Innlent

Auðlindaákvæði skapi ekki óvissu í sjávarútvegi

MYND/E.Ól

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur sent frá sér ályktun vegna umræðna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem það minnir á mikilvægi þess að ekki verði gerðar breytingar á stjórnarskránni sem skapi ósvissu um stöðu sjávarútvegs. Bent er á að sjávarútvegur sé undirstöðuatvinnugrein í Vestmannaeyjum og skapi samfélaginu mikil verðmæti. Uppgangur sjávarútvegs síðustu ár sé að miklu leyti tilkominn vegna þess að dregið hafi úr óvissu um stöðu sjávarútvegs og nýtingu auðlindarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×