Fleiri fréttir Örorkumati breytt Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þó þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði nái tillögur nefndar forsætisráðherra fram að ganga. Tillögurnar eru unnar með góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka. Geir Haarde forsætisráðherra kynnti tillögurnar nú fyrir hádegi á fundi ríkisstjórnar. Öryrkjabandalag Íslands, Alþýðusambandið, BSRB, Samtök atvinnulífsins og Landsamband lífeyrissjóða áttu fulltrúa í nefndinni. Lagt er til að núgildandi örorkumat verði fellt niður og í stað þess komi sveigjanlegra mat sem tekur mið af starfsgetu frekar en örorku. Þá geta öryrkjar stundað vinnu án þess að eiga á hættu að missa allar bætur. 6.3.2007 11:18 Leikskólagjöld lækkuð á Seltjarnarnesi Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að lækka leikskólagjöld í bæjarfélaginu. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bænum felast breytingarnar í 10 prósenta lækkun á grunngjaldi, helmingshækkun systkinaafslátta auk um 30-60 prósenta hækkunar á framlögum til einkarekinna leikskóla. 6.3.2007 10:56 Umferðaróhapp á Sæbraut í kvöld Umferðaróhapp varð á Sæbraut til móts við Aktu Taktu skyndibitastaðinn í kvöld. Slysið var ekki alvarlegt en farþegi í aftursæti í öðrum bílnum slasaðist lítillega. Ökumenn beggja bílanna sluppu ómeiddir. Lögreglan vísar sem stendur umferð af Sæbrautinni inn á Skúlagötuna á meðan hún sinnir störfum sínum. Bílarnir skemmdust eitthvað en ekki er vitað hvort að þeir séu ökufærir. 5.3.2007 22:23 Veður fer versnandi á Holtavörðuheiði Veður og færð fer versnandi á Holtavörðuheiði og eru ökumenn lítilla bíla beðnir að leggja ekki á heiðina fyrir nóttina. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur er lokaður og einnig er varað við snjóflóðahættu á veginum um Óshlíð. Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að aðstoða mann sem hafði fest sig á Steingrímsfjarðarheiði en Vegagerðin hafði varað fólk við að ferðast þar um þar sem þjónustu var hætt klukkan átta í kvöld. 5.3.2007 22:09 Ókeypis hafragrautur handa svöngum nemendum Grunnskóli á Akureyri hefur brotið blað í sögu skóla þar í bæ með því að bjóða öllum nemendum sínum upp á ókeypis hafragraut. Börnin taka árbítnum fagnandi og rennur grauturinn ofan í maga nemenda í stríðum straumum. 5.3.2007 20:00 Akureyrarbær boðar kennara á sérfund Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að funda með kennurum vegna kjaradeilunnar. Akureyrarbær hefur einnig boðað sína kennara á sérfund og er fyrsta sveitarfélagið sem tekur það það skref. 5.3.2007 19:45 Aftur í pápískuna Baldur Kristjánsson, sóknarprestur og fyrrverandi biskupsritari vill að Þjóðkirkjan sameinist Kaþólsku kirkjunni undir forsæti páfa. Telur hann sýnt að fækka muni áfram í Þjóðkirkjunni en nú þegar er fimmti hver Íslendingur utan hennar eða yfir fimmtíu þúsund manns. 5.3.2007 19:24 Íslenskur munkur í íslensku klaustri Munkaklaustur reglu kapúsína verður stofnað að Kollaleiru í Reyðarfirði í sumar. Verður þá hafið að nýju klausturlíf munka hér á landi eftir hlé frá siðaskiptum fyrir 450 árum. Íslenskur munkur er við nám á Ítalíu við reglu kapúsína og verður hann fyrsti íslenski munkurinn í íslensku munkaklaustri frá tímum siðaskipta. 5.3.2007 19:19 Gera lítið úr ágreiningi Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna gerðu lítið úr ágreiningi sínum eftir að hafa verið á fundi í forsætisráðuneytinu í morgun. Engin niðurstaða er enn komin í málið. 5.3.2007 19:14 Árni vill sömu ríkisstjórn áfram Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu, haldi þeir meirihluta sínum í komandi kosningum. 