Innlent

84 kærðir fyrir hraðakstur á einni viku

Úr myndasafni
Úr myndasafni MYND/GVA

84 voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í vikunni sem leið. Segir á vef lögreglunnar að af þessum 84 hafi sjö ökumenn ekið of hratt á Hellisheiði á laugardag þar sem snjókrapi var á veginum og aðstæður með þeim hætti að slíkur hraðakstur var mikil ógn við aðra vegfarendur og stofnaði þeim í mikla hættu. Segir lögregla háttalag ökumannanna hafa getað endað með skelfingu.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og aðrir þrír fyrir ölvunarakstur í vikunni, en tveir af þessum ölvuðu lentu út af veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×