Innlent

Fluttur með þyrlu á slysadeild

Jeppabifreið og fjórhjól skullu saman í Skarðsfjöru, rétt fyrir utan Vík í Mýrdal seinnipartinn í dag. Ökumaður fjórhjólsins kvartaði undan eymslum í baki og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á staðinn. Hún lenti við Landspítalann í Fossvogi nú rétt fyrir fréttir. Maðurinn er ekki eins alvarlega slasaður og talið var í fyrstu. Þá valt jeppabifreið skammt frá Selfossi í dag og barn flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur þar sem grunur lék á innvortis meiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×