Innlent

Kennarar í Karphúsinu

Kennarar og launanefnd sveitarfélaga funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Hóparnir funduðu saman og í sitthvoru lagi svo óhætt er að kalla fundinn, sem hófst klukkan eitt í dag og stóð fram á kvöld, samningafund.

Ríkissáttasemjari hafði frumkvæði að því að funda með hópunum á föstudag vegna þeirra hugmynda sem komið hafa upp um gerðardóm og er þetta því í annað sinn sem þeir koma saman í Karphúsinu, í þessari lotu. Ríkissáttasemjari vildi lítið tjá sig um framvindu fundahaldanna í dag annað en það að menn væru jú að tala saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×