Innlent

Grétar Mar Jónsson leiðir í Suðurkjördæmi

Grétar Mar Jónsson, skipstjóri í Sandgerði, leiðir lista Suðurkjördæmis Frjálslynda flokksins fyrir kosningarnar í vor. Óskar Þór Karlsson, formaður Samtaka fiskvinnslu án útgerða, tekur annað sætið.

Þetta var ákveðið á fundi Kjördæmisfélags Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi í gær. Grétar Mar hefur verið varaþingmaður allt kjörtímabilið og var í öðru sæti á lista frjálslyndra í Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar. Gengið verður frá niðurröðun á listann í Suðurkjördæmi í kvöld. Uppstilling á lista verður svo lögð fyrir miðstjórnarfund flokksins á miðvikudag og endanleg uppstilling í kjördæminu kynnt í lok vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×