Fleiri fréttir

Kaþólskum lýst vel á sameiningu

Talsmaður Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi tekur vel undir hugmyndir um að viðræður verði hafnar við Þjóðkirkjuna um sameiningu og að sameinuð kirkja verði undir forsæti páfans í Róm. Rétt sé að ræða hvort ekki eigi að sameina kirkju Krists eftir meginklofning við siðaskiptin fyrir 450 árum.

Nýtt frumvarp breytir skattbyrði álversins í Straumsvík

Álverið í Straumsvík greiðir sömu skatta og önnur fyrirtæki hér á landi, nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Álverið greiðir þá tæplega helmingi minna í skatta til ríkisins en nær tvöfalt meira til Hafnarfjarðarbæjar.

Sjálfstæðismenn fá frest til fimmtudags

Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stjórnarandstaðan vill greiða götu slíks frumvarps en ráðherrann dregur í efa heilindi hennar og segir hana ýmist hæða eða hrósa Framsóknarflokknum.

Áhersla lögð á öryggisráðsframboðið

Sendiherra Íslands í Suður-Afríku ætlar í starfi sínu að leggja áherslu á að afla stuðningsmanna í álfunni við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra landsins kveðst reiðubúinn að styðja framboðið.

Kennarar í Karphúsinu

Kennarar og launanefnd sveitarfélaga funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Hóparnir funduðu saman og í sitthvoru lagi svo óhætt er að kalla fundinn, sem hófst klukkan eitt í dag og stóð fram á kvöld, samningafund.

Ekkert ferðaveður á Holtavörðuheiði

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er óveður og hálka á Holtavörðuheiði og ekkert ferðaverður fyrir litla bíla. Á Suður- og Suðausturlandi eru vegir hins vegar víðast greiðfærir. Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir og óveður er í Staðarsveit.

Erlendar skuldir jukust um 500 milljarða í fyrra

Erlendar skuldir þjóðarbúsins umfram eignir námu 1350 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu aukist um tæpa fimm hundruð milljarða á árinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Seðlabanka Íslands.

FL Group selur Kynnisferðir

FL Group hefur selt fyrirtækið Kynnisferðir til hóps fjárfesta undir forystu SBA-Norðurleiðar og Hópbíla/Hagavagna. Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að áætlaður söluhagnaður félagsins séu um 450 milljónir króna en kaupverðið er sagt trúnaðarmál.

Haraldur endurkjörinn formaður Bændasamtakanna

Haraldur Benediktsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til næstu þriggja ára á Búnaðarþingi í dag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökunum hlaut Haraldur mjög afgerandi kosningu eða 46 af 49 greiddum atkvæðum en tveir seðlar voru ógildir, þar af annar með nafni Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og einn auður.

Veður og færð að versna á Vestfjörðum

Vegagerðin segir vonskuveður á Steingrímsfjarðarheiði og er búist við að hún verið ófær fljótlega eftir að þjónustu Vegagerðarinnar lýkur klukkan 20. Varað er við stormi og töluverðri ofankomu nú seinni partinn, í kvöld og í nótt en búast má við að það lægi með morgninum.

Segir eiganda hass velkominn á lögreglustöðina

Eitt fíkniefnamál kom upp um helgina hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en íbúi í fjölbýlishúsi í bænum hass liggjandi á gólfi í stigagangi hússins. Hann kom efninu til lögreglu sem segir í dagbók sinn að hafi verið níu grömm af hassi.

Geðsvið LSH hafi sinnt þeim sem leitað hafi til sviðsins

Geðsvið Landspítalans hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiða um þjónustu við fyrrverandi vistmenn Breiðavíkur og Byrgisins en Geðhjálp hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir það hvernig staðið hafi verið að því að koma fólkinu til aðstoðar.

Kennarar og launanefnd funda hjá ríkissáttasemjara

Fulltrúar Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga hafa frá því klukkan eitt setið á fundi hjá ríkissáttasemjara þar sem farið hefur verið yfir kjaradeilu sem staðið hefur frá því í fyrrasumar. Kennarar vilja að laun þeirra verði leiðrétt í samræmi við verðbólgu og launabreytingar hjá fjölmörgum öðrum launastéttum.

150 þúsund króna sekt fyrir ofsaakstur í tvígang

Það léttist væntanlega pyngjan hjá sautján ára pilti sem tekinn var fyrir ofsaakstur á Hafnarfjarðarvegi í gær. Þetta var í annað sinn á tíu dögum sem hann var tekinn fyrir slíkt háttalag og þarf hann að reiða fram 150 þúsund krónur í sekt.

