Innlent

Maðurinn kominn til meðvitundar

Maður á fimmtugsaldri sem fannst meðvitundarlaus við húsgagnaverslun í Bæjarlind í Kópavogi um klukkan níu í morgun, er kominn til meðvitundar. Lögreglan hefur ekki náð að tala við manninn sem er nú sofandi, en síðast sást til mannsins áður en hann fannst nokkrum klukkustundum áður á skemmtistaðnum Players í Kópavogi.

Að sögn vakthafandi læknis á Landsspítalanum í Fossvogi hefur maðurinn ofkælst en er ekki með neina innri áverka. Hann hefur verið lagður inn á almenna deild. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem lægi meðvitundarlaus í blóði sínu fyrir utan húsgagnaverslunina um níu í morgun. Maðurinn var með alvarlega áverka á höfði. Maðurinn er 46 ára gamall. Hann var með bæði síma og veski á sér og því bendir ekkert til þess að hann hafi verið rændur. Ekki er vitað hvort maðurinn datt á höfuðið eða hvort um líkamsárás var að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×