Fleiri fréttir Byssumenn handteknir í miðborg Reykjavíkur Farið er að bera á því að menn séu með skotvopn á sér í miðborg Reykjavíkur um helgar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýlega handtekið menn með skotvopn á sér í miðborginni. Skotárás hefur enn ekki átt sér stað í næturlífi Reykjavíkur, en með þessu áframhaldi kemur að því fyrr eða síðar að mati lögreglu. Sagt er frá þessari uggvænlegu þróun í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. 7.3.2007 17:15 Auðlindaákvæði skapi ekki óvissu í sjávarútvegi Bæjarráð Vestmannaeyja hefur sent frá sér ályktun vegna umræðna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem það minnir á mikilvægi þess að ekki verði gerðar breytingar á stjórnarskránni sem skapi ósvissu um stöðu sjávarútvegs. 7.3.2007 17:00 Sakfelldur fyrir að nefbrjóta tvo menn Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í hálfs árs fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna, fyrir að nefbrjóta tvo menn í Skíðaskálanum í Hveradölum í apríl í fyrra. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim samtals yfir hálfa milljón króna í miskabætur. 7.3.2007 16:46 Sturla lætur rannsaka jarðgangarannsóknir Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra hefur ákveðið að verða við óskum Eyjamanna um að fá óháða aðila til að fara ofan í þær rannsóknir sem liggja fyrir, leggja mat á þær og kostnað við hugsanleg jarðgöng. 7.3.2007 16:31 Eins og hálfs árs dómur fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins og hálfs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konu með því að hafa haft samræði við hana gegn hennar vilja en konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar ogs svefndrunga. 7.3.2007 16:25 „Mínir einkastaðir“ á alla leikskóla Reykjavíkur Samtökin Blátt áfram hafa gefið öllum leikskólum í Reykjavík bókina “Þetta eru mínir einkastaðir. “ Bókin er ætluð til forvarnar gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og er ætluð til lestrar með börnunum. Sigríður Björnsdóttir fulltrúi samtakanna afhenti Leikskólaráði eintak af bókinni í dag. 7.3.2007 15:54 Skylt verði að stuðla að jafnrétti í nefndum og stjórnum hins opinbera Lagt til að í allar nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga verði skylt að tilnefna karl og konu þannig að hlutfall hvors kyns verði ekki minna en 40 prósent samkvæmt nýju frumvarpi að breytingum á Jafnréttislögum. 7.3.2007 15:49 Eiginkona árasarmannsins eigandi Lauffells Maðurinn sem gekk í skrokk á pólskum verkamanni um helgina er ekki eigandi Lauffells ehf. eins og fram hefur komið í fréttum. Það er eiginkona árásarmannsins sem er eigandi fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að árásarmaðurinn hafi starfað sem verkstjóri hjá fyrirtækinu en látið af störfum í síðasta mánuði og sé á engan hátt tengdur því né starfsemi þess. Undir yfirlýsinguna skrifar Rúnar Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri. 7.3.2007 15:26 Varnagarður bjargaði sorpbrennslunni Þrjú snjóflóð hafa fallið í Skutulsfirði það sem af er degi, að því er segir á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Flóðin féllu öll á Kirkjubólshlíð; tvö fyrir innan flugvöllinn, fyrir utan bæinn Höfða í Engidal og eitt á varnargarðinn fyrir ofan sorpbrennsluna Funa. Varnargarðurinn bjargaði sorpbrennslunni frá miklum skemmdum, en flóðið féll að mestu á garðinn. 7.3.2007 15:16 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir barnanauðgun Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann á áttræðisaldri í 15 mánaða fangelsi, vegna kynferðisbrota. Maðurinn misnotaði 10 ára sonardóttur sína ítrekað. 12 mánuðir af refisingunni eru skilorðsbundnir. 