Innlent

Örorkumati breytt

Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þó þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði nái tillögur nefndar forsætisráðherra fram að ganga. Tillögurnar eru unnar með góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka. Geir Haarde forsætisráðherra kynnti tillögurnar nú fyrir hádegi á fundi ríkisstjórnar. Öryrkjabandalag Íslands, Alþýðusambandið, BSRB, Samtök atvinnulífsins og Landsamband lífeyrissjóða áttu fulltrúa í nefndinni.

Lagt er til að núgildandi örorkumat verði fellt niður og í stað þess komi sveigjanlegra mat sem tekur mið af starfsgetu frekar en örorku. Þá geta öryrkjar stundað vinnu án þess að eiga á hættu að missa allar bætur.

Fréttatilkynning Forsætisráðuneytisins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×