Innlent

Hættuleg efni í höndum grunnskólanema

MYND/Vísindavefurinn

Í nýútkominni skýrslu Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga kemur fram að umgengni við hættuleg efni í grunnskólum landsins sé ábótavant. Könnunin náði til 63 grunnskóla og í henni var aðbúnaður í smíða- og efnafræðikennslustofum skoðaður. Helstu niðurstöður voru þær að mikið vantar upp á að varnaðarmerkt efni séu rétt meðhöndluð samkvæmt reglum um merkingar, geymslu og loftræstingu í viðkomandi skólastofum.

Höfundar skýrslunnar leggja fram tillögur til úrbóta sem felast meðal annars í því að haldin verði námskeið í meðferð hættulegra efna fyrir grunnskólakennara, að einhverjum efnum verði skipt út fyrir önnur hættuminni og að geymsluaðstaðan verði bætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×