7.3.2007 15:13 Fæðisgjald lækkar um 300 krónur á leikskólum Fæðisgjald á leikskólum borgarinnar lækkar um þrjú hundruð krónur á mánuði frá og með 1. apríl næstkomandi samkvæmt ákvörðun leikskólaráðs í dag. 7.3.2007 15:07 Áfengisneysla jókst um helming á áratug Áfengisneysla landsmanna hefur vaxið um 50 prósent á síðustu tíu árum. Áfengi veldur töluverðum skaða í samfélaginu og hefur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áætlað að yfir níu prósent af snemmbærri fötlun/dauða megi rekja beint til áfengis. 7.3.2007 15:03 Búðarferðin leiðinlega Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði síðdegis í gær að fimm ára dreng sem hvarf úr bíl móður sinnar á meðan hún verslaði í kvöldmatinn. Piltinum leiddist búðarrápið, eins og gjarnan er með karlmenn, og átti að bíða í bílnum á meðan. Þegar móðir hans kom aftur var hann horfinn. 7.3.2007 14:34 Þjófar á ferð á höfuðborgarsvæðinu Nokkuð var um þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu í gær. Brotist var inn í bíl í miðborg Reykjavíkur og teknar úr honum tvær ferðatöskur. Tölvuskjám var stolið í Hafnarfirði, einum úr heimahúsi og öðrum úr grunnskóla í bæjarfélaginu. Þá var kerra tekin frá bensínstöð í Grafarvogi og dekkjum stolið úr geymslu í austurborginni. 7.3.2007 14:15 Siðmennt óskar svara vegna Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar Menntamálaráðherra hefur ekki svarað bréfi Siðmenntar frá 3. október síðastliðnum þar sem óskað er eftir afstöðu ráðherra til Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar. Siðmennt telur víst að um trúboð sé að ræða, en í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að ráðherra telur svo ekki vera. Félagið harmar þessa afstöðu og telur víst að ráðherra hafi ekki skoðað öll rök í málinu. 7.3.2007 14:08 Slippurinn flyst á Grundartanga Slippurinn í Reykjavík, eitt elsta fyrirtæki borgarinnar, flyst innan tíðar á Grundartanga, og verður þá enginn slippur eftir í Reykjavík. Stjórn Faxaflóahafna gaf í gær Stálsmiðjunni, sem rekur Slippinn, vilyrði fyrir stórri lóð þar, bæði undir skemmu og dráttarbraut. Lóðin er vestan við Járnblendiverksmiðjuna, en nær þjóðveginum. 7.3.2007 13:15 Fréttir um bankasameiningu eru orðrómur Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að hvorki hann né stjórn bankans hafi tekið þátt í meintum sameiningaviðræðum Kaupþings og Glitnis. Hann segir slíkar fréttir einungis orðróm og að aðrir verði að svara fyrir það en hann. 7.3.2007 13:00 Fjandsamlegt andrúmsloft og sundrung vegna virkjana Áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafa skapað fjandsamlegt andrúmsloft og vakið sundrung meðal íbúa á svæðinu, segir meðal annars í athugasemd sóknarprestsins í Stóra-Núps prestakalli, til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 7.3.2007 12:17 Rændur og barinn í Flórída Íslenskur maður á fertugsaldri var barinn illa í viðskiptaferð á Flórída í fyrrakvöld. Maðurinn var að keyra vin sinn heim í Orlando upp úr miðnætti og villtist af leið þegar fjórir menn réðust á hann, drógu hann út úr bílnum og spörkuðu í hann án afláts. Þeir hurfu á brott eftir að ná af honum peningaveski með kreditkortum og 80 þúsund íslenskum krónum í bandaríkjadölum. 7.3.2007 11:59 Umhyggja fékk milljón fyrir mark Eiðs Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. 7.3.2007 11:56 Hvað orsakar offitu barna? Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast. Hlutfall of þungra barna hér á Íslandi er aðeins lægra en hefur þó farið vaxandi undanfarin ár. Nýleg könnun leiddi í ljós að íslensk börn eru meðal þeirra þyngstu í Evrópu. 