Innlent

Bestu páskar í fimm ár í Hlíðarfjalli

Yfir tvö þúsund manns lögðu leið sína á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri á degi hverjum um páskana. Bestu páskar í fimm ár segir forstöðumaður skíðasvæðisins.

Gott skíðafæri var í Hlíðarfjalli í dag og voru allar lyftur opnar. Veður var með besta móti alla helgina og er það mat forstöðumanns skíðasvæðisins að þetta hafi verið bestu páskar síðan árið 2002.

Aðstæður til skíða- og brettaiðkunar hafa verið mjög góðar víða um land um páskana svo sem á Dalvík, í Tindastóli, á Siglufirði og á Ísafirði en einna síst hefur ástandið verið suðvestanlands eins og gjarnan áður í vetur en valdar brautir voru þó opnar í Bláfjöllum.

Þótt vorið nálgist og aðeins tíu dagar séu fram að sumardeginum fyrsta hugsa skíðamenn stórt þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×