Innlent

Aumkunarverðir útúrsnúningar Framsóknar

Steingrímur J. Sigfússon kallar það aumkunarverða útúrsnúninga Framsóknar að segja að hann hafi stutt virkjanir í neðri Þjórsá. Hann segir ljóst, nú þegar útfærsla þeirra liggur fyrir, að þær séu enn verri kostur en virtist í fyrra.

Framsóknarþingmenn gerðu harða hríð að Steingrími J. Sigfússyni, formanni vinstri grænna, á Alþingi í gær og vakti athygli að hann vék sér undan því að svara. Steingrímur sagði fyrir rúmu ári að neðri virkjanirnar í Þjórsá væru mjög hagkvæmar vegna þess að þær nýttu alla miðlunina sem fyrir væri ofar á Þjórsársvæðinu. Þær væru að vísu ekki án umhverfisfórna en væru mjög eðlilegur virkjunarkostur áður en menn réðust í ný og óröskuð svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×