5.3.2007 19:07 Stjórnarandstaðan vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá Þingflokkar Samfylkingar, vinstri grænna og frjálslyndra vilja greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum verði tekið upp í stjórnarskrá. Þingflokkarnir samþykkja jafnframt að afgreiðsla frumvarps til nýrra stjórnskipunarlaga, með slíku innihaldi, verði forgangsmál í störfum Alþingis það sem eftir lifir þingtímans. 5.3.2007 19:00 Íslendingar kosta skólamáltíðir í Úganda Íslensk stjórnvöld ætla að kosta skólamáltíðir 65.000 barna á átakasvæðum Norður-Úganda næstu tvö árin. Með ákvörðuninni kemst Ísland í hóp þeirra ríkja sem verja mestu fé til Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Úganda, sé miðað við höfðatölu. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heimsótti á dögunum flóttamannabúðir á svæðinu. 5.3.2007 18:30 Ísafjarðardjúp ófært vegna snjóflóða Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er Ísafjarðardjúp ófært vegna snjóflóða og ekki verður mokað vegna snjóflóðahættu fyrr en í fyrramálið. Vegna slæms veður mun færð á Steingrímsfjarðarheiði þyngjast mjög fljótlega eftir að þjónustu lýkur kl. 20.00 í kvöld. 5.3.2007 18:22 Vilja ræða um hvort stytta eigi leyfistíma nagladekkja Viðræður um styttingu á leyfistíma nagladekkja við Umferðarstofu og athugun á kostum og göllum þess að taka upp einhvers konar takmarkanir eins og gjaldtöku á notkun nagladekkja í samvinnu við ríki og önnur sveitarfélög eru meðal aðgerða sem umhverfisráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag. 5.3.2007 16:53 Lést í umferðarslysi í Hörgárdal Maðurinn sem lést í umferðarslysinu í Hörgárdal aðfaranótt sunnudagsins síðastliðinn hét Marcello Bruno La Fata, fæddur 9. júní 1968, til heimilis að Grettisgötu 43 í Reykjavík. Hann var ítalskur ríksborgari en hefur verið búsettur hér á landi í nokkur ár. 5.3.2007 16:30 Lækka gjaldskrá í félagsmiðstöðvum Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun að lækka gjaldskrá fyrir veitingar í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. 5.3.2007 16:21 Fyrsti fundur nýs hlutafélags um Ríkisútvarpið Stofnfundur Ríkisútvarpsins ohf. fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag en eins og kunnugt er var samþykkt á Alþingi snemma á árinu að breyta stofnuninni í opinbert hlutafélag. 5.3.2007 16:09 Stjórnarandstaðan tilbúin að greiða fyrir auðlindamáli á þingi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýsa sig reiðubúna til að greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði tekið upp í stjórnarskrá. Þetta kom á blaðamannafundi flokkanna í dag í Alþingishúsinu. 5.3.2007 15:40 Slippurinn að líkindum upp á Grundartanga Slippurinn í Reykjavík flyst að líkindum upp á Grundartanga ef hugmyndir eigenda Stálsmiðjunnar ná fram að ganga. Stálsmiðjan hefur rekið það sem eftir er af slippnum við Mýrargötu en hann verður brátt að víkja fyrir íbúðarhúsnæði. 5.3.2007 15:30 Vegi lokað í Steingrímsfirði vegna umferðaróhapps Búið er að loka veginum við Kirkjuból í Steingrímsfirði um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á Ísafirði að flutningabíll hefði oltið og að lögreglan á Hólmavík væri á vettvangi. Frekari upplýsingar væri ekki að fá að svo stöddu. 5.3.2007 15:06 Yfir 60 umferðaróhöpp í borginni um helgina Sextíu og fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina, flest minni háttar. Í þremur tilfellum var fólk flutt á slysadeild en í þeim hópi var 17 ára piltur sem velti bíl sínum á Suðurlandsvegi. 5.3.2007 14:59 Þrennt flutt á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Þrennt var flutt á slysadeild með minni háttar meiðsl um ellefuleytið í morgun eftir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Reykjanesbrautar og Vífilstaðavegar Í Garðabæ. Breytingar standa nú yfir á gatnamótunum. 