Innlent

Ákvarðanir um gæslu teknar af utanríkisráðuneyti

Ákvarðanir um umfang öryggisgæslu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, þ.m.t. fjöldi öryggisvarða eru teknar af utanríkisráðuneytinu, samkvæmt yfirlýsingu sem dómsmálaráðuneytið hefur sent Stöð 2.

Í fréttum hefur komið fram að óljóst sé hvort dómsmálaráðuneytið eða utanríkisráðuneytið beri ábyrgð á uppsögn 12 örygisvarða á gamla varnarsvæðinu. Dómsmálaráðuneytið væntir þess, að innan skamms staðfesti utanríkisráðuneytið, hvernig það hyggist haga samstarfi sínu við lögreglustjórann á Suðurnesjum og hve marga menn ráðuneytið telur nauðsynlegt að ráða á þess kostnað til þessara starfa.

Í dómsmálaráðuneytinu hafi aldrei leikið vafi á því hvernig staðið skuli að þessu. Í lögum sé gert ráð fyrir að embættið geti sinnt verkefnum fyrir utanríkisráðuneytið á grundvelli sérstaks samkomulags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×