Innlent

Stöðvaður á 160 km hraða og hélt fótgangandi á brott

Að lokinni skýrslutöku hélt maður á brott fótgangandi.
Að lokinni skýrslutöku hélt maður á brott fótgangandi. MYND/Haraldur

Rúmlega þrítugur karlmaður var sviptur ökuréttindum í nótt eftir hafa verið stöðvaður á hundrað og sextíu kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni.

Maðurinn var að aka framhjá verslun IKEA en hámarkshraði þar er fimmtíu kílómetrar vegna framkvæmda sem þar standa yfir. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og fluttur til skýrslutöku á lögreglustöðina í Kópavogi. Að henni lokinni hélt hann á brott fótgangandi.

Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir voru stöðvaðir fyrir ölvun við akstur. Smáræði af fíkniefnum fannst í fórum annars. Tilkynnt var um slagsmál í Breiðholti en þau leystust fljótt upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×