Innlent

Fæðisgjald lækkar um 300 krónur á leikskólum

MYND/GVA

Fæðisgjald á leikskólum borgarinnar lækkar um þrjú hundruð krónur á mánuði frá og með 1. apríl næstkomandi samkvæmt ákvörðun leikskólaráðs í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að lækkunin komi í kjölfar þess að virðisaukaskattur á matvæli hefur verið lækkaður. Fæðisgjald í leikskólum nær til hráefniskaupa og hluta af kostnaði sem til fellur við matreiðslu, s.s. laun matráðs, eldhúsaðstöðu, rafmagns og fleira. Fæðisgjaldið er 6.370 krónur á mánuði nú en lækkar í 6.070 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×