Innlent

Þrennt flutt á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ

MYND/gardabaer.is

Þrennt var flutt á slysadeild með minni háttar meiðsl um ellefuleytið í morgun eftir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Reykjanesbrautar og Vífilstaðavegar Í Garðabæ. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þurfti að kalla til slökkvilið með klippur til þess að ná ökumanni annars bílsins út en hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans. Ökumaður og farþegi í hinum bílnum voru sömuleiðis fluttir á slysadeild en þó í lögreglubíl.

Breytingar standa nú yfir á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Reykjanesbrautar. Vinna við gatnamótin hófst fimmtudaginn 1. mars nk. Í tilkynningu um framkvæmdirnar eru vegfarendur eru beðnir um að taka sýna ítrustu varkárni og taka tillit til þess að á þessu svæði eru stórar vinnuvélar að störfum, menn við lagnavinnu ofan í skurðum og svæðið almennt hættulegt yfirferðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×