5.3.2007 14:52 Menntaráð vill hækka styrki til einkarekinna grunnskóla Menntaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að beina því til borgarráðs að hækka styrki til einkarekinna grunnskóla í borginni úr rúmum 515 þúsund krónum á nemanda á ári í 600 þúsund og að hækkunin verði afturvirk frá áramótum. 5.3.2007 14:13 Stór hluti meintra kynferðisbrotamála felldur niður 262 af 380 málum sem bárust ríkissaksóknara vegna meintra kynferðisbrota voru felld niður á árunum 1999-2006. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Valdimars Leós Friðrikssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. 5.3.2007 13:53 Loftmengun minni eftir aldamót vegna meiri úrkomu Loftmengun var meiri í Reykjavík árin 1995 til 2000 heldur en árin 2002 til 2006 að því er segir á vef umhverfisssviðs Reykjavíkurborgar. Ástæðan er sögð meðal annars meiri úrkoma og betri mengunarbúnaður í bifreiðum þrátt fyrir fjölgun bíla. 5.3.2007 13:15 Konur í aðalhlutverki Sendinefndin sem fylgdi Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra á ferð hennar um Afríku í síðustu viku var þorra ferðarinnar eingöngu skipuð konum. Ekki eru dæmi um að svo hátt sett sendinefnd hafi verið þannig skipuð. 5.3.2007 13:00 Hvorugur endurskoðenda Baugs vissi um kaupréttarsamninga Endurskoðendur Baugs vissu hvorugir um kaupréttarsamninga yfirmanna Baugs fyrr en eftir að lögreglurannsókn hófst. Anna Þórðardóttir, endurskoðandi Baugs, kom fyrir réttinn í morgun. 5.3.2007 12:52 Segja þriggja hæða gatnamót ekki auka lífsgæði Íbúasamtök Hlíða, Holta, og Norðurmýrar í Reykjavík telja að hugmyndir um þriggja hæða gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verði engan vegin til að auka lífsgæði íbúa hverfanna með tilliti til útblásturs bíla og svifryksmengunar. 5.3.2007 12:45 Hátt í 90 athugasemdir vegna virkjana í Þjórsá Hátt í níutíu athugasemdir hafa borist skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu vegna þriggja fyrirhugaðra virkjana í Neðri-Þjórsá. Þær koma bæði frá einstaklingum, hópum og samtökum. 5.3.2007 12:30 Grétar Mar Jónsson leiðir í Suðurkjördæmi Grétar Mar Jónsson, skipstjóri í Sandgerði, leiðir lista Suðurkjördæmis Frjálslynda flokksins fyrir kosningarnar í vor. Óskar Þór Karlsson, formaður Samtaka fiskvinnslu án útgerða, tekur annað sætið. 5.3.2007 12:20 Engin niðurstaða komin í auðlindamálið Forystumenn stjórnarflokkanna hittust í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er komin í málið. Geir H Haarde forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir þó "á mörkunum" að niðurstaða fáist fyrir kosningar. 5.3.2007 11:52 Tekinn fyrir ölvunarakstur á flutningabíl Ökumaður flutningabíls með fjörutíu feta gám á tengivagni var í hópi þeirr fjórtán manna sem teknir voru fyrir ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum lyfja á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Maðurinn var gripinn í gær í Mosfellsbæ. 5.3.2007 11:46 84 kærðir fyrir hraðakstur á einni viku 84 voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í vikunni sem leið. Segir á vef lögreglunnar að af þessum 84 hafi sjö ökumenn ekið of hratt á Hellisheiði á laugardag þar sem snjókrapi var á veginum og aðstæður með þeim hætti að slíkur hraðakstur var mikil ógn við aðra vegfarendur og stofnaði þeim í mikla hættu. 