7.3.2007 11:37 Vildi hætta viðskiptum við Nordica Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis og fyrrverandi yfirmaður matvörusviðs Baugs, sagðist í héraðsdómi í dag hafa viljað hætta viðskiptum við Nordica árið 2002. Hann var ósáttur við að Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hefði þrýst á innkaupaaðila að eiga viðskipti við tiltekna aðila, eins og Nordica, þrátt fyrir að vörur frá fyrirtækinu seldust ekki vel. 7.3.2007 11:19 Verður hægt að stinga bílnum í samband Bílar framtíðarinnar verða knúnir áfram með rafmagni í bland við hefðbundið eldsneyti. Ólíkt eldri tvinnbílum, sem fyrir eru, verður hægt að stinga þessum í samband við rafmagn og hlaða þá á næturnar meðan ökumaður sefur. Framkvæmdastjóri Orkusetursins segir þetta hagkvæma framtíðartækni og góða búbót fyrir orkufyrirtækin. 6.3.2007 21:00 Umferðarslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð rétt í þessu á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaspítala. Lögreglan hefur lokað veginum tímabundið vegna þess. Samkvæmt fyrstu fréttum slasaðist einn maður. Enn er ekki vitað hversu margir bílar voru í slysinu eða hvernig það gerðist. Meira mun birtast um málið um leið og fregnir berast. 6.3.2007 20:28 Heimili og skóli leggjast gegn sálgæslu innan skóla Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá. 6.3.2007 20:15 Bætur öryrkja falla ekki niður vegna vinnu Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þótt þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði, verði tillögur nefndar forsætisráðherra að veruleika um næstu áramót eins og stefnt er að. Tillögurnar eru unnar í góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka. 6.3.2007 20:00 Geðhjálp segir fólki úthýst af Landspítalanum Vilyrði ráðamanna um að koma því fólki sem dvaldi í Byrginu og í Breiðuvík til hjálpar virðast innistæðulaus. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar fullyrðir að fólkinu sé úthýst af Landspítalanum. 6.3.2007 19:35 Kaþólskum lýst vel á sameiningu Talsmaður Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi tekur vel undir hugmyndir um að viðræður verði hafnar við Þjóðkirkjuna um sameiningu og að sameinuð kirkja verði undir forsæti páfans í Róm. Rétt sé að ræða hvort ekki eigi að sameina kirkju Krists eftir meginklofning við siðaskiptin fyrir 450 árum. 6.3.2007 19:15 Nýtt frumvarp breytir skattbyrði álversins í Straumsvík Álverið í Straumsvík greiðir sömu skatta og önnur fyrirtæki hér á landi, nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Álverið greiðir þá tæplega helmingi minna í skatta til ríkisins en nær tvöfalt meira til Hafnarfjarðarbæjar. 6.3.2007 18:56 Sjálfstæðismenn fá frest til fimmtudags Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stjórnarandstaðan vill greiða götu slíks frumvarps en ráðherrann dregur í efa heilindi hennar og segir hana ýmist hæða eða hrósa Framsóknarflokknum. 6.3.2007 18:45 Áhersla lögð á öryggisráðsframboðið Sendiherra Íslands í Suður-Afríku ætlar í starfi sínu að leggja áherslu á að afla stuðningsmanna í álfunni við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra landsins kveðst reiðubúinn að styðja framboðið. 6.3.2007 18:30 Kennarar í Karphúsinu Kennarar og launanefnd sveitarfélaga funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Hóparnir funduðu saman og í sitthvoru lagi svo óhætt er að kalla fundinn, sem hófst klukkan eitt í dag og stóð fram á kvöld, samningafund. 6.3.2007 18:13 Ekkert ferðaveður á Holtavörðuheiði Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er óveður og hálka á Holtavörðuheiði og ekkert ferðaverður fyrir litla bíla. Á Suður- og Suðausturlandi eru vegir hins vegar víðast greiðfærir. Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir og óveður er í Staðarsveit. 