Innlent

Óþolandi hegðun fólks

Rúmlega tvöfalt fleiri hafa verið teknir fyrir ölvunaakstur í umdæmi lögeglunnar á Eskifirði það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þessari þróun mála í umdæminu en það sem af er ári hafa 18 verið teknir fyrir ölvunarakstur og fjórir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Á heimasíðu lögreglunnar segir hún það með öllu óþolandi að einstaklingar skuli leyfa sér að lítilsvirða samborgarar sína með þessu háttarlagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×