Innlent

Kaþólskum lýst vel á sameiningu

Talsmaður Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi tekur vel undir hugmyndir um að viðræður verði hafnar við Þjóðkirkjuna um sameiningu og að sameinuð kirkja verði undir forsæti páfans í Róm. Rétt sé að ræða hvort ekki eigi að sameina kirkju Krists eftir meginklofning við siðaskiptin fyrir 450 árum.

Í gær greindum við frá þeirri róttæku tillögu Baldurs Kristjánssonar, sóknarprests í Þorlákshöfn og fyrrverandi biskupsritara þess efnis að rétt væri að skoða sameiningu við Kaþólsku kirkjuna. Vísaði Baldur m.a. til þess að utan Þjóðkirkjunanr stæði nú einn af hverjum fimm íslendingum. Meðal annars skýrðist þetta af fjölgun nýbúa sem flestir hverjir væru kaþólskir. Í Kompásþætti í fyrra mánuði kom fram að þar hefur fjölgað einna mest á liðnum árum.

Séra Jakob Rolland, kanslari kaþólska biskupsdæmisins telur rétt að hefja viðræður um þetta efni og telur hann að það sé engin gjá óbrúanleg. Fram kom hjá Sr. Baldri að viðræður af þessu tagi væru í gangi á milli ensku biskupakirkjunnar og þeirrar Kaþólsku. Sr Rolland segir að það hafi farið af stað viðræður af þessu tagi hérlendis í kjölfar páfaheimsóknar 1989. Hafi þá nokkuð áunnist í því að ná sameiginlegum skilningi á ágreiningsefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×