5.3.2007 11:05 Betra að róa menn niður en handtaka þá Lögregla ætti ekki að beita menn, sem ganga berserksgang og eru með óráði, valdi heldur reyna að róa þá. Þetta segir danski réttarmeinafræðingurinn Peter Leth í samtali við fréttaskýringaþáttinn Kompás sem er á dagskrá í kvöld. Þar er fjallað um andlát Jóns Helgasonar, í höndum lögreglu, í lok nóvember á síðasta ári. 4.3.2007 18:56 Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4.3.2007 18:32 Tollkvótar hækka matarverð Ákvörðun stjórnvalda, um að bjóða upp innflutningskvóta á kjöti og ostum, stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Dæmi eru um að framleiðendur hafi keypt kvóta til að hindra innflutning og halda verðinu uppi. 4.3.2007 18:30 Uppörvandi fyrir hægri grænt framboð Gallup-könnun, á fylgi við nýtt framboð umhverfisverndarsinna, sýnir að það hefur hljómgrunn meðal þjóðarinnar, segir Ómar Ragnarsson sem verður á lista flokksins í Reykjavík ásamt Margréti Sverrisdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni. Listinn býður fram í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í vor. 4.3.2007 18:30 Hellir Íslandsmeistari skákfélaga Taflfélagið Hellir tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í skák eftir spennandi keppni í Rimaskóla. Hellir sigraði Taflfélag Vestmannaeyja öruggt, 6-2 í úrslitaviðureign. Hellir hlaut 47 vinninga af 56 mögulegum og tapaði sveitin einungis einni skák í allri keppninni sem er nýtt met. Eyjamenn urðu í öðru sæti með 42,5 vinninga og Taflfélag Reykjavíkur í 3. sæti með 35 vinninga. Þetta er fjórði titill Hellis, sem nú er orðið næstsigursælast íslenskra taflfélaga, einungis TR hefur unnið oftar. 4.3.2007 17:57 Alvarlegt bílslys við Hvolsvöll Alvarlegt bílslys varð rétt vestan við Hvolsvöll nú síðdegis þegar fólksbíll og sjúkrabíll rákust saman. Ökumaður fólksbílsins slasaðist illa í árekstrinum og er á leið til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Lögregla sagði líklegt að þyrla Landhelgisgæslunnar mundi fljúga á móti sjúkrabílnum til að flytja manninn á slysadeild. 4.3.2007 17:51 Ákvarðanir um gæslu teknar af utanríkisráðuneyti Ákvarðanir um umfang öryggisgæslu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, þ.m.t. fjöldi öryggisvarða eru teknar af utanríkisráðuneytinu, samkvæmt yfirlýsingu sem dómsmálaráðuneytið hefur sent Stöð 2. 4.3.2007 16:54 Eldur við Heilsugæslustöðina á Seltjarnarnesi Lögregla og slökkvilið hafa verið kölluð að Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi þar sem logar í ruslageymslu. Að sögn lögreglu er eldurinn afmarkaður og lítil hætta á að hann breiðist út. 4.3.2007 16:32 Allt á floti í Aðalstræti Vatn flæddi yfir allt í húsinu við Aðalstræti 9 í dag. Kallað var á slökkvilið þegar um 15 sentímetra vatnslag hafði flætt yfir gólf á neðri hæðum hússins. Ekki er hægt að segja til um það hversu miklar skemmdir hafa hlotist en slökkvilið vinnur nú að því að dæla vatninu út. Í húsinu eru meðal annars sólbaðsstofa, lögmannsskrifstofur og skrifstofur Frjálslynda flokksins. 4.3.2007 15:01 Mengun eykst í Straumsvík við stækkun Mengun frá álveri Alcan í Straumsvík eykst við stækkun þess. Þetta staðhæfir Stefán Georgsson verkfræðingur í grein sem hann skrifar í dag á vefsíðuna www.solistraumi.org. Varfærnislegt mat Stefáns er að losun flúoríðs rúmlega tvöfaldist, losun svifryks og gróðurhúsalofttegunda eykst enn meira. Þá segir Stefán mat sitt vera að 460 þúsund tonna álver eigi ekki heima í Straumsvík. 4.3.2007 14:42 Landbúnaður skiptir þjóðina máli 95% þjóðarinnar segja skipta máli að landbúnaður verði stundaður hér á landi til framtíðar og rúm 60% þjóðarinnar eru tilbúin að greiða hærra verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem Capacent-Gallup gerði fyrir Bændasamtökin. 4.3.2007 14:26 Sigurður Kári vill að Siv segi af sér Sigurður Kári Kristjánsson segir að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra eigi að segja af sér, hvort sem hún hafi meint eða ekki ummæli um að það varðaði stjórnarslitum ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá. „Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt“, sagði Sigurður. 4.3.2007 12:41 Sjá næstu 50 fréttir