Vill stuðla að notkun vistvænna ökutækja

Ríkisstjórnin ræddi í morgun og samþykkti frumvarp sem miðar að því að hvetja fólk til þess að nota vistvæn ökutæki. Í minnisblaði sem forsætisráðherra lagði fram á fundinum er kemur fram að vörugjöld á bifreiðar sem eru með metangas- eða rafnmagsvélar séu 240 þúsund króum lægri en ella og að ökutæki sem nýti rafmagn eða vetni séu undanþegin gjaldskyldu til ársins 2008.

Fjölmargir skólar bjóða upp á ókeypis hafragraut

Fjöldi grunnskóla er farinn að bjóða nemendum upp á ókeypis hafragraut í morgunmat. Eftir að fréttastofa Stöðvar 2 flutti frétt í gærkvöldi af Brekkuskóla á Akureyri komu ábendingar víða að um fleiri skóla sem hefðu tekið upp þennan sið.

Fundu 250 grömm af hassi við húsleit

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í gær en í vistaverum hans fundust ætluð fíkniefni. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að talið sé að þetta séu 250 grömm af hassi og neyslumagn af kókaíni.

Kringlusvæði eflist og stækkar með stokkum

Kringlusvæðið mun stækka og eflast til muna þegar kaflar Kringlumýrar- og Miklubrautar hafa verið lagðar í stokka neðanjarðar, eins og borgaryfirvöld stefna nú að.

Örorkumati breytt

Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þó þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði nái tillögur nefndar forsætisráðherra fram að ganga. Tillögurnar eru unnar með góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka. Geir Haarde forsætisráðherra kynnti tillögurnar nú fyrir hádegi á fundi ríkisstjórnar. Öryrkjabandalag Íslands, Alþýðusambandið, BSRB, Samtök atvinnulífsins og Landsamband lífeyrissjóða áttu fulltrúa í nefndinni. Lagt er til að núgildandi örorkumat verði fellt niður og í stað þess komi sveigjanlegra mat sem tekur mið af starfsgetu frekar en örorku. Þá geta öryrkjar stundað vinnu án þess að eiga á hættu að missa allar bætur.

Leikskólagjöld lækkuð á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að lækka leikskólagjöld í bæjarfélaginu. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bænum felast breytingarnar í 10 prósenta lækkun á grunngjaldi, helmingshækkun systkinaafslátta auk um 30-60 prósenta hækkunar á framlögum til einkarekinna leikskóla.

Umferðaróhapp á Sæbraut í kvöld

Umferðaróhapp varð á Sæbraut til móts við Aktu Taktu skyndibitastaðinn í kvöld. Slysið var ekki alvarlegt en farþegi í aftursæti í öðrum bílnum slasaðist lítillega. Ökumenn beggja bílanna sluppu ómeiddir. Lögreglan vísar sem stendur umferð af Sæbrautinni inn á Skúlagötuna á meðan hún sinnir störfum sínum. Bílarnir skemmdust eitthvað en ekki er vitað hvort að þeir séu ökufærir.

Veður fer versnandi á Holtavörðuheiði

Veður og færð fer versnandi á Holtavörðuheiði og eru ökumenn lítilla bíla beðnir að leggja ekki á heiðina fyrir nóttina. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur er lokaður og einnig er varað við snjóflóðahættu á veginum um Óshlíð. Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að aðstoða mann sem hafði fest sig á Steingrímsfjarðarheiði en Vegagerðin hafði varað fólk við að ferðast þar um þar sem þjónustu var hætt klukkan átta í kvöld.

Ókeypis hafragrautur handa svöngum nemendum

Grunnskóli á Akureyri hefur brotið blað í sögu skóla þar í bæ með því að bjóða öllum nemendum sínum upp á ókeypis hafragraut. Börnin taka árbítnum fagnandi og rennur grauturinn ofan í maga nemenda í stríðum straumum.

Akureyrarbær boðar kennara á sérfund

Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að funda með kennurum vegna kjaradeilunnar. Akureyrarbær hefur einnig boðað sína kennara á sérfund og er fyrsta sveitarfélagið sem tekur það það skref.

Aftur í pápískuna

Baldur Kristjánsson, sóknarprestur og fyrrverandi biskupsritari vill að Þjóðkirkjan sameinist Kaþólsku kirkjunni undir forsæti páfa. Telur hann sýnt að fækka muni áfram í Þjóðkirkjunni en nú þegar er fimmti hver Íslendingur utan hennar eða yfir fimmtíu þúsund manns.

