Innlent

Landbúnaður skiptir þjóðina máli

95% þjóðarinnar segja skipta máli að landbúnaður verði stundaður hér á landi til framtíðar og rúm 60% þjóðarinnar eru tilbúin að greiða hærra verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem Capacent-Gallup gerði fyrir Bændasamtökin.

Búnaðarþing var sett í dag og flutti Haraldur Benediktsson setningarræðu þar sem hann opinberaði þessar niðurstöður. Þá eru þrír af hverjum fjórum þeirrar skoðunnar að íslenskar landbúnaðar vörur séu betri en aðrar að gæðum og um 80% finnst miklu máli skipta að Íslendingar séu ekki öðrum háðir um landbúnaðarafurðir. 1240 voru spurðir og tóku tæp 65% afstöðu til spurninganna.

Haraldur sagði í ræðu sinni ástæðu fyrir Bændasamtökin að fyllast þakklæti til þjóðarinnar að hampa svo málstað bænda enda hafi samtökin staðið í mikilli vinnu við kynningu stéttarinnar. Hann segir bændur þurfa að hafa kjark og þor til að lyfta sér upp úr þröngum sérhagsmunum - það sé ein aðalforsenda þess að sem flestar greinar landbúnaðarins fái að blómstra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×