Fleiri fréttir

Guðbergur og Álfrún heiðruð

Cervantes-stofan var opnuð formlega í dag í hátíðarsal Háskóla Íslands. Við það tækifæri voru doktor Álfrún Gunnlaugsdóttir, prófessor, og Guðbergur Bergsson, rithöfundur, heiðruð af spænska ríkinu; hún fyrir kennslu á spænskum og suður-amerískum bókmenntum og hann fyrir þýðingar. Það var Doktor Enrique Bernardez, prófessor við Complitense háskólann í Madríd, sem sæmdi þau heiðursorðu spænskra yfirvalda.

Rök menntamálaráðherra ómarktæk

Ekkert mark er takandi á rökum menntamálaráðherra fyrir því að hunsa tilnefningar Blaðamannafélags Íslands í sérfræðinganefnd NJC. Þetta segir Arna Schram, formaður félagsins. Hún segir leitt að menntamálaráðherra hafi ákveðið að ljúka fimmtíu ára samstarfi við Blaðamannafélagið með þessum hætti.

Óljóst hver ber ábyrgð á uppsögnum

Utanríkisráðuneytið og Dómsmálaráðuneytið vísa hvort á annað vegna uppsagna tólf öryggisvarða á Keflavíkurflugvelli og segjast hvorugt bera ábyrgð. Öryggisverðirnir störfuðu hjá Sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli, sem áður heyrði undir Utanríkisráðuneytið, en heyrir nú undir Dómsmálaráðuneytið.

60 ályktanir Framsóknarmanna

Ísland verður áfram á grænu ljósi tækifæranna, sagði varaformaður Framsóknarflokksins í lok flokksþings nú síðdegis. Formaður flokksins segir fráleitt að heilbrigðisráðherra hafi verið með fjandsamlegar hótanir í gær þegar hún gaf í skyn að til stjórnarslita gæti komið vegna auðlindaákvæðis sem framsóknarmenn vilja fá í stjórnarskrá.

Ekki lengur snjóflóðahætta

Ekki er lengur snjóflóðahætta í Hvalsnesskriðum fyrir austan. Þá er færð með ágætu móti víðast hvar. Á Suðurlandi og Vesturlandi eru vegir víðast auðir þótt lítilsháttar hálka sé á stöku stað. Á vestfjörðum eru hálkublettir víða en hálka á Steingrímsfjarðarheiði og ófært um Eyrarfjall. Á Norðvesturlandi er aðalleiðir auðar en á Norðausturlandi er víða hálka og snjóþekja.

Maðurinn kominn til meðvitundar

Maður á fimmtugsaldri sem fannst meðvitundarlaus við húsgagnaverslun í Bæjarlind í Kópavogi um klukkan níu í morgun, er kominn til meðvitundar. Lögreglan hefur ekki náð að tala við manninn sem er nú sofandi, en síðast sást til mannsins áður en hann fannst nokkrum klukkustundum áður á skemmtistaðnum Players í Kópavogi.

Lá meðvitundarlaus í blóði sínu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan níu í morgun tilkynning um mann sem lá meðvitundarlaus í blóði sínu fyrir utan húsið við Bæjarlind 6 í Kópavogi. Maðurinn var með alvarlega áverka á höfði. Hann var fluttur á slysadeild og er enn ekki kominn til meðvitundar en að sögn lögreglu er líðan hans stöðug.

Líkamsræktarstöð má ekki selja áfengi

Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar hefur hafnað beiðni líkamsræktarstöðvar um sölu á áfengi. Eigandi stöðvarinnar segir ósamræmi í reglum innanlands.

Ósanngjörn þjóðlendustefna

Þjóðlendustefna ríkisins er ósanngjörn og henni þarf að breyta. Þetta sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, á málefnaráðstefnu flokksins sem hófst í morgun. Yfirskrift ráðstefnunnar er mannúðleg markaðshyggja, einstaklingurinn í öndvegi og munu ýmsir fræðimenn flytja erindi um ýmis þjóðfélagsleg mál svo sem eins skatta og velferð, landnýtingu og landvernd og alþjóðavæðingu.

Marel keypti Póls til að eyða samkeppni

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar krefst þess að stjórnvöld bregðist við fækkun starfa í bænum. Hann segir ákvörðun Marels að hætta starfsemi á Ísafirði ógnun við atvinnulíf bæjarins og telur þá hafa verið að ryðja burt samkeppni þegar fyrirtækið keypti Póls fyrir þremur árum.

Vandar stjórnarandstöðu ekki kveðjurnar

Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins varar kjósendur við eftirlíkingum inn á miðju stjórnmálanna og vandar stjórnarandstöðuflokkunum ekki kveðjurnar. Togstreita einkenni Samfylkinguna og Vinstri grænir séu fullir af ofstopa.

