Fleiri fréttir Segja þriggja hæða gatnamót ekki auka lífsgæði Íbúasamtök Hlíða, Holta, og Norðurmýrar í Reykjavík telja að hugmyndir um þriggja hæða gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verði engan vegin til að auka lífsgæði íbúa hverfanna með tilliti til útblásturs bíla og svifryksmengunar. 5.3.2007 12:45 Hátt í 90 athugasemdir vegna virkjana í Þjórsá Hátt í níutíu athugasemdir hafa borist skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu vegna þriggja fyrirhugaðra virkjana í Neðri-Þjórsá. Þær koma bæði frá einstaklingum, hópum og samtökum. 5.3.2007 12:30 Grétar Mar Jónsson leiðir í Suðurkjördæmi Grétar Mar Jónsson, skipstjóri í Sandgerði, leiðir lista Suðurkjördæmis Frjálslynda flokksins fyrir kosningarnar í vor. Óskar Þór Karlsson, formaður Samtaka fiskvinnslu án útgerða, tekur annað sætið. 5.3.2007 12:20 Engin niðurstaða komin í auðlindamálið Forystumenn stjórnarflokkanna hittust í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er komin í málið. Geir H Haarde forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir þó "á mörkunum" að niðurstaða fáist fyrir kosningar. 5.3.2007 11:52 Tekinn fyrir ölvunarakstur á flutningabíl Ökumaður flutningabíls með fjörutíu feta gám á tengivagni var í hópi þeirr fjórtán manna sem teknir voru fyrir ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum lyfja á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Maðurinn var gripinn í gær í Mosfellsbæ. 5.3.2007 11:46 84 kærðir fyrir hraðakstur á einni viku 84 voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í vikunni sem leið. Segir á vef lögreglunnar að af þessum 84 hafi sjö ökumenn ekið of hratt á Hellisheiði á laugardag þar sem snjókrapi var á veginum og aðstæður með þeim hætti að slíkur hraðakstur var mikil ógn við aðra vegfarendur og stofnaði þeim í mikla hættu. 5.3.2007 11:05 Betra að róa menn niður en handtaka þá Lögregla ætti ekki að beita menn, sem ganga berserksgang og eru með óráði, valdi heldur reyna að róa þá. Þetta segir danski réttarmeinafræðingurinn Peter Leth í samtali við fréttaskýringaþáttinn Kompás sem er á dagskrá í kvöld. Þar er fjallað um andlát Jóns Helgasonar, í höndum lögreglu, í lok nóvember á síðasta ári. 4.3.2007 18:56 Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4.3.2007 18:32 Tollkvótar hækka matarverð Ákvörðun stjórnvalda, um að bjóða upp innflutningskvóta á kjöti og ostum, stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Dæmi eru um að framleiðendur hafi keypt kvóta til að hindra innflutning og halda verðinu uppi. 4.3.2007 18:30 Uppörvandi fyrir hægri grænt framboð Gallup-könnun, á fylgi við nýtt framboð umhverfisverndarsinna, sýnir að það hefur hljómgrunn meðal þjóðarinnar, segir Ómar Ragnarsson sem verður á lista flokksins í Reykjavík ásamt Margréti Sverrisdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni. Listinn býður fram í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í vor. 4.3.2007 18:30 Hellir Íslandsmeistari skákfélaga Taflfélagið Hellir tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í skák eftir spennandi keppni í Rimaskóla. Hellir sigraði Taflfélag Vestmannaeyja öruggt, 6-2 í úrslitaviðureign. Hellir hlaut 47 vinninga af 56 mögulegum og tapaði sveitin einungis einni skák í allri keppninni sem er nýtt met. Eyjamenn urðu í öðru sæti með 42,5 vinninga og Taflfélag Reykjavíkur í 3. sæti með 35 vinninga. Þetta er fjórði titill Hellis, sem nú er orðið næstsigursælast íslenskra taflfélaga, einungis TR hefur unnið oftar. 4.3.2007 17:57 Alvarlegt bílslys við Hvolsvöll Alvarlegt bílslys varð rétt vestan við Hvolsvöll nú síðdegis þegar fólksbíll og sjúkrabíll rákust saman. Ökumaður fólksbílsins slasaðist illa í árekstrinum og er á leið til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Lögregla sagði líklegt að þyrla Landhelgisgæslunnar mundi fljúga á móti sjúkrabílnum til að flytja manninn á slysadeild. 