Örorkumati breytt Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þó þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði nái tillögur nefndar forsætisráðherra fram að ganga. Tillögurnar eru unnar með góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka. Geir Haarde forsætisráðherra kynnti tillögurnar nú fyrir hádegi á fundi ríkisstjórnar. Öryrkjabandalag Íslands, Alþýðusambandið, BSRB, Samtök atvinnulífsins og Landsamband lífeyrissjóða áttu fulltrúa í nefndinni. Lagt er til að núgildandi örorkumat verði fellt niður og í stað þess komi sveigjanlegra mat sem tekur mið af starfsgetu frekar en örorku. Þá geta öryrkjar stundað vinnu án þess að eiga á hættu að missa allar bætur. 6.3.2007 11:18
Leikskólagjöld lækkuð á Seltjarnarnesi Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að lækka leikskólagjöld í bæjarfélaginu. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bænum felast breytingarnar í 10 prósenta lækkun á grunngjaldi, helmingshækkun systkinaafslátta auk um 30-60 prósenta hækkunar á framlögum til einkarekinna leikskóla. 6.3.2007 10:56
Umferðaróhapp á Sæbraut í kvöld Umferðaróhapp varð á Sæbraut til móts við Aktu Taktu skyndibitastaðinn í kvöld. Slysið var ekki alvarlegt en farþegi í aftursæti í öðrum bílnum slasaðist lítillega. Ökumenn beggja bílanna sluppu ómeiddir. Lögreglan vísar sem stendur umferð af Sæbrautinni inn á Skúlagötuna á meðan hún sinnir störfum sínum. Bílarnir skemmdust eitthvað en ekki er vitað hvort að þeir séu ökufærir. 5.3.2007 22:23
Veður fer versnandi á Holtavörðuheiði Veður og færð fer versnandi á Holtavörðuheiði og eru ökumenn lítilla bíla beðnir að leggja ekki á heiðina fyrir nóttina. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur er lokaður og einnig er varað við snjóflóðahættu á veginum um Óshlíð. Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að aðstoða mann sem hafði fest sig á Steingrímsfjarðarheiði en Vegagerðin hafði varað fólk við að ferðast þar um þar sem þjónustu var hætt klukkan átta í kvöld. 5.3.2007 22:09
Ókeypis hafragrautur handa svöngum nemendum Grunnskóli á Akureyri hefur brotið blað í sögu skóla þar í bæ með því að bjóða öllum nemendum sínum upp á ókeypis hafragraut. Börnin taka árbítnum fagnandi og rennur grauturinn ofan í maga nemenda í stríðum straumum. 5.3.2007 20:00
Akureyrarbær boðar kennara á sérfund Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að funda með kennurum vegna kjaradeilunnar. Akureyrarbær hefur einnig boðað sína kennara á sérfund og er fyrsta sveitarfélagið sem tekur það það skref. 5.3.2007 19:45
Aftur í pápískuna Baldur Kristjánsson, sóknarprestur og fyrrverandi biskupsritari vill að Þjóðkirkjan sameinist Kaþólsku kirkjunni undir forsæti páfa. Telur hann sýnt að fækka muni áfram í Þjóðkirkjunni en nú þegar er fimmti hver Íslendingur utan hennar eða yfir fimmtíu þúsund manns. 5.3.2007 19:24
Íslenskur munkur í íslensku klaustri Munkaklaustur reglu kapúsína verður stofnað að Kollaleiru í Reyðarfirði í sumar. Verður þá hafið að nýju klausturlíf munka hér á landi eftir hlé frá siðaskiptum fyrir 450 árum. Íslenskur munkur er við nám á Ítalíu við reglu kapúsína og verður hann fyrsti íslenski munkurinn í íslensku munkaklaustri frá tímum siðaskipta. 5.3.2007 19:19
Gera lítið úr ágreiningi Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna gerðu lítið úr ágreiningi sínum eftir að hafa verið á fundi í forsætisráðuneytinu í morgun. Engin niðurstaða er enn komin í málið. 5.3.2007 19:14
Árni vill sömu ríkisstjórn áfram Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu, haldi þeir meirihluta sínum í komandi kosningum. 5.3.2007 19:07