Íslenskur munkur í íslensku klaustri

Munkaklaustur reglu kapúsína verður stofnað að Kollaleiru í Reyðarfirði í sumar. Verður þá hafið að nýju klausturlíf munka hér á landi eftir hlé frá siðaskiptum fyrir 450 árum. Íslenskur munkur er við nám á Ítalíu við reglu kapúsína og verður hann fyrsti íslenski munkurinn í íslensku munkaklaustri frá tímum siðaskipta.

Gera lítið úr ágreiningi

Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna gerðu lítið úr ágreiningi sínum eftir að hafa verið á fundi í forsætisráðuneytinu í morgun. Engin niðurstaða er enn komin í málið.

Árni vill sömu ríkisstjórn áfram

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu, haldi þeir meirihluta sínum í komandi kosningum.

Stjórnarandstaðan vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá

Þingflokkar Samfylkingar, vinstri grænna og frjálslyndra vilja greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum verði tekið upp í stjórnarskrá. Þingflokkarnir samþykkja jafnframt að afgreiðsla frumvarps til nýrra stjórnskipunarlaga, með slíku innihaldi, verði forgangsmál í störfum Alþingis það sem eftir lifir þingtímans.

Íslendingar kosta skólamáltíðir í Úganda

Íslensk stjórnvöld ætla að kosta skólamáltíðir 65.000 barna á átakasvæðum Norður-Úganda næstu tvö árin. Með ákvörðuninni kemst Ísland í hóp þeirra ríkja sem verja mestu fé til Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Úganda, sé miðað við höfðatölu. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heimsótti á dögunum flóttamannabúðir á svæðinu.

Ísafjarðardjúp ófært vegna snjóflóða

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er Ísafjarðardjúp ófært vegna snjóflóða og ekki verður mokað vegna snjóflóðahættu fyrr en í fyrramálið. Vegna slæms veður mun færð á Steingrímsfjarðarheiði þyngjast mjög fljótlega eftir að þjónustu lýkur kl. 20.00 í kvöld.

Vilja ræða um hvort stytta eigi leyfistíma nagladekkja

Viðræður um styttingu á leyfistíma nagladekkja við Umferðarstofu og athugun á kostum og göllum þess að taka upp einhvers konar takmarkanir eins og gjaldtöku á notkun nagladekkja í samvinnu við ríki og önnur sveitarfélög eru meðal aðgerða sem umhverfisráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag.

Lést í umferðarslysi í Hörgárdal

Maðurinn sem lést í umferðarslysinu í Hörgárdal aðfaranótt sunnudagsins síðastliðinn hét Marcello Bruno La Fata, fæddur 9. júní 1968, til heimilis að Grettisgötu 43 í Reykjavík. Hann var ítalskur ríksborgari en hefur verið búsettur hér á landi í nokkur ár.

Fyrsti fundur nýs hlutafélags um Ríkisútvarpið

Stofnfundur Ríkisútvarpsins ohf. fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag en eins og kunnugt er var samþykkt á Alþingi snemma á árinu að breyta stofnuninni í opinbert hlutafélag.

Stjórnarandstaðan tilbúin að greiða fyrir auðlindamáli á þingi

Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýsa sig reiðubúna til að greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði tekið upp í stjórnarskrá. Þetta kom á blaðamannafundi flokkanna í dag í Alþingishúsinu.

Slippurinn að líkindum upp á Grundartanga

Slippurinn í Reykjavík flyst að líkindum upp á Grundartanga ef hugmyndir eigenda Stálsmiðjunnar ná fram að ganga. Stálsmiðjan hefur rekið það sem eftir er af slippnum við Mýrargötu en hann verður brátt að víkja fyrir íbúðarhúsnæði.

Vegi lokað í Steingrímsfirði vegna umferðaróhapps

Búið er að loka veginum við Kirkjuból í Steingrímsfirði um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á Ísafirði að flutningabíll hefði oltið og að lögreglan á Hólmavík væri á vettvangi. Frekari upplýsingar væri ekki að fá að svo stöddu.

Yfir 60 umferðaróhöpp í borginni um helgina

Sextíu og fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina, flest minni háttar. Í þremur tilfellum var fólk flutt á slysadeild en í þeim hópi var 17 ára piltur sem velti bíl sínum á Suðurlandsvegi.

Þrennt flutt á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ

Þrennt var flutt á slysadeild með minni háttar meiðsl um ellefuleytið í morgun eftir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Reykjanesbrautar og Vífilstaðavegar Í Garðabæ. Breytingar standa nú yfir á gatnamótunum.

Sjá næstu 50 fréttir