4.3.2007 17:51 Ákvarðanir um gæslu teknar af utanríkisráðuneyti Ákvarðanir um umfang öryggisgæslu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, þ.m.t. fjöldi öryggisvarða eru teknar af utanríkisráðuneytinu, samkvæmt yfirlýsingu sem dómsmálaráðuneytið hefur sent Stöð 2. 4.3.2007 16:54 Eldur við Heilsugæslustöðina á Seltjarnarnesi Lögregla og slökkvilið hafa verið kölluð að Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi þar sem logar í ruslageymslu. Að sögn lögreglu er eldurinn afmarkaður og lítil hætta á að hann breiðist út. 4.3.2007 16:32 Allt á floti í Aðalstræti Vatn flæddi yfir allt í húsinu við Aðalstræti 9 í dag. Kallað var á slökkvilið þegar um 15 sentímetra vatnslag hafði flætt yfir gólf á neðri hæðum hússins. Ekki er hægt að segja til um það hversu miklar skemmdir hafa hlotist en slökkvilið vinnur nú að því að dæla vatninu út. Í húsinu eru meðal annars sólbaðsstofa, lögmannsskrifstofur og skrifstofur Frjálslynda flokksins. 4.3.2007 15:01 Mengun eykst í Straumsvík við stækkun Mengun frá álveri Alcan í Straumsvík eykst við stækkun þess. Þetta staðhæfir Stefán Georgsson verkfræðingur í grein sem hann skrifar í dag á vefsíðuna www.solistraumi.org. Varfærnislegt mat Stefáns er að losun flúoríðs rúmlega tvöfaldist, losun svifryks og gróðurhúsalofttegunda eykst enn meira. Þá segir Stefán mat sitt vera að 460 þúsund tonna álver eigi ekki heima í Straumsvík. 4.3.2007 14:42 Landbúnaður skiptir þjóðina máli 95% þjóðarinnar segja skipta máli að landbúnaður verði stundaður hér á landi til framtíðar og rúm 60% þjóðarinnar eru tilbúin að greiða hærra verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem Capacent-Gallup gerði fyrir Bændasamtökin. 4.3.2007 14:26 Sigurður Kári vill að Siv segi af sér Sigurður Kári Kristjánsson segir að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra eigi að segja af sér, hvort sem hún hafi meint eða ekki ummæli um að það varðaði stjórnarslitum ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá. „Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt“, sagði Sigurður. 4.3.2007 12:41 Vel fylgst með tunglmyrkva Tunglmyrkva varð vart víða um heim í gærkvöldi og nótt. Stjörnufræðingar og -skoðarar fylgdust áhugasamir með þegar tunglið dökknaði, roðnaði og varð síðan gráleitt og appelsínugult. Þetta var í fyrsta sinn síðan í lok október 2004 sem tunglmyrkvi sást frá Reykjavík. 4.3.2007 12:30 Gamla varnarsvæðið þrískipt Þrír aðilar fara með forræði á gamla varnarsvæðinu en í Utanríkisráðuneytinu og Dómsmálaráðuneytinu virðast menn ekki vera með það á hreinu hvaða hlutar svæðisins eru á forræði hvers. Svæðinu var skipt í þrjú svæði þegar íslensk stjórnvöld tóku við því af varnarliðinu. 4.3.2007 12:00 Uppboð á tollkvótum hækkar matarverð Ákvörðun stjórnvalda um uppboð á innflutningskvótum á kjöti og ostum stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin vildu að tollkvótum yrði úthlutað án uppboðs. 4.3.2007 12:00 Barn brenndist í heitum potti Lögregla var kölluð niður í Fossvog um áttaleytið í kvöld en þar hafði barn dottið ofan í heitan pott sem var allt of heitur. Barnið hlaut annars stigs bruna og var flutt á slysadeild. Rétt er að brýna fyrir fólki að umgangast heita potta af varúð og koma fyrir hitastillum til að slysagildrur af þessu tagi myndist síður. 