6.3.2007 17:59 Erlendar skuldir jukust um 500 milljarða í fyrra Erlendar skuldir þjóðarbúsins umfram eignir námu 1350 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu aukist um tæpa fimm hundruð milljarða á árinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Seðlabanka Íslands. 6.3.2007 16:33 FL Group selur Kynnisferðir FL Group hefur selt fyrirtækið Kynnisferðir til hóps fjárfesta undir forystu SBA-Norðurleiðar og Hópbíla/Hagavagna. Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að áætlaður söluhagnaður félagsins séu um 450 milljónir króna en kaupverðið er sagt trúnaðarmál. 6.3.2007 16:20 Haraldur endurkjörinn formaður Bændasamtakanna Haraldur Benediktsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til næstu þriggja ára á Búnaðarþingi í dag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökunum hlaut Haraldur mjög afgerandi kosningu eða 46 af 49 greiddum atkvæðum en tveir seðlar voru ógildir, þar af annar með nafni Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og einn auður. 6.3.2007 15:59 Veður og færð að versna á Vestfjörðum Vegagerðin segir vonskuveður á Steingrímsfjarðarheiði og er búist við að hún verið ófær fljótlega eftir að þjónustu Vegagerðarinnar lýkur klukkan 20. Varað er við stormi og töluverðri ofankomu nú seinni partinn, í kvöld og í nótt en búast má við að það lægi með morgninum. 6.3.2007 15:52 Segir eiganda hass velkominn á lögreglustöðina Eitt fíkniefnamál kom upp um helgina hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en íbúi í fjölbýlishúsi í bænum hass liggjandi á gólfi í stigagangi hússins. Hann kom efninu til lögreglu sem segir í dagbók sinn að hafi verið níu grömm af hassi. 6.3.2007 15:11 Geðsvið LSH hafi sinnt þeim sem leitað hafi til sviðsins Geðsvið Landspítalans hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiða um þjónustu við fyrrverandi vistmenn Breiðavíkur og Byrgisins en Geðhjálp hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir það hvernig staðið hafi verið að því að koma fólkinu til aðstoðar. 6.3.2007 15:00 Kennarar og launanefnd funda hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga hafa frá því klukkan eitt setið á fundi hjá ríkissáttasemjara þar sem farið hefur verið yfir kjaradeilu sem staðið hefur frá því í fyrrasumar. Kennarar vilja að laun þeirra verði leiðrétt í samræmi við verðbólgu og launabreytingar hjá fjölmörgum öðrum launastéttum. 6.3.2007 14:48 Fimm kynningarfundir vegna stækkunar álvers Alcan Hafnarfjarðarbær stendur á fimmtudaginn fyrir fyrsta kynningarfundinum af fimm í tengslum við atkvæðagreiðslu um stækkun álvers Alcan í Straumsvík. 6.3.2007 14:17 150 þúsund króna sekt fyrir ofsaakstur í tvígang Það léttist væntanlega pyngjan hjá sautján ára pilti sem tekinn var fyrir ofsaakstur á Hafnarfjarðarvegi í gær. Þetta var í annað sinn á tíu dögum sem hann var tekinn fyrir slíkt háttalag og þarf hann að reiða fram 150 þúsund krónur í sekt. 6.3.2007 14:10 Vill stuðla að notkun vistvænna ökutækja Ríkisstjórnin ræddi í morgun og samþykkti frumvarp sem miðar að því að hvetja fólk til þess að nota vistvæn ökutæki. Í minnisblaði sem forsætisráðherra lagði fram á fundinum er kemur fram að vörugjöld á bifreiðar sem eru með metangas- eða rafnmagsvélar séu 240 þúsund króum lægri en ella og að ökutæki sem nýti rafmagn eða vetni séu undanþegin gjaldskyldu til ársins 2008. 6.3.2007 13:57 Atorka og Straumborg kaupa 3X Technology Atorka Group og Straumborg hafa keypt meirihluta hlutafjár í félaginu 3X Technology ehf. á Ísafirði sem áður hét 3X Stál. 6.3.2007 13:33 Fjölmargir skólar bjóða upp á ókeypis hafragraut Fjöldi grunnskóla er farinn að bjóða nemendum upp á ókeypis hafragraut í morgunmat. Eftir að fréttastofa Stöðvar 2 flutti frétt í gærkvöldi af Brekkuskóla á Akureyri komu ábendingar víða að um fleiri skóla sem hefðu tekið upp þennan sið. 6.3.2007 13:15 Sjá næstu 50 fréttir
