Innlent

Yfir þrjátíu tónlistaratriði vera á Ísafirði um páskana

Ísafjörður
Ísafjörður MYND/Gunnar

Alls hafa þrjátíu og eitt atriði staðfest komu sína á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður - rokkhátíðar alþýðunnar sem haldin verður á Ísafirði um páskana.

Hátíðin er nú haldin fjórða árið í röð en feðgarnir Guðmundur Kristjánsson, betur þekktur sem Mugga hafnarstjóri, og Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison, eru upphafsmenn hennar. Ekkert kostar inn á hátíðina en í fyrra var boðið upp á tuttugu og sex tónlistaratriði. Enn gætu einhver örfá atriði bæst í hóp þeirra sem komin eru og önnur dottið út.

Listamenn ársins 2007 eins og listinn lítur núna út:

Ampop

Benny Crospos Gang

Blonde Redhead

Bloodgroup

Charly

Donna Mess

Dóri DNA

Dr. Spock

Esja

Fjallakórinn í Önundarfirði

Flateyrarrapp

Flís og Bogomil Font

Flæði

FM Belfast

Grjóthrun í Hólshreppi

HAM

I Adapt

Jan Mayen

Lay Low

Mínus

Mugison

Óli Popp

Pétur Ben

Pollapönk

Reykjavík

Siggi Björns

Skriðurnar

Skúli Þórðar og Sökudólgarnir

Slugs

Sprengjuhöllin

Æla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×