3.3.2007 20:19 Saknaðargrátur í X-Factor Tilfinningarnar báru marga ofurliði þegar Alan þurfti að taka pokann sinn í hæfileikakeppninni X-factor í gær. Það kom í hlut Ellýar að skera úr um hvort dúettinn Hara eða Alan lykju keppni og eftir langan umhugsunarfrest var það Alan sem fékk reisupassann. Hann var í hópi Einars Bárðarsonar sem á nú eftir tvo keppendur. Einar var ekki sáttur við að þurfa að sjá á bak Alani og gat ekki haldið aftur af tárum sínum. Halla Vilhjálmsdóttir, kynnir keppninnar, var einnig beygð þegar í ljós kom að Alan væri dottinn úr leik og því ljóst að Alan hefur tengst samstarfsfólki sínu sterkum böndum og verði sárt saknað. 3.3.2007 18:57 Guðbergur og Álfrún heiðruð Cervantes-stofan var opnuð formlega í dag í hátíðarsal Háskóla Íslands. Við það tækifæri voru doktor Álfrún Gunnlaugsdóttir, prófessor, og Guðbergur Bergsson, rithöfundur, heiðruð af spænska ríkinu; hún fyrir kennslu á spænskum og suður-amerískum bókmenntum og hann fyrir þýðingar. Það var Doktor Enrique Bernardez, prófessor við Complitense háskólann í Madríd, sem sæmdi þau heiðursorðu spænskra yfirvalda. 3.3.2007 18:56 Rök menntamálaráðherra ómarktæk Ekkert mark er takandi á rökum menntamálaráðherra fyrir því að hunsa tilnefningar Blaðamannafélags Íslands í sérfræðinganefnd NJC. Þetta segir Arna Schram, formaður félagsins. Hún segir leitt að menntamálaráðherra hafi ákveðið að ljúka fimmtíu ára samstarfi við Blaðamannafélagið með þessum hætti. 3.3.2007 18:55 Óljóst hver ber ábyrgð á uppsögnum Utanríkisráðuneytið og Dómsmálaráðuneytið vísa hvort á annað vegna uppsagna tólf öryggisvarða á Keflavíkurflugvelli og segjast hvorugt bera ábyrgð. Öryggisverðirnir störfuðu hjá Sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli, sem áður heyrði undir Utanríkisráðuneytið, en heyrir nú undir Dómsmálaráðuneytið. 3.3.2007 18:52 60 ályktanir Framsóknarmanna Ísland verður áfram á grænu ljósi tækifæranna, sagði varaformaður Framsóknarflokksins í lok flokksþings nú síðdegis. Formaður flokksins segir fráleitt að heilbrigðisráðherra hafi verið með fjandsamlegar hótanir í gær þegar hún gaf í skyn að til stjórnarslita gæti komið vegna auðlindaákvæðis sem framsóknarmenn vilja fá í stjórnarskrá. 3.3.2007 18:30 Ekki lengur snjóflóðahætta Ekki er lengur snjóflóðahætta í Hvalsnesskriðum fyrir austan. Þá er færð með ágætu móti víðast hvar. Á Suðurlandi og Vesturlandi eru vegir víðast auðir þótt lítilsháttar hálka sé á stöku stað. Á vestfjörðum eru hálkublettir víða en hálka á Steingrímsfjarðarheiði og ófært um Eyrarfjall. Á Norðvesturlandi er aðalleiðir auðar en á Norðausturlandi er víða hálka og snjóþekja. 3.3.2007 17:12 Maðurinn kominn til meðvitundar Maður á fimmtugsaldri sem fannst meðvitundarlaus við húsgagnaverslun í Bæjarlind í Kópavogi um klukkan níu í morgun, er kominn til meðvitundar. Lögreglan hefur ekki náð að tala við manninn sem er nú sofandi, en síðast sást til mannsins áður en hann fannst nokkrum klukkustundum áður á skemmtistaðnum Players í Kópavogi. 3.3.2007 16:38 Lá meðvitundarlaus í blóði sínu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan níu í morgun tilkynning um mann sem lá meðvitundarlaus í blóði sínu fyrir utan húsið við Bæjarlind 6 í Kópavogi. Maðurinn var með alvarlega áverka á höfði. Hann var fluttur á slysadeild og er enn ekki kominn til meðvitundar en að sögn lögreglu er líðan hans stöðug. 3.3.2007 13:37 Líkamsræktarstöð má ekki selja áfengi Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar hefur hafnað beiðni líkamsræktarstöðvar um sölu á áfengi. Eigandi stöðvarinnar segir ósamræmi í reglum innanlands. 3.3.2007 13:00 Ósanngjörn þjóðlendustefna Þjóðlendustefna ríkisins er ósanngjörn og henni þarf að breyta. Þetta sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, á málefnaráðstefnu flokksins sem hófst í morgun. Yfirskrift ráðstefnunnar er mannúðleg markaðshyggja, einstaklingurinn í öndvegi og munu ýmsir fræðimenn flytja erindi um ýmis þjóðfélagsleg mál svo sem eins skatta og velferð, landnýtingu og landvernd og alþjóðavæðingu. 