Stjórnarandstaðan vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá Þingflokkar Samfylkingar, vinstri grænna og frjálslyndra vilja greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum verði tekið upp í stjórnarskrá. Þingflokkarnir samþykkja jafnframt að afgreiðsla frumvarps til nýrra stjórnskipunarlaga, með slíku innihaldi, verði forgangsmál í störfum Alþingis það sem eftir lifir þingtímans. 5.3.2007 19:00
Íslendingar kosta skólamáltíðir í Úganda Íslensk stjórnvöld ætla að kosta skólamáltíðir 65.000 barna á átakasvæðum Norður-Úganda næstu tvö árin. Með ákvörðuninni kemst Ísland í hóp þeirra ríkja sem verja mestu fé til Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Úganda, sé miðað við höfðatölu. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heimsótti á dögunum flóttamannabúðir á svæðinu. 5.3.2007 18:30
Ísafjarðardjúp ófært vegna snjóflóða Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er Ísafjarðardjúp ófært vegna snjóflóða og ekki verður mokað vegna snjóflóðahættu fyrr en í fyrramálið. Vegna slæms veður mun færð á Steingrímsfjarðarheiði þyngjast mjög fljótlega eftir að þjónustu lýkur kl. 20.00 í kvöld. 5.3.2007 18:22
Vilja ræða um hvort stytta eigi leyfistíma nagladekkja Viðræður um styttingu á leyfistíma nagladekkja við Umferðarstofu og athugun á kostum og göllum þess að taka upp einhvers konar takmarkanir eins og gjaldtöku á notkun nagladekkja í samvinnu við ríki og önnur sveitarfélög eru meðal aðgerða sem umhverfisráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag. 5.3.2007 16:53
Lést í umferðarslysi í Hörgárdal Maðurinn sem lést í umferðarslysinu í Hörgárdal aðfaranótt sunnudagsins síðastliðinn hét Marcello Bruno La Fata, fæddur 9. júní 1968, til heimilis að Grettisgötu 43 í Reykjavík. Hann var ítalskur ríksborgari en hefur verið búsettur hér á landi í nokkur ár. 5.3.2007 16:30
Lækka gjaldskrá í félagsmiðstöðvum Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun að lækka gjaldskrá fyrir veitingar í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. 5.3.2007 16:21
Fyrsti fundur nýs hlutafélags um Ríkisútvarpið Stofnfundur Ríkisútvarpsins ohf. fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag en eins og kunnugt er var samþykkt á Alþingi snemma á árinu að breyta stofnuninni í opinbert hlutafélag. 5.3.2007 16:09
Stjórnarandstaðan tilbúin að greiða fyrir auðlindamáli á þingi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýsa sig reiðubúna til að greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði tekið upp í stjórnarskrá. Þetta kom á blaðamannafundi flokkanna í dag í Alþingishúsinu. 5.3.2007 15:40
Slippurinn að líkindum upp á Grundartanga Slippurinn í Reykjavík flyst að líkindum upp á Grundartanga ef hugmyndir eigenda Stálsmiðjunnar ná fram að ganga. Stálsmiðjan hefur rekið það sem eftir er af slippnum við Mýrargötu en hann verður brátt að víkja fyrir íbúðarhúsnæði. 5.3.2007 15:30
Vegi lokað í Steingrímsfirði vegna umferðaróhapps Búið er að loka veginum við Kirkjuból í Steingrímsfirði um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á Ísafirði að flutningabíll hefði oltið og að lögreglan á Hólmavík væri á vettvangi. Frekari upplýsingar væri ekki að fá að svo stöddu. 5.3.2007 15:06
Yfir 60 umferðaróhöpp í borginni um helgina Sextíu og fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina, flest minni háttar. Í þremur tilfellum var fólk flutt á slysadeild en í þeim hópi var 17 ára piltur sem velti bíl sínum á Suðurlandsvegi. 5.3.2007 14:59
Þrennt flutt á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Þrennt var flutt á slysadeild með minni háttar meiðsl um ellefuleytið í morgun eftir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Reykjanesbrautar og Vífilstaðavegar Í Garðabæ. Breytingar standa nú yfir á gatnamótunum. 5.3.2007 14:52
