Innlent

Gert við CANTAT-3 á næstu dögum

Til stendur að gera við CANTAT-3 sæstrenginn á næstu dögum en viðgerðarskipið CS Pacific Guardian lagði af stað frá Bermúda fyrir nokkrum dögum áleiðis á bilunarstað strengsins suðvestur af Íslandi. Strengurinn hefur verið bilaður þar síðan 16. desember.

Til stóð að gera við hann í janúar en það tókst ekki vegna slæms veðurs og sjólags. Áætlað er að skipið komi á bilunarstað á morgun og að viðgerðin sjálf taki 5-7 daga. Fram kemur í tilkynningu frá Farice að búast megi við nokkurra klukkutíma rofi á umferð áður en viðgerð hefst og þegar henni verður lokið en að öðru leyti ætti viðgerðin ekki að hafa mikil áhrif á umferð um CANTAT-3 til Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×