Byssumenn handteknir í miðborg Reykjavíkur Farið er að bera á því að menn séu með skotvopn á sér í miðborg Reykjavíkur um helgar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýlega handtekið menn með skotvopn á sér í miðborginni. Skotárás hefur enn ekki átt sér stað í næturlífi Reykjavíkur, en með þessu áframhaldi kemur að því fyrr eða síðar að mati lögreglu. Sagt er frá þessari uggvænlegu þróun í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. 7.3.2007 17:15
Auðlindaákvæði skapi ekki óvissu í sjávarútvegi Bæjarráð Vestmannaeyja hefur sent frá sér ályktun vegna umræðna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem það minnir á mikilvægi þess að ekki verði gerðar breytingar á stjórnarskránni sem skapi ósvissu um stöðu sjávarútvegs. 7.3.2007 17:00
Sakfelldur fyrir að nefbrjóta tvo menn Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í hálfs árs fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna, fyrir að nefbrjóta tvo menn í Skíðaskálanum í Hveradölum í apríl í fyrra. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim samtals yfir hálfa milljón króna í miskabætur. 7.3.2007 16:46
Sturla lætur rannsaka jarðgangarannsóknir Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra hefur ákveðið að verða við óskum Eyjamanna um að fá óháða aðila til að fara ofan í þær rannsóknir sem liggja fyrir, leggja mat á þær og kostnað við hugsanleg jarðgöng. 7.3.2007 16:31
Eins og hálfs árs dómur fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins og hálfs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konu með því að hafa haft samræði við hana gegn hennar vilja en konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar ogs svefndrunga. 7.3.2007 16:25
„Mínir einkastaðir“ á alla leikskóla Reykjavíkur Samtökin Blátt áfram hafa gefið öllum leikskólum í Reykjavík bókina “Þetta eru mínir einkastaðir. “ Bókin er ætluð til forvarnar gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og er ætluð til lestrar með börnunum. Sigríður Björnsdóttir fulltrúi samtakanna afhenti Leikskólaráði eintak af bókinni í dag. 7.3.2007 15:54
Skylt verði að stuðla að jafnrétti í nefndum og stjórnum hins opinbera Lagt til að í allar nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga verði skylt að tilnefna karl og konu þannig að hlutfall hvors kyns verði ekki minna en 40 prósent samkvæmt nýju frumvarpi að breytingum á Jafnréttislögum. 7.3.2007 15:49
Eiginkona árasarmannsins eigandi Lauffells Maðurinn sem gekk í skrokk á pólskum verkamanni um helgina er ekki eigandi Lauffells ehf. eins og fram hefur komið í fréttum. Það er eiginkona árásarmannsins sem er eigandi fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að árásarmaðurinn hafi starfað sem verkstjóri hjá fyrirtækinu en látið af störfum í síðasta mánuði og sé á engan hátt tengdur því né starfsemi þess. Undir yfirlýsinguna skrifar Rúnar Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri. 7.3.2007 15:26
Varnagarður bjargaði sorpbrennslunni Þrjú snjóflóð hafa fallið í Skutulsfirði það sem af er degi, að því er segir á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Flóðin féllu öll á Kirkjubólshlíð; tvö fyrir innan flugvöllinn, fyrir utan bæinn Höfða í Engidal og eitt á varnargarðinn fyrir ofan sorpbrennsluna Funa. Varnargarðurinn bjargaði sorpbrennslunni frá miklum skemmdum, en flóðið féll að mestu á garðinn. 7.3.2007 15:16
15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir barnanauðgun Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann á áttræðisaldri í 15 mánaða fangelsi, vegna kynferðisbrota. Maðurinn misnotaði 10 ára sonardóttur sína ítrekað. 12 mánuðir af refisingunni eru skilorðsbundnir. 7.3.2007 15:13