Menntaráð vill hækka styrki til einkarekinna grunnskóla Menntaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að beina því til borgarráðs að hækka styrki til einkarekinna grunnskóla í borginni úr rúmum 515 þúsund krónum á nemanda á ári í 600 þúsund og að hækkunin verði afturvirk frá áramótum. 5.3.2007 14:13
Stór hluti meintra kynferðisbrotamála felldur niður 262 af 380 málum sem bárust ríkissaksóknara vegna meintra kynferðisbrota voru felld niður á árunum 1999-2006. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Valdimars Leós Friðrikssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. 5.3.2007 13:53
Loftmengun minni eftir aldamót vegna meiri úrkomu Loftmengun var meiri í Reykjavík árin 1995 til 2000 heldur en árin 2002 til 2006 að því er segir á vef umhverfisssviðs Reykjavíkurborgar. Ástæðan er sögð meðal annars meiri úrkoma og betri mengunarbúnaður í bifreiðum þrátt fyrir fjölgun bíla. 5.3.2007 13:15
Konur í aðalhlutverki Sendinefndin sem fylgdi Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra á ferð hennar um Afríku í síðustu viku var þorra ferðarinnar eingöngu skipuð konum. Ekki eru dæmi um að svo hátt sett sendinefnd hafi verið þannig skipuð. 5.3.2007 13:00
Hvorugur endurskoðenda Baugs vissi um kaupréttarsamninga Endurskoðendur Baugs vissu hvorugir um kaupréttarsamninga yfirmanna Baugs fyrr en eftir að lögreglurannsókn hófst. Anna Þórðardóttir, endurskoðandi Baugs, kom fyrir réttinn í morgun. 5.3.2007 12:52
Segja þriggja hæða gatnamót ekki auka lífsgæði Íbúasamtök Hlíða, Holta, og Norðurmýrar í Reykjavík telja að hugmyndir um þriggja hæða gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verði engan vegin til að auka lífsgæði íbúa hverfanna með tilliti til útblásturs bíla og svifryksmengunar. 5.3.2007 12:45
Hátt í 90 athugasemdir vegna virkjana í Þjórsá Hátt í níutíu athugasemdir hafa borist skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu vegna þriggja fyrirhugaðra virkjana í Neðri-Þjórsá. Þær koma bæði frá einstaklingum, hópum og samtökum. 5.3.2007 12:30
Grétar Mar Jónsson leiðir í Suðurkjördæmi Grétar Mar Jónsson, skipstjóri í Sandgerði, leiðir lista Suðurkjördæmis Frjálslynda flokksins fyrir kosningarnar í vor. Óskar Þór Karlsson, formaður Samtaka fiskvinnslu án útgerða, tekur annað sætið. 5.3.2007 12:20
Engin niðurstaða komin í auðlindamálið Forystumenn stjórnarflokkanna hittust í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er komin í málið. Geir H Haarde forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir þó "á mörkunum" að niðurstaða fáist fyrir kosningar. 5.3.2007 11:52
Tekinn fyrir ölvunarakstur á flutningabíl Ökumaður flutningabíls með fjörutíu feta gám á tengivagni var í hópi þeirr fjórtán manna sem teknir voru fyrir ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum lyfja á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Maðurinn var gripinn í gær í Mosfellsbæ. 5.3.2007 11:46
84 kærðir fyrir hraðakstur á einni viku 84 voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í vikunni sem leið. Segir á vef lögreglunnar að af þessum 84 hafi sjö ökumenn ekið of hratt á Hellisheiði á laugardag þar sem snjókrapi var á veginum og aðstæður með þeim hætti að slíkur hraðakstur var mikil ógn við aðra vegfarendur og stofnaði þeim í mikla hættu. 5.3.2007 11:05
Betra að róa menn niður en handtaka þá Lögregla ætti ekki að beita menn, sem ganga berserksgang og eru með óráði, valdi heldur reyna að róa þá. Þetta segir danski réttarmeinafræðingurinn Peter Leth í samtali við fréttaskýringaþáttinn Kompás sem er á dagskrá í kvöld. Þar er fjallað um andlát Jóns Helgasonar, í höndum lögreglu, í lok nóvember á síðasta ári. 4.3.2007 18:56
Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4.3.2007 18:32
