Innlent

Atorka og Straumborg kaupa 3X Technology

Atorka Group og Straumborg hafa keypt meirihluta hlutafjár í félaginu 3X Technology ehf. á Ísafirði sem áður hét 3X Stál. Fram kemur í tilkynningu frá Atorku að markmiðið með kaupunum sé að stuðla að frekari vexti fyrirtækisins og sækja inn á fleiri svið matvælaiðnaðar með framleiðsluvörur þess og tækjalausnir, ekki einungis á sviði sjávarfangs heldur einnig á sviði kjötvara, ávaxta og grænmetis.

3X Stál fékk í fyrra útflutningsverðlaun forseta Íslands en stofnendur félagsins eru þeir Albert Högnason og Jóhann Jónasson. Þeir munu áfram starfa hjá fyrirtækinu og eiga tæpan helming hlutafjár.

Geir Gunnlaugsson er hins vegar nýrr stjórnarformaður félagsins. Starfsmenn 3X Technology eru um 50, flestir við störf á Ísafirði, en einnig á söluskrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×