3.3.2007 12:45 Marel keypti Póls til að eyða samkeppni Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar krefst þess að stjórnvöld bregðist við fækkun starfa í bænum. Hann segir ákvörðun Marels að hætta starfsemi á Ísafirði ógnun við atvinnulíf bæjarins og telur þá hafa verið að ryðja burt samkeppni þegar fyrirtækið keypti Póls fyrir þremur árum. 3.3.2007 12:45 Vandar stjórnarandstöðu ekki kveðjurnar Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins varar kjósendur við eftirlíkingum inn á miðju stjórnmálanna og vandar stjórnarandstöðuflokkunum ekki kveðjurnar. Togstreita einkenni Samfylkinguna og Vinstri grænir séu fullir af ofstopa. 3.3.2007 12:30 Þriggja bíla árekstur í kvöld Þriggja bíla árekstur varð í kvöld á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Tveir bílar rákust saman og sá þriðji nuddaðist utan þá rétt á eftir. Bílarnir sem rákust fyrst saman voru síðan fluttir í burtu með kranabíl þar sem þeir voru mikið skemmdir. Þriðja bílnum var keyrt í burtu. Ökumenn bílanna tveggja voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli en ökumaður í þriðja bílnum slapp ómeiddur. 2.3.2007 22:48 Enn varað við snjóflóðahættu Það er búið að ryðja snjóflóðið sem féll í Hvalnesskriðum síðdegis. Þrátt fyrir það er enn varað við hættu á snjóflóðum í skriðunum og það er þæfingsfærð frá Höfn austur undir Breiðdalsvík.Vegurinn er því ekki fær eindrifsbílum. 2.3.2007 22:14 Gatnakerfið á Akureyri hættulegt Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt. 2.3.2007 20:15 Aumkunarverðir útúrsnúningar Framsóknar Steingrímur J. Sigfússon kallar það aumkunarverða útúrsnúninga Framsóknar að segja að hann hafi stutt virkjanir í neðri Þjórsá. Hann segir ljóst, nú þegar útfærsla þeirra liggur fyrir, að þær séu enn verri kostur en virtist í fyrra. 2.3.2007 19:12 Siv hótar stjórnarslitum Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, hótaði nú síðdegis stjórnarslitum ef Sjálfstæðisflokkurinn stæði ekki við það ákvæði stjórnarsáttmálans að sameign þjóðarinnar á auðlindum verði fest í stjórnarskrá. Þetta kom fram í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins. 2.3.2007 18:53 Botnar ekkert í húsleit Samkeppniseftirlitsins Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni. 2.3.2007 18:30 Bílvelta á Hellisheiði Nú rétt í þessu varð bílvelta á Hellisheiði. Um jeppling var að ræða og virðist hann hafa skemmst mikið í veltunni. Að sögn sjónarvotta skreið ökumaðurinn, kona af erlendu bergi brotin, út úr bílnum án aðstoðar og virðist hafa sloppið ómeidd. 2.3.2007 18:23 Tæplega sjö milljarða króna tap hjá 365 á síðasta ári 365 hf, sem áður var Dagsbrún hf. og rekur meðal annars Vísir.is, tapaði sjö milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársuppgöri sem birt var í dag. Er það mikill viðsnúningur frá árinu 2005 þegar hagnaður Dagsbrúnar var um 700 milljónir króna. 2.3.2007 17:34 Siv hótar stjórnarslitum vegna auðlindaákvæðis Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ríkisstjórnin gæti átt erfitt með að lifa það ef ekki næðist samkomulag um að binda í stjórnarskrá ákvæði um sameiginlega eign þjóðarinnar á auðlindum eins og getið sé í stjórnarsáttmála. 2.3.2007 17:00 Stofnfundur vegna framboðs Áhugahópur um málefni eldri borgara, öryrkja og aðstandenda þeirra ætlar að halda opinn stofnfund á Hótel Sögu sunnudaginn 14. mars. Hópurinn telur ríka þörf á sérframboði og að áhugi sé fyrir því meðal allra aldurshópa. 2.3.2007 16:52 Ung kona kærir lögregluna fyrir meint harðræði Nítján ára kona hefur falið lögmanni sínum að leggja inn kæru á hendur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna meints harðræðis við handtöku. Konan var handtekin aðfaranótt laugardags eftir að hafa sinnast við dyravörð á skemmtistað. 2.3.2007 16:43 Sjá næstu 50 fréttir