Tollkvótar hækka matarverð Ákvörðun stjórnvalda, um að bjóða upp innflutningskvóta á kjöti og ostum, stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Dæmi eru um að framleiðendur hafi keypt kvóta til að hindra innflutning og halda verðinu uppi. 4.3.2007 18:30
Uppörvandi fyrir hægri grænt framboð Gallup-könnun, á fylgi við nýtt framboð umhverfisverndarsinna, sýnir að það hefur hljómgrunn meðal þjóðarinnar, segir Ómar Ragnarsson sem verður á lista flokksins í Reykjavík ásamt Margréti Sverrisdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni. Listinn býður fram í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í vor. 4.3.2007 18:30
Hellir Íslandsmeistari skákfélaga Taflfélagið Hellir tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í skák eftir spennandi keppni í Rimaskóla. Hellir sigraði Taflfélag Vestmannaeyja öruggt, 6-2 í úrslitaviðureign. Hellir hlaut 47 vinninga af 56 mögulegum og tapaði sveitin einungis einni skák í allri keppninni sem er nýtt met. Eyjamenn urðu í öðru sæti með 42,5 vinninga og Taflfélag Reykjavíkur í 3. sæti með 35 vinninga. Þetta er fjórði titill Hellis, sem nú er orðið næstsigursælast íslenskra taflfélaga, einungis TR hefur unnið oftar. 4.3.2007 17:57
Alvarlegt bílslys við Hvolsvöll Alvarlegt bílslys varð rétt vestan við Hvolsvöll nú síðdegis þegar fólksbíll og sjúkrabíll rákust saman. Ökumaður fólksbílsins slasaðist illa í árekstrinum og er á leið til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Lögregla sagði líklegt að þyrla Landhelgisgæslunnar mundi fljúga á móti sjúkrabílnum til að flytja manninn á slysadeild. 4.3.2007 17:51
Ákvarðanir um gæslu teknar af utanríkisráðuneyti Ákvarðanir um umfang öryggisgæslu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, þ.m.t. fjöldi öryggisvarða eru teknar af utanríkisráðuneytinu, samkvæmt yfirlýsingu sem dómsmálaráðuneytið hefur sent Stöð 2. 4.3.2007 16:54
Eldur við Heilsugæslustöðina á Seltjarnarnesi Lögregla og slökkvilið hafa verið kölluð að Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi þar sem logar í ruslageymslu. Að sögn lögreglu er eldurinn afmarkaður og lítil hætta á að hann breiðist út. 4.3.2007 16:32
Allt á floti í Aðalstræti Vatn flæddi yfir allt í húsinu við Aðalstræti 9 í dag. Kallað var á slökkvilið þegar um 15 sentímetra vatnslag hafði flætt yfir gólf á neðri hæðum hússins. Ekki er hægt að segja til um það hversu miklar skemmdir hafa hlotist en slökkvilið vinnur nú að því að dæla vatninu út. Í húsinu eru meðal annars sólbaðsstofa, lögmannsskrifstofur og skrifstofur Frjálslynda flokksins. 4.3.2007 15:01
Mengun eykst í Straumsvík við stækkun Mengun frá álveri Alcan í Straumsvík eykst við stækkun þess. Þetta staðhæfir Stefán Georgsson verkfræðingur í grein sem hann skrifar í dag á vefsíðuna www.solistraumi.org. Varfærnislegt mat Stefáns er að losun flúoríðs rúmlega tvöfaldist, losun svifryks og gróðurhúsalofttegunda eykst enn meira. Þá segir Stefán mat sitt vera að 460 þúsund tonna álver eigi ekki heima í Straumsvík. 4.3.2007 14:42
Landbúnaður skiptir þjóðina máli 95% þjóðarinnar segja skipta máli að landbúnaður verði stundaður hér á landi til framtíðar og rúm 60% þjóðarinnar eru tilbúin að greiða hærra verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem Capacent-Gallup gerði fyrir Bændasamtökin. 4.3.2007 14:26
Sigurður Kári vill að Siv segi af sér Sigurður Kári Kristjánsson segir að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra eigi að segja af sér, hvort sem hún hafi meint eða ekki ummæli um að það varðaði stjórnarslitum ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá. „Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt“, sagði Sigurður. 4.3.2007 12:41