Innlent

Lýst eftir tveimur erlendum ríkisborgurum vegna ofbeldisbrota

Íslenska lögreglan hefur lýst eftir tveimur erlendum ríkisborgurum hjá Interpol og eru nöfn og myndir af þeim birtar á vef samtakanna. Þeir eru eftirlýstir vegna kynferðis- og ofbeldisbrota.

Það er fágætt að íslenska lögreglan sendi út alþjóðlega tilkynningu þar sem lýst er eftir mönnum. Nú er að finna tvær slíkar tilkynningar á vef Interpol.

Annar maðurinn er rúmlega fertugur Alsírbúi, Ali Zerbout. Segir að hans sé efirlýstur vegna brota gegn lífi og heilsu.

Hinn maðurinn sem íslenska lögreglan hefur gefuð út handtökuskipun á er Ganabúi, Pap Ousman Kweko Secka. Hann er 32 ára og eftirlýstur vegna máls frá desember 2004 þar sem hann er grunaður um kynferðisbrot, að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglu höfuðborgarsvæðinsins. Maðurinn hvarf af landi brott þegar átti að taka fyrir ákæru á hendur á honum en hann hafði búið hér árum saman.

Eins er farið með Ali Zerbout sem kærður var fyrir stórfellda líkamsárás með hnífi í Fákafeni fyrir nokkrum árum. Hann hvarf af landi brott þegar taka átti fyrir ákæru á hendur honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×