Innlent

Tekinn fyrir ölvunarakstur á flutningabíl

MYND/Guðmundur

Ökumaður flutningabíls með fjörutíu feta gám á tengivagni var í hópi þeirr fjórtán manna sem teknir voru fyrir ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum lyfja á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Maðurinn var gripinn í gær í Mosfellsbæ.

Áfengi fannst í bílnum og var ökumaðurinn, sem er um sextugt, látinn gangast undir öndunarpróf á staðnum. Hann var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð.

Flestir hinna fjórtán ökumanna sem teknir voru, voru á þrítugsaldri en tveir undir tvítugu. Annar þeirra, 19 ára, lenti í umferðaróhappi í Breiðholti á föstudag en hinn, 17 ára, velti bíl sínum á Kjósarskarðsvegi í nótt. Sá síðarnefndi fékk bílpróf fyrir tæpum þremur vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×