Innlent

Segir aðgerðina hefðbundið eftirlit

Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins bera burt kassa með skjölum af skrifstofum Heimsferða og Terra Nova í Skógarhlíð í dag.
Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins bera burt kassa með skjölum af skrifstofum Heimsferða og Terra Nova í Skógarhlíð í dag. MYND/Stöð 2

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir húsleit hafa verið gerða á þremur stöðum í morgun í tengslum við grun um samráð ferðaskrifstofa og að aðgerðin hafi verið liður í hefðbundnu eftirliti.

Starfsmenn eftirlitsins fóru inn á skrifstofur Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðaskrifstofu Íslands sem rekur Úrval - Útsýn og Plúsferðir og inn á skrifstofur Terra Nova og Heimsferða klukkan níu í morgun og voru fram eftir degi að skoða gögn á skrifstofunum vegna málsins. Höfðu þeir á brott með sér nokkuð magn skjala í kössum.

Að sögn Páls Gunnars var húsleitin gerð á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur en grunur leikur á ólögmætu samráði félaganna innan Samtaka ferðaþjónustunnar. Páll vildi ekkert frekar segja um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×