Fæðisgjald lækkar um 300 krónur á leikskólum Fæðisgjald á leikskólum borgarinnar lækkar um þrjú hundruð krónur á mánuði frá og með 1. apríl næstkomandi samkvæmt ákvörðun leikskólaráðs í dag. 7.3.2007 15:07
Áfengisneysla jókst um helming á áratug Áfengisneysla landsmanna hefur vaxið um 50 prósent á síðustu tíu árum. Áfengi veldur töluverðum skaða í samfélaginu og hefur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áætlað að yfir níu prósent af snemmbærri fötlun/dauða megi rekja beint til áfengis. 7.3.2007 15:03
Búðarferðin leiðinlega Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði síðdegis í gær að fimm ára dreng sem hvarf úr bíl móður sinnar á meðan hún verslaði í kvöldmatinn. Piltinum leiddist búðarrápið, eins og gjarnan er með karlmenn, og átti að bíða í bílnum á meðan. Þegar móðir hans kom aftur var hann horfinn. 7.3.2007 14:34
Þjófar á ferð á höfuðborgarsvæðinu Nokkuð var um þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu í gær. Brotist var inn í bíl í miðborg Reykjavíkur og teknar úr honum tvær ferðatöskur. Tölvuskjám var stolið í Hafnarfirði, einum úr heimahúsi og öðrum úr grunnskóla í bæjarfélaginu. Þá var kerra tekin frá bensínstöð í Grafarvogi og dekkjum stolið úr geymslu í austurborginni. 7.3.2007 14:15
Siðmennt óskar svara vegna Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar Menntamálaráðherra hefur ekki svarað bréfi Siðmenntar frá 3. október síðastliðnum þar sem óskað er eftir afstöðu ráðherra til Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar. Siðmennt telur víst að um trúboð sé að ræða, en í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að ráðherra telur svo ekki vera. Félagið harmar þessa afstöðu og telur víst að ráðherra hafi ekki skoðað öll rök í málinu. 7.3.2007 14:08
Slippurinn flyst á Grundartanga Slippurinn í Reykjavík, eitt elsta fyrirtæki borgarinnar, flyst innan tíðar á Grundartanga, og verður þá enginn slippur eftir í Reykjavík. Stjórn Faxaflóahafna gaf í gær Stálsmiðjunni, sem rekur Slippinn, vilyrði fyrir stórri lóð þar, bæði undir skemmu og dráttarbraut. Lóðin er vestan við Járnblendiverksmiðjuna, en nær þjóðveginum. 7.3.2007 13:15
Fréttir um bankasameiningu eru orðrómur Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að hvorki hann né stjórn bankans hafi tekið þátt í meintum sameiningaviðræðum Kaupþings og Glitnis. Hann segir slíkar fréttir einungis orðróm og að aðrir verði að svara fyrir það en hann. 7.3.2007 13:00
Fjandsamlegt andrúmsloft og sundrung vegna virkjana Áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafa skapað fjandsamlegt andrúmsloft og vakið sundrung meðal íbúa á svæðinu, segir meðal annars í athugasemd sóknarprestsins í Stóra-Núps prestakalli, til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 7.3.2007 12:17
Rændur og barinn í Flórída Íslenskur maður á fertugsaldri var barinn illa í viðskiptaferð á Flórída í fyrrakvöld. Maðurinn var að keyra vin sinn heim í Orlando upp úr miðnætti og villtist af leið þegar fjórir menn réðust á hann, drógu hann út úr bílnum og spörkuðu í hann án afláts. Þeir hurfu á brott eftir að ná af honum peningaveski með kreditkortum og 80 þúsund íslenskum krónum í bandaríkjadölum. 7.3.2007 11:59
Umhyggja fékk milljón fyrir mark Eiðs Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. 7.3.2007 11:56
Hvað orsakar offitu barna? Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast. Hlutfall of þungra barna hér á Íslandi er aðeins lægra en hefur þó farið vaxandi undanfarin ár. Nýleg könnun leiddi í ljós að íslensk börn eru meðal þeirra þyngstu í Evrópu. 7.3.2007 11:37