Þriggja bíla árekstur í kvöld

Þriggja bíla árekstur varð í kvöld á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Tveir bílar rákust saman og sá þriðji nuddaðist utan þá rétt á eftir. Bílarnir sem rákust fyrst saman voru síðan fluttir í burtu með kranabíl þar sem þeir voru mikið skemmdir. Þriðja bílnum var keyrt í burtu. Ökumenn bílanna tveggja voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli en ökumaður í þriðja bílnum slapp ómeiddur.

Enn varað við snjóflóðahættu

Það er búið að ryðja snjóflóðið sem féll í Hvalnesskriðum síðdegis. Þrátt fyrir það er enn varað við hættu á snjóflóðum í skriðunum og það er þæfingsfærð frá Höfn austur undir Breiðdalsvík.Vegurinn er því ekki fær eindrifsbílum.

Gatnakerfið á Akureyri hættulegt

Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt.

Aumkunarverðir útúrsnúningar Framsóknar

Steingrímur J. Sigfússon kallar það aumkunarverða útúrsnúninga Framsóknar að segja að hann hafi stutt virkjanir í neðri Þjórsá. Hann segir ljóst, nú þegar útfærsla þeirra liggur fyrir, að þær séu enn verri kostur en virtist í fyrra.

Siv hótar stjórnarslitum

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, hótaði nú síðdegis stjórnarslitum ef Sjálfstæðisflokkurinn stæði ekki við það ákvæði stjórnarsáttmálans að sameign þjóðarinnar á auðlindum verði fest í stjórnarskrá. Þetta kom fram í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins.

Botnar ekkert í húsleit Samkeppniseftirlitsins

Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni.

Bílvelta á Hellisheiði

Nú rétt í þessu varð bílvelta á Hellisheiði. Um jeppling var að ræða og virðist hann hafa skemmst mikið í veltunni. Að sögn sjónarvotta skreið ökumaðurinn, kona af erlendu bergi brotin, út úr bílnum án aðstoðar og virðist hafa sloppið ómeidd.

Tæplega sjö milljarða króna tap hjá 365 á síðasta ári

365 hf, sem áður var Dagsbrún hf. og rekur meðal annars Vísir.is, tapaði sjö milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársuppgöri sem birt var í dag. Er það mikill viðsnúningur frá árinu 2005 þegar hagnaður Dagsbrúnar var um 700 milljónir króna.

Siv hótar stjórnarslitum vegna auðlindaákvæðis

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ríkisstjórnin gæti átt erfitt með að lifa það ef ekki næðist samkomulag um að binda í stjórnarskrá ákvæði um sameiginlega eign þjóðarinnar á auðlindum eins og getið sé í stjórnarsáttmála.

Stofnfundur vegna framboðs

Áhugahópur um málefni eldri borgara, öryrkja og aðstandenda þeirra ætlar að halda opinn stofnfund á Hótel Sögu sunnudaginn 14. mars. Hópurinn telur ríka þörf á sérframboði og að áhugi sé fyrir því meðal allra aldurshópa.

Ung kona kærir lögregluna fyrir meint harðræði

Nítján ára kona hefur falið lögmanni sínum að leggja inn kæru á hendur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna meints harðræðis við handtöku. Konan var handtekin aðfaranótt laugardags eftir að hafa sinnast við dyravörð á skemmtistað.

Segir aðgerðina hefðbundið eftirlit

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir húsleit hafa verið gerða á þremur stöðum í morgun í tengslum við grun um samráð ferðaskrifstofa og að aðgerðin hafi verið liður í hefðbundnu eftirliti.

Snjóflóð felllur á veginn um Hvalnesskriður

Vegagerrðin segir veginn um Hvalnesskriður er ófæran eins og er vegna snjóflóðs. Ekki hefur náðst í lögreglu á Höfn í Hornafirði til þess að athuga hvort einhver hafi verið hætti kominn í flóðinu. Þá varar Vegagerðin við hálkublettum víða á Suðurlandi en á Vesturlandi eru vegir auðir nema á heiðum þar sem er lítilsháttar hálka.

Boða til íbúafundar vegna mengunar í hverfinu

Íbúasamtök 3.hverfis, sem eru Hlíðar, Holt og Norðurmýri, hafa boðað til íbúafundar á mánudaginn vegna þess ástands mengunarmála í hverfinu. Er vísað til þess svifryk og önnur loftmengun hafi ítrekað farið hátt yfir hættumörk í hverfinu og telji samtökin það algjörlega óviðunandi.

Smitaðist af lifrabólgu C við blóðgjöf

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í morgun að þeirri niðurstöðu að kona sem smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf ætti rétt á bótum frá íslenska ríkinu. Konan greindist með lifrabólgu C árið 1993. Konan smitaðist árið 1990 þegar hún var í meðferð á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, þá Ríkisspítalar, vegna nýrnasjúkdóms.

Lét son sinn sofa úr sér í fangageymslu

Móðir sextán ára pilts, sem fluttur var á lögrelustöðina við Hverfisgötu eftir slagsmál á balli í gærkvöldi, ákvað að láta piltinn sofa úr sér á stöðinni.