Segja þriggja hæða gatnamót ekki auka lífsgæði Íbúasamtök Hlíða, Holta, og Norðurmýrar í Reykjavík telja að hugmyndir um þriggja hæða gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verði engan vegin til að auka lífsgæði íbúa hverfanna með tilliti til útblásturs bíla og svifryksmengunar. 5.3.2007 12:45
Hátt í 90 athugasemdir vegna virkjana í Þjórsá Hátt í níutíu athugasemdir hafa borist skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu vegna þriggja fyrirhugaðra virkjana í Neðri-Þjórsá. Þær koma bæði frá einstaklingum, hópum og samtökum. 5.3.2007 12:30
Grétar Mar Jónsson leiðir í Suðurkjördæmi Grétar Mar Jónsson, skipstjóri í Sandgerði, leiðir lista Suðurkjördæmis Frjálslynda flokksins fyrir kosningarnar í vor. Óskar Þór Karlsson, formaður Samtaka fiskvinnslu án útgerða, tekur annað sætið. 5.3.2007 12:20
Engin niðurstaða komin í auðlindamálið Forystumenn stjórnarflokkanna hittust í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er komin í málið. Geir H Haarde forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir þó "á mörkunum" að niðurstaða fáist fyrir kosningar. 5.3.2007 11:52
Tekinn fyrir ölvunarakstur á flutningabíl Ökumaður flutningabíls með fjörutíu feta gám á tengivagni var í hópi þeirr fjórtán manna sem teknir voru fyrir ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum lyfja á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Maðurinn var gripinn í gær í Mosfellsbæ. 5.3.2007 11:46
84 kærðir fyrir hraðakstur á einni viku 84 voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í vikunni sem leið. Segir á vef lögreglunnar að af þessum 84 hafi sjö ökumenn ekið of hratt á Hellisheiði á laugardag þar sem snjókrapi var á veginum og aðstæður með þeim hætti að slíkur hraðakstur var mikil ógn við aðra vegfarendur og stofnaði þeim í mikla hættu. 5.3.2007 11:05
Betra að róa menn niður en handtaka þá Lögregla ætti ekki að beita menn, sem ganga berserksgang og eru með óráði, valdi heldur reyna að róa þá. Þetta segir danski réttarmeinafræðingurinn Peter Leth í samtali við fréttaskýringaþáttinn Kompás sem er á dagskrá í kvöld. Þar er fjallað um andlát Jóns Helgasonar, í höndum lögreglu, í lok nóvember á síðasta ári. 4.3.2007 18:56
Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4.3.2007 18:32
Tollkvótar hækka matarverð Ákvörðun stjórnvalda, um að bjóða upp innflutningskvóta á kjöti og ostum, stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Dæmi eru um að framleiðendur hafi keypt kvóta til að hindra innflutning og halda verðinu uppi. 4.3.2007 18:30
Uppörvandi fyrir hægri grænt framboð Gallup-könnun, á fylgi við nýtt framboð umhverfisverndarsinna, sýnir að það hefur hljómgrunn meðal þjóðarinnar, segir Ómar Ragnarsson sem verður á lista flokksins í Reykjavík ásamt Margréti Sverrisdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni. Listinn býður fram í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í vor. 4.3.2007 18:30
Hellir Íslandsmeistari skákfélaga Taflfélagið Hellir tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í skák eftir spennandi keppni í Rimaskóla. Hellir sigraði Taflfélag Vestmannaeyja öruggt, 6-2 í úrslitaviðureign. Hellir hlaut 47 vinninga af 56 mögulegum og tapaði sveitin einungis einni skák í allri keppninni sem er nýtt met. Eyjamenn urðu í öðru sæti með 42,5 vinninga og Taflfélag Reykjavíkur í 3. sæti með 35 vinninga. Þetta er fjórði titill Hellis, sem nú er orðið næstsigursælast íslenskra taflfélaga, einungis TR hefur unnið oftar. 4.3.2007 17:57
Alvarlegt bílslys við Hvolsvöll Alvarlegt bílslys varð rétt vestan við Hvolsvöll nú síðdegis þegar fólksbíll og sjúkrabíll rákust saman. Ökumaður fólksbílsins slasaðist illa í árekstrinum og er á leið til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Lögregla sagði líklegt að þyrla Landhelgisgæslunnar mundi fljúga á móti sjúkrabílnum til að flytja manninn á slysadeild. 4.3.2007 17:51
