Innlent

Húsleit hjá öllum ferðaskrifstofum innan SAF

MYND/Stefán

 

Samkeppniseftirlitð gerði í morgun húsleit hjá öllum ferðaskrifstofum sem sem eru innan Samtaka ferðaþjónustunnar, en það eru allar helstu ferðaskrifstofur landsins. Starfsmenn eftirlitsins eru enn á skrifstofunum og hafa starfsmenn ferðaskrifstofunna aðstoðað þá við öflun gagna.

Leitað hefur verið á skrifstofum Ferðaskrifstofu Íslands en undir hana heyra meðal annars Úrval Útsýn og Plúsferðir. Þar fengust þær upplýsingar að starfsmenn eftirlitsins hefðu komið klukkan níu í morgun þegar skrifstofan var opnuð en ekki væri hægt að ná í forsvarsmenn fyrirtækisins.

Þá var einnig leitað á skrifstofum Heimsferða og Terra Nova í Skógarhlíð. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Terra Nova og Heimsferðum höfðu starfsmenn Samkeppniseftirlitsins með sér úrskurð þar sem kemur fram að rannsakað sé hvort samráð hafi átt sér stað milli ferðaskrifstofa innan Samtaka ferðaþjónustunnar sem hafi hamlandi áhrif á samkeppni. Hafa þeir skoðað gögn stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins.

Heimsferðir og Terra Nova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi og segjast hafa aðstoðað Samkeppniseftirlitið eftir megni við rannsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×