Innlent

Bílvelta á Kringlumýrarbraut

MYND/Stöð 2

Kringlumýrarbraut var lokað um stund á níunda tímanum í árekstri stórs flutningabíls, fólksbíls og jeppa. Svo harður var áreksturinn að jeppinn valt.

Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sendi bíl með klippur á vettvang en ekki þurfti að beita þeim þar sem allir ökumenn voru komnir út úr bílum sínum. Einn var fluttur á slysadeild en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×