Vildi hætta viðskiptum við Nordica Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis og fyrrverandi yfirmaður matvörusviðs Baugs, sagðist í héraðsdómi í dag hafa viljað hætta viðskiptum við Nordica árið 2002. Hann var ósáttur við að Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hefði þrýst á innkaupaaðila að eiga viðskipti við tiltekna aðila, eins og Nordica, þrátt fyrir að vörur frá fyrirtækinu seldust ekki vel. 7.3.2007 11:19
Verður hægt að stinga bílnum í samband Bílar framtíðarinnar verða knúnir áfram með rafmagni í bland við hefðbundið eldsneyti. Ólíkt eldri tvinnbílum, sem fyrir eru, verður hægt að stinga þessum í samband við rafmagn og hlaða þá á næturnar meðan ökumaður sefur. Framkvæmdastjóri Orkusetursins segir þetta hagkvæma framtíðartækni og góða búbót fyrir orkufyrirtækin. 6.3.2007 21:00
Umferðarslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð rétt í þessu á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaspítala. Lögreglan hefur lokað veginum tímabundið vegna þess. Samkvæmt fyrstu fréttum slasaðist einn maður. Enn er ekki vitað hversu margir bílar voru í slysinu eða hvernig það gerðist. Meira mun birtast um málið um leið og fregnir berast. 6.3.2007 20:28
Heimili og skóli leggjast gegn sálgæslu innan skóla Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá. 6.3.2007 20:15
Bætur öryrkja falla ekki niður vegna vinnu Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þótt þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði, verði tillögur nefndar forsætisráðherra að veruleika um næstu áramót eins og stefnt er að. Tillögurnar eru unnar í góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka. 6.3.2007 20:00
Geðhjálp segir fólki úthýst af Landspítalanum Vilyrði ráðamanna um að koma því fólki sem dvaldi í Byrginu og í Breiðuvík til hjálpar virðast innistæðulaus. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar fullyrðir að fólkinu sé úthýst af Landspítalanum. 6.3.2007 19:35
Kaþólskum lýst vel á sameiningu Talsmaður Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi tekur vel undir hugmyndir um að viðræður verði hafnar við Þjóðkirkjuna um sameiningu og að sameinuð kirkja verði undir forsæti páfans í Róm. Rétt sé að ræða hvort ekki eigi að sameina kirkju Krists eftir meginklofning við siðaskiptin fyrir 450 árum. 6.3.2007 19:15
Nýtt frumvarp breytir skattbyrði álversins í Straumsvík Álverið í Straumsvík greiðir sömu skatta og önnur fyrirtæki hér á landi, nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Álverið greiðir þá tæplega helmingi minna í skatta til ríkisins en nær tvöfalt meira til Hafnarfjarðarbæjar. 6.3.2007 18:56
Sjálfstæðismenn fá frest til fimmtudags Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stjórnarandstaðan vill greiða götu slíks frumvarps en ráðherrann dregur í efa heilindi hennar og segir hana ýmist hæða eða hrósa Framsóknarflokknum. 6.3.2007 18:45
Áhersla lögð á öryggisráðsframboðið Sendiherra Íslands í Suður-Afríku ætlar í starfi sínu að leggja áherslu á að afla stuðningsmanna í álfunni við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra landsins kveðst reiðubúinn að styðja framboðið. 6.3.2007 18:30
Kennarar í Karphúsinu Kennarar og launanefnd sveitarfélaga funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Hóparnir funduðu saman og í sitthvoru lagi svo óhætt er að kalla fundinn, sem hófst klukkan eitt í dag og stóð fram á kvöld, samningafund. 6.3.2007 18:13
Ekkert ferðaveður á Holtavörðuheiði Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er óveður og hálka á Holtavörðuheiði og ekkert ferðaverður fyrir litla bíla. Á Suður- og Suðausturlandi eru vegir hins vegar víðast greiðfærir. Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir og óveður er í Staðarsveit. 6.3.2007 17:59
