Innlent

Vill stuðla að notkun vistvænna ökutækja

MYND/Stefán

Ríkisstjórnin ræddi í morgun og samþykkti frumvarp sem miðar að því að hvetja fólk til þess að nota vistvæn ökutæki. Í minnisblaði sem forsætisráðherra lagði fram á fundinum er kemur fram að vörugjöld á bifreiðar sem eru með metangas- eða rafnmagsvélar séu 240 þúsund króum lægri en ella og að ökutæki sem nýti rafmagn eða vetni séu undanþegin gjaldskyldu til ársins 2008. Lagt er til að þessi lagaákvæði verði framlengd til ársins 2009.

Þá beinir ríkisstjórnin þeim tilmælum til ríkisstofnana að kaupa vistvænar tegundir af bílum þegar bílar í eigu ríkisins eru endurnýjaðir. Er bent á að áætlað sé að einn bensínbíll mengi að jafnaði jafn mikið 113 sambærilegir metanbílar.

Stefnt er að því að í lok árs 2008 verði tíu prósent af bifreiðum ríkisins knúnar vistvænum orkugjöfum, fimmtungur árið 2010 og um þriðjungur árið 2012.

Í minnisblaðinu er enn fremur bent á að metangas sé unnið í hreinsistöð í Álfsnesi og er áætlað að nægjanlegt gas fáist þar á ári hverju til þess að fullnægja þörfum fjögur þúsund smærri ökutækja. Metanið sé tekið sem aukaafurð í Álfsnesi en hins vegar megi einnig framleiða metan í verksmiðjum til að ná meiri nýtni og nota til þess nánast hvaða lífræna úrgang sem er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×