Innlent

Fjölmargir skólar bjóða upp á ókeypis hafragraut

MYND/Stöð 2

Fjöldi grunnskóla er farinn að bjóða nemendum upp á ókeypis hafragraut í morgunmat. Eftir að fréttastofa Stöðvar 2 flutti frétt í gærkvöldi af Brekkuskóla á Akureyri komu ábendingar víða að um fleiri skóla sem hefðu tekið upp þennan sið. Þar má nefna Fellaskóla í Breiðholti. Laugalækjarskóli byrjaði í haust að bjóða nemendum sínum upp á ókeypis hafragraut á morgnana, og í Engjaskóla í Grafarvogi fá nemendur og starfsfólk auk þess lýsi með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×