Innlent

Biskup segir mannkynið ganga freklega á lífríki jarðar

Biskup Íslands sagði mannkynið ganga freklega gegn lífríki jarðar með græðgi, yfirgangi og rányrkju í páskapredikun sinni í morgun. Messur voru vel sóttar í morgun en í dag minnast kristnir menn upprisu Jésú Krists.

Biskup predikaði að venju í Dómkirkjunni í Reykjavík í morgun. Í predikun sinni, sem hann nefndir Vorþey, gerir hann að umtalsefni sínu svarta umhverfisskýrslu Sameinuðu þjóðanna um gróðurhúsaráhrifin. Biskup sagði mannkynið ganga freklega gegn lífríki jarðar með græðgi, yfirgangi og rányrkju. Hann sagði menn vera að uppskera ávexti blindrar og guðlausrar tæknihyggju og manndýrkunar. Biskup hvatti fólk til að líta í eigin barm og endurmeta lífsstíl ágengni og sóunar en temja sér lífsstíl hófsemi og hógværðar.

Messur voru vel sóttar í morgun en páskar eru elsta hátíð kristinna manna en á sér enn eldri rætur meðal gyðinga. Hjá þeim nefnist hátíðin Pasach og er haldin til að minnast brottfarar gyðinga frá Egyptalandi. Ástæða þess að kristnir halda páska hátíðlega er sú að mikilvægustu þætti í verki Krists bar einmitt upp á páskahátíð Gyðinga.

Páskadagspredikun biskups




Fleiri fréttir

Sjá meira


×