Innlent

Hellir Íslandsmeistari skákfélaga

Taflfélagið Hellir tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í skák eftir spennandi keppni í Rimaskóla. Hellir sigraði Taflfélag Vestmannaeyja öruggt, 6-2 í úrslitaviðureign. Hellir hlaut 47 vinninga af 56 mögulegum og tapaði sveitin einungis einni skák í allri keppninni sem er nýtt met. Eyjamenn urðu í öðru sæti með 42,5 vinninga og Taflfélag Reykjavíkur í 3. sæti með 35 vinninga. Þetta er fjórði titill Hellis, sem nú er orðið næstsigursælast íslenskra taflfélaga, einungis TR hefur unnið oftar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×