Innlent

Veður og færð að versna á Vestfjörðum

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Elma Guðmundsdóttir

Vegagerðin segir vonskuveður á Steingrímsfjarðarheiði og er búist við að hún verið ófær fljótlega eftir að þjónustu Vegagerðarinnar lýkur klukkan 20. Varað er við stormi og töluverðri ofankomu nú seinni partinn, í kvöld og í nótt en búast má við að það lægi með morgninum.

Hálka og skafrenningur er víða á Vestfjörðum og eru vegfarendur beðnir um að kynna sér færð og ástand vega áður en lagt er í ferðalög á Vestfjörðum. Hálka eða hálkublettir eru víða á Vestur, Norður- og Austurlandi en á Suður- og Suðausturlandi eru vegir víðast greiðfærir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×