Erlendar skuldir jukust um 500 milljarða í fyrra Erlendar skuldir þjóðarbúsins umfram eignir námu 1350 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu aukist um tæpa fimm hundruð milljarða á árinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Seðlabanka Íslands. 6.3.2007 16:33
FL Group selur Kynnisferðir FL Group hefur selt fyrirtækið Kynnisferðir til hóps fjárfesta undir forystu SBA-Norðurleiðar og Hópbíla/Hagavagna. Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að áætlaður söluhagnaður félagsins séu um 450 milljónir króna en kaupverðið er sagt trúnaðarmál. 6.3.2007 16:20
Haraldur endurkjörinn formaður Bændasamtakanna Haraldur Benediktsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til næstu þriggja ára á Búnaðarþingi í dag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökunum hlaut Haraldur mjög afgerandi kosningu eða 46 af 49 greiddum atkvæðum en tveir seðlar voru ógildir, þar af annar með nafni Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og einn auður. 6.3.2007 15:59
Veður og færð að versna á Vestfjörðum Vegagerðin segir vonskuveður á Steingrímsfjarðarheiði og er búist við að hún verið ófær fljótlega eftir að þjónustu Vegagerðarinnar lýkur klukkan 20. Varað er við stormi og töluverðri ofankomu nú seinni partinn, í kvöld og í nótt en búast má við að það lægi með morgninum. 6.3.2007 15:52
Segir eiganda hass velkominn á lögreglustöðina Eitt fíkniefnamál kom upp um helgina hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en íbúi í fjölbýlishúsi í bænum hass liggjandi á gólfi í stigagangi hússins. Hann kom efninu til lögreglu sem segir í dagbók sinn að hafi verið níu grömm af hassi. 6.3.2007 15:11
Geðsvið LSH hafi sinnt þeim sem leitað hafi til sviðsins Geðsvið Landspítalans hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiða um þjónustu við fyrrverandi vistmenn Breiðavíkur og Byrgisins en Geðhjálp hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir það hvernig staðið hafi verið að því að koma fólkinu til aðstoðar. 6.3.2007 15:00
Kennarar og launanefnd funda hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga hafa frá því klukkan eitt setið á fundi hjá ríkissáttasemjara þar sem farið hefur verið yfir kjaradeilu sem staðið hefur frá því í fyrrasumar. Kennarar vilja að laun þeirra verði leiðrétt í samræmi við verðbólgu og launabreytingar hjá fjölmörgum öðrum launastéttum. 6.3.2007 14:48
Fimm kynningarfundir vegna stækkunar álvers Alcan Hafnarfjarðarbær stendur á fimmtudaginn fyrir fyrsta kynningarfundinum af fimm í tengslum við atkvæðagreiðslu um stækkun álvers Alcan í Straumsvík. 6.3.2007 14:17
150 þúsund króna sekt fyrir ofsaakstur í tvígang Það léttist væntanlega pyngjan hjá sautján ára pilti sem tekinn var fyrir ofsaakstur á Hafnarfjarðarvegi í gær. Þetta var í annað sinn á tíu dögum sem hann var tekinn fyrir slíkt háttalag og þarf hann að reiða fram 150 þúsund krónur í sekt. 6.3.2007 14:10
Vill stuðla að notkun vistvænna ökutækja Ríkisstjórnin ræddi í morgun og samþykkti frumvarp sem miðar að því að hvetja fólk til þess að nota vistvæn ökutæki. Í minnisblaði sem forsætisráðherra lagði fram á fundinum er kemur fram að vörugjöld á bifreiðar sem eru með metangas- eða rafnmagsvélar séu 240 þúsund króum lægri en ella og að ökutæki sem nýti rafmagn eða vetni séu undanþegin gjaldskyldu til ársins 2008. 6.3.2007 13:57
Atorka og Straumborg kaupa 3X Technology Atorka Group og Straumborg hafa keypt meirihluta hlutafjár í félaginu 3X Technology ehf. á Ísafirði sem áður hét 3X Stál. 6.3.2007 13:33
Fjölmargir skólar bjóða upp á ókeypis hafragraut Fjöldi grunnskóla er farinn að bjóða nemendum upp á ókeypis hafragraut í morgunmat. Eftir að fréttastofa Stöðvar 2 flutti frétt í gærkvöldi af Brekkuskóla á Akureyri komu ábendingar víða að um fleiri skóla sem hefðu tekið upp þennan sið. 6.3.2007 13:15