Innlent

Tvö umferðarslys á stuttum tíma

MYND/Kristjan J. Kristansson

Tvö umferðarslys hafa orðið í norðan verðum Hólmahálsi. Það fyrra aðfaranótt laugardags þegar bíll fór út af veginum og stöðvaðist um 30 metrum utan við veginn. Kallað var út sjúkralið, læknir og tækjabíll frá slökkviliði Fjarðabyggðar. Þrennt var í bílnum og voru farþegarnir fluttir með sjúkrabíl á fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað til frekari aðhlynningar. Ökumaðurinn hlaut handleggsbrot en hinir reyndust minna slasaðir en haldið var í fyrstu.

Í gærkvöldi var bifreið ekið út af á svipuðum slóðum, í mikilli hálku. Tveir menn voru í bifreiðinni sem valt á hliðina, og voru þeir fluttir á heilsugæslustöðina á Eskifirði til frekari skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×