Innlent

Húsleit hjá Terra Nova og Heimsferðum vegna gruns um samráð

MYND/Valgarður

Samkeppniseftirlitð gerði í morgun húsleit hjá ferðaskrifstofunum Heimsferðum og Terra Nova í Skógarhlíð. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ferðaskrifstofunum höfðu starfsmenn Samkeppniseftirlitsins með sér úrskurð þar sem kemur fram að rannsakað sé hvort samráð hafi átt sér stað milli ferðaskrifstofa innan Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem hafi hamlandi áhrif á samkeppni.

Starfsmenn samkeppniseftirlitsins hafa það sem af er degi unnið að því að skoða gögn þeirra stjórnenda og starfsmanna sem þeir hafa óskað eftir.

„Heimsferðir og Terra Nova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi og hefur starfsfólk fyrirtækjanna reynt eftir megni að aðstoða starfsfólk samkeppniseftirlitsins við rannsóknina," segir í tilkynningu frá Terra Nova og Heimsferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×