Segir rökstuðning ráðherra fyrirslátt

Arna Schram, formaður Blaðamannfélags Íslands, segir rökstuðning menntamálaráðherra fyrir því að virða að vettugi tilnefningar félagsins í sérfræðingaráð Norræna blaðamannaskólans og skipa Ólaf Þ. Stephensen, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, í ráðið, fyrirslátt.

Húsleit hjá öllum ferðaskrifstofum innan SAF

Samkeppniseftirlitð gerði í morgun húsleit hjá öllum ferðaskrifstofum sem sem eru innan Samtaka ferðaþjónustunnar, en það eru allar helstu ferðaskrifstofur landsins. Starfsmenn eftirlitsins eru enn á skrifstofunum og hafa starfsmenn ferðaskrifstofunna aðstoðað þá við öflun gagna.

Formaður Framsóknarflokksins varar við eftirlíkingum

Varist ódýrar eftirlíkingar en menn frá hægri og vinstri eru að laumast inn á miðjuna og blekkja fólk til fylgis við sig sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á flokkþingi Framsóknarflokksins sem hófst í dag.

Hitaveita Suðurnesja hagnast um 2,3 milljarða

Hitaveita Suðurnesja hagnaðist um rúma 2,3 milljarða króna á síðasta ári samkvæmt uppgjör sem birt er á vef Kauphallar Íslands. Hagnaður félagsins var tæpir 1,6 milljarðar í fyrra og því eykst hann um 700 milljónir milli ára.

Húsleit hjá Terra Nova og Heimsferðum vegna gruns um samráð

Samkeppniseftirlitð gerði í morgun húsleit hjá ferðaskrifstofunum Heimsferðum og Terra Nova í Skógarhlíð. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ferðaskrifstofunum höfðu starfsmenn Samkeppniseftirlitsins með sér úrskurð þar sem kemur fram að rannsakað sé hvort samráð hafi átt sér stað milli ferðaskrifstofa innan Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem hafi hamlandi áhrif á samkeppni.

Hættuleg efni í höndum grunnskólanema

Samkvæmt nýrri könnun á vegum Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga eru ýmis atriði í ólagi varðandi meðhöndlun hættulegra efna í mörgum grunnskólum landsins. Efnin eru ýmist illa merkt eða geymd í ólæstum hirslum auk þess sem loftræsting í smíða- og efnafræðistofum er óviðunandi.

Loðnan mokveiðist

Mokveiði er hjá loðnuskipunum suður af Snæfellsnesi og eru mörg þeirra að slá botn í vertíðina í ár með því að klára kvóta sína í dag.

Ósáttur við seljanda radarvara

Engum hjáleiðum virðist vera að treysta þegar kemur að því að fara á svig við lög, eins og seinheppni ökumaðurinn komst að fullkeyptu í gærkvöldi.

Framsókn ætlar að skerpa sína sérstöðu

Framsóknarmenn ætla að skerpa á sérstöðu sinni á flokksþingi, sem Jón Sigurðsson formaður setti á Hótel Sögu í morgun. Þar verður kosningastefnuskrá mótuð sem og áherslur flokksins í komandi kosningabaráttu.

Séra Pétur Þórarinsson látinn

Séra Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufási, er látinn fimmtíu og fimm ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum í gær. Árið 1996 kom út bókin Lífskraftur, baráttusaga Séra Péturs og Ingu í Laufási. Þar var farið yfir lífssögu Péturs sem barðist nær alla ævi við skæða sykursýki, sem hann greindist með á barnsaldri.

Ísfirðingar illa sviknir af Marel

Marel hefur greitt atvinnulífi Ísafjarðar þungt högg, segir bæjarstjórnin, með ákvörðun um að hætta starfsemi fyrirtækisins á Ísafirði í haust. Þá missa um tuttugu og fimm manns vinnuna. Bæjarfulltrúi Í-listans segir bæjarbúa illa svikna.

Ýmsir tregðast við að lækka matarverð

Söluturnar, veitingastaðir, kvikmyndahús og mötuneyti eru þau fyrirtæki sem síst virðast ætla að lækka verð ef marka má þær kvartanir sem borist hafa Neytendasamtökunum í gær og dag. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá samtökunum sem hyggjast innan tíðar birta nöfn þeirra fyrirtækja sem ekkert lækka hjá sér verð.

Fjölbreytt verkefni fengu styrki

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands úthlutaði doktorsnemum ríflega styrki við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í gær. Björgólfur Guðmundsson afhenti styrkina, alls 75 milljónir króna, fyrir hönd stjórnar Háskólasjóðsins. Styrkhafarnir koma úr ýmsum deildum skólans og verkefni þeirra eru afar fjölbreytt.

Reykkafarar björguðu tveimur úr brennandi íbúð

Reykkafarar björguðu tveimur úr brennandi íbúð í Breiðholti um ellefu leytið. Íbúðin er á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Fannafelli og logaði töluverður eldur þegar slökkviliði kom á svæðið.

Sjá næstu 50 fréttir