Ákvarðanir um gæslu teknar af utanríkisráðuneyti Ákvarðanir um umfang öryggisgæslu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, þ.m.t. fjöldi öryggisvarða eru teknar af utanríkisráðuneytinu, samkvæmt yfirlýsingu sem dómsmálaráðuneytið hefur sent Stöð 2. 4.3.2007 16:54
Eldur við Heilsugæslustöðina á Seltjarnarnesi Lögregla og slökkvilið hafa verið kölluð að Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi þar sem logar í ruslageymslu. Að sögn lögreglu er eldurinn afmarkaður og lítil hætta á að hann breiðist út. 4.3.2007 16:32
Allt á floti í Aðalstræti Vatn flæddi yfir allt í húsinu við Aðalstræti 9 í dag. Kallað var á slökkvilið þegar um 15 sentímetra vatnslag hafði flætt yfir gólf á neðri hæðum hússins. Ekki er hægt að segja til um það hversu miklar skemmdir hafa hlotist en slökkvilið vinnur nú að því að dæla vatninu út. Í húsinu eru meðal annars sólbaðsstofa, lögmannsskrifstofur og skrifstofur Frjálslynda flokksins. 4.3.2007 15:01
Mengun eykst í Straumsvík við stækkun Mengun frá álveri Alcan í Straumsvík eykst við stækkun þess. Þetta staðhæfir Stefán Georgsson verkfræðingur í grein sem hann skrifar í dag á vefsíðuna www.solistraumi.org. Varfærnislegt mat Stefáns er að losun flúoríðs rúmlega tvöfaldist, losun svifryks og gróðurhúsalofttegunda eykst enn meira. Þá segir Stefán mat sitt vera að 460 þúsund tonna álver eigi ekki heima í Straumsvík. 4.3.2007 14:42
Landbúnaður skiptir þjóðina máli 95% þjóðarinnar segja skipta máli að landbúnaður verði stundaður hér á landi til framtíðar og rúm 60% þjóðarinnar eru tilbúin að greiða hærra verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem Capacent-Gallup gerði fyrir Bændasamtökin. 4.3.2007 14:26
Sigurður Kári vill að Siv segi af sér Sigurður Kári Kristjánsson segir að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra eigi að segja af sér, hvort sem hún hafi meint eða ekki ummæli um að það varðaði stjórnarslitum ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá. „Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt“, sagði Sigurður. 4.3.2007 12:41
Vel fylgst með tunglmyrkva Tunglmyrkva varð vart víða um heim í gærkvöldi og nótt. Stjörnufræðingar og -skoðarar fylgdust áhugasamir með þegar tunglið dökknaði, roðnaði og varð síðan gráleitt og appelsínugult. Þetta var í fyrsta sinn síðan í lok október 2004 sem tunglmyrkvi sást frá Reykjavík. 4.3.2007 12:30
Gamla varnarsvæðið þrískipt Þrír aðilar fara með forræði á gamla varnarsvæðinu en í Utanríkisráðuneytinu og Dómsmálaráðuneytinu virðast menn ekki vera með það á hreinu hvaða hlutar svæðisins eru á forræði hvers. Svæðinu var skipt í þrjú svæði þegar íslensk stjórnvöld tóku við því af varnarliðinu. 4.3.2007 12:00
Uppboð á tollkvótum hækkar matarverð Ákvörðun stjórnvalda um uppboð á innflutningskvótum á kjöti og ostum stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin vildu að tollkvótum yrði úthlutað án uppboðs. 4.3.2007 12:00
Barn brenndist í heitum potti Lögregla var kölluð niður í Fossvog um áttaleytið í kvöld en þar hafði barn dottið ofan í heitan pott sem var allt of heitur. Barnið hlaut annars stigs bruna og var flutt á slysadeild. Rétt er að brýna fyrir fólki að umgangast heita potta af varúð og koma fyrir hitastillum til að slysagildrur af þessu tagi myndist síður. 3.3.2007 20:19
