gátu en að margra mati áttu þær atriði kvöldsins þegar þær tóku Júróvisjon lag Ruslönu með miklum glæsibrag.

Sjá næstu 50 fréttir