Saknaðargrátur í X-Factor Tilfinningarnar báru marga ofurliði þegar Alan þurfti að taka pokann sinn í hæfileikakeppninni X-factor í gær. Það kom í hlut Ellýar að skera úr um hvort dúettinn Hara eða Alan lykju keppni og eftir langan umhugsunarfrest var það Alan sem fékk reisupassann. Hann var í hópi Einars Bárðarsonar sem á nú eftir tvo keppendur. Einar var ekki sáttur við að þurfa að sjá á bak Alani og gat ekki haldið aftur af tárum sínum. Halla Vilhjálmsdóttir, kynnir keppninnar, var einnig beygð þegar í ljós kom að Alan væri dottinn úr leik og því ljóst að Alan hefur tengst samstarfsfólki sínu sterkum böndum og verði sárt saknað. 3.3.2007 18:57
Guðbergur og Álfrún heiðruð Cervantes-stofan var opnuð formlega í dag í hátíðarsal Háskóla Íslands. Við það tækifæri voru doktor Álfrún Gunnlaugsdóttir, prófessor, og Guðbergur Bergsson, rithöfundur, heiðruð af spænska ríkinu; hún fyrir kennslu á spænskum og suður-amerískum bókmenntum og hann fyrir þýðingar. Það var Doktor Enrique Bernardez, prófessor við Complitense háskólann í Madríd, sem sæmdi þau heiðursorðu spænskra yfirvalda. 3.3.2007 18:56
Rök menntamálaráðherra ómarktæk Ekkert mark er takandi á rökum menntamálaráðherra fyrir því að hunsa tilnefningar Blaðamannafélags Íslands í sérfræðinganefnd NJC. Þetta segir Arna Schram, formaður félagsins. Hún segir leitt að menntamálaráðherra hafi ákveðið að ljúka fimmtíu ára samstarfi við Blaðamannafélagið með þessum hætti. 3.3.2007 18:55
Óljóst hver ber ábyrgð á uppsögnum Utanríkisráðuneytið og Dómsmálaráðuneytið vísa hvort á annað vegna uppsagna tólf öryggisvarða á Keflavíkurflugvelli og segjast hvorugt bera ábyrgð. Öryggisverðirnir störfuðu hjá Sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli, sem áður heyrði undir Utanríkisráðuneytið, en heyrir nú undir Dómsmálaráðuneytið. 3.3.2007 18:52
60 ályktanir Framsóknarmanna Ísland verður áfram á grænu ljósi tækifæranna, sagði varaformaður Framsóknarflokksins í lok flokksþings nú síðdegis. Formaður flokksins segir fráleitt að heilbrigðisráðherra hafi verið með fjandsamlegar hótanir í gær þegar hún gaf í skyn að til stjórnarslita gæti komið vegna auðlindaákvæðis sem framsóknarmenn vilja fá í stjórnarskrá. 3.3.2007 18:30
Ekki lengur snjóflóðahætta Ekki er lengur snjóflóðahætta í Hvalsnesskriðum fyrir austan. Þá er færð með ágætu móti víðast hvar. Á Suðurlandi og Vesturlandi eru vegir víðast auðir þótt lítilsháttar hálka sé á stöku stað. Á vestfjörðum eru hálkublettir víða en hálka á Steingrímsfjarðarheiði og ófært um Eyrarfjall. Á Norðvesturlandi er aðalleiðir auðar en á Norðausturlandi er víða hálka og snjóþekja. 3.3.2007 17:12
Maðurinn kominn til meðvitundar Maður á fimmtugsaldri sem fannst meðvitundarlaus við húsgagnaverslun í Bæjarlind í Kópavogi um klukkan níu í morgun, er kominn til meðvitundar. Lögreglan hefur ekki náð að tala við manninn sem er nú sofandi, en síðast sást til mannsins áður en hann fannst nokkrum klukkustundum áður á skemmtistaðnum Players í Kópavogi. 3.3.2007 16:38
Lá meðvitundarlaus í blóði sínu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan níu í morgun tilkynning um mann sem lá meðvitundarlaus í blóði sínu fyrir utan húsið við Bæjarlind 6 í Kópavogi. Maðurinn var með alvarlega áverka á höfði. Hann var fluttur á slysadeild og er enn ekki kominn til meðvitundar en að sögn lögreglu er líðan hans stöðug. 3.3.2007 13:37
Líkamsræktarstöð má ekki selja áfengi Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar hefur hafnað beiðni líkamsræktarstöðvar um sölu á áfengi. Eigandi stöðvarinnar segir ósamræmi í reglum innanlands. 3.3.2007 13:00
Ósanngjörn þjóðlendustefna Þjóðlendustefna ríkisins er ósanngjörn og henni þarf að breyta. Þetta sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, á málefnaráðstefnu flokksins sem hófst í morgun. Yfirskrift ráðstefnunnar er mannúðleg markaðshyggja, einstaklingurinn í öndvegi og munu ýmsir fræðimenn flytja erindi um ýmis þjóðfélagsleg mál svo sem eins skatta og velferð, landnýtingu og landvernd og alþjóðavæðingu. 3.3.2007 12:45
Marel keypti Póls til að eyða samkeppni Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar krefst þess að stjórnvöld bregðist við fækkun starfa í bænum. Hann segir ákvörðun Marels að hætta starfsemi á Ísafirði ógnun við atvinnulíf bæjarins og telur þá hafa verið að ryðja burt samkeppni þegar fyrirtækið keypti Póls fyrir þremur árum. 3.3.2007 12:45
Vandar stjórnarandstöðu ekki kveðjurnar Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins varar kjósendur við eftirlíkingum inn á miðju stjórnmálanna og vandar stjórnarandstöðuflokkunum ekki kveðjurnar. Togstreita einkenni Samfylkinguna og Vinstri grænir séu fullir af ofstopa. 3.3.2007 12:30
Þriggja bíla árekstur í kvöld Þriggja bíla árekstur varð í kvöld á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Tveir bílar rákust saman og sá þriðji nuddaðist utan þá rétt á eftir. Bílarnir sem rákust fyrst saman voru síðan fluttir í burtu með kranabíl þar sem þeir voru mikið skemmdir. Þriðja bílnum var keyrt í burtu. Ökumenn bílanna tveggja voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli en ökumaður í þriðja bílnum slapp ómeiddur. 2.3.2007 22:48
Enn varað við snjóflóðahættu Það er búið að ryðja snjóflóðið sem féll í Hvalnesskriðum síðdegis. Þrátt fyrir það er enn varað við hættu á snjóflóðum í skriðunum og það er þæfingsfærð frá Höfn austur undir Breiðdalsvík.Vegurinn er því ekki fær eindrifsbílum. 2.3.2007 22:14
Gatnakerfið á Akureyri hættulegt Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt. 2.3.2007 20:15
Aumkunarverðir útúrsnúningar Framsóknar Steingrímur J. Sigfússon kallar það aumkunarverða útúrsnúninga Framsóknar að segja að hann hafi stutt virkjanir í neðri Þjórsá. Hann segir ljóst, nú þegar útfærsla þeirra liggur fyrir, að þær séu enn verri kostur en virtist í fyrra. 2.3.2007 19:12
Siv hótar stjórnarslitum Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, hótaði nú síðdegis stjórnarslitum ef Sjálfstæðisflokkurinn stæði ekki við það ákvæði stjórnarsáttmálans að sameign þjóðarinnar á auðlindum verði fest í stjórnarskrá. Þetta kom fram í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins. 2.3.2007 18:53
Botnar ekkert í húsleit Samkeppniseftirlitsins Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni. 2.3.2007 18:30
Bílvelta á Hellisheiði Nú rétt í þessu varð bílvelta á Hellisheiði. Um jeppling var að ræða og virðist hann hafa skemmst mikið í veltunni. Að sögn sjónarvotta skreið ökumaðurinn, kona af erlendu bergi brotin, út úr bílnum án aðstoðar og virðist hafa sloppið ómeidd. 2.3.2007 18:23
Tæplega sjö milljarða króna tap hjá 365 á síðasta ári 365 hf, sem áður var Dagsbrún hf. og rekur meðal annars Vísir.is, tapaði sjö milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársuppgöri sem birt var í dag. Er það mikill viðsnúningur frá árinu 2005 þegar hagnaður Dagsbrúnar var um 700 milljónir króna. 2.3.2007 17:34
Siv hótar stjórnarslitum vegna auðlindaákvæðis Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ríkisstjórnin gæti átt erfitt með að lifa það ef ekki næðist samkomulag um að binda í stjórnarskrá ákvæði um sameiginlega eign þjóðarinnar á auðlindum eins og getið sé í stjórnarsáttmála. 2.3.2007 17:00
Stofnfundur vegna framboðs Áhugahópur um málefni eldri borgara, öryrkja og aðstandenda þeirra ætlar að halda opinn stofnfund á Hótel Sögu sunnudaginn 14. mars. Hópurinn telur ríka þörf á sérframboði og að áhugi sé fyrir því meðal allra aldurshópa. 2.3.2007 16:52
Ung kona kærir lögregluna fyrir meint harðræði Nítján ára kona hefur falið lögmanni sínum að leggja inn kæru á hendur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna meints harðræðis við handtöku. Konan var handtekin aðfaranótt laugardags eftir að hafa sinnast við dyravörð á